Fjármagna nágrannana 20. desember 2006 00:01 Ég er búinn að kaupa jólagjafirnar fyrir gróðann af 365 og svo bakaði ég smákökur á sunnudaginn. Hef ekki klikkað á því svo árum skiptir, enda tekur maður því alltaf fremur rólega í desember og lætur aurana vinna fyrir sig. Desember og jólin eru tími sem maður á að nota til hugleiðinga. Ekki bara um inntak og tilgang lífsins, heldur til þess að velta fyrir sér hvað næsta ár beri í skauti sér. Næsta ár verður fjörugt hjá þeim stóru. Bankarnir verða á fullri ferð, en á innanlandsmarkaði verður leiðinlegra. Nokkur gjaldþrot og almenn svartsýni gæti farið að birtast í spilunum þegar líða tekur á árið. Ég ætla að vera með fullt af peningum á skammtímavöxtum Seðlabankans framan af ári. 14 prósent stýrivextir og nánast engin verðbólga eru ekki slæm kjör. Maður fær varla betri vexti annars staðar. Til hvers líka að vera að fjármagna uppbyggingu fyrirtækja landsins þegar maður fær betri kjör og minni óvissu með því göfuga hlutverki að fjármagna yfirdráttinn hjá nágrönnunum. Jæja, maður er nú það mikill „player“ í sér að maður lætur nú sennilega ekki allt á peningamarkaðsreikninginn. Maður verður að vera með. Þá er náttúrlega að velja hvaða félög eiga eftir að gera spennandi hluti á árinu. Bankarnir eru fyrsta val. Kaupþing fer örugglega á fullt á næsta ári. FL er með gríðarlega fjárfestingagetu og ekki spurning að það verður mikið að gerast í kringum þá á næstunni. Glitnir tekur örugglega nokkar stóra díla með þann hluthafahóp sem þeir eru komnir með og auk þess sem forvitnilegt verður að fylgjast með uppbyggingu langtímamarkmiða í syllubisnessnum þeirra. Lansinn er farinn að njóta tengsla við verðbréfasjoppurnar sínar og svo gengur honum ótrúlega vel að ná til sín breskum sparifjáreigendum. Svo er það Straumur. Ég held að Straumur verði spennandi þegar líða tekur á árið. Ég held að innan bankans sé verið að vinna spennandi plan sem á eftir að líta dagsins ljós þegar líða tekur á seinnihluta næsta árs. Það er friður í Straumi núna og lendingin var eins góð og hugsast gat eftir átökin í sumar. FL og Bjöggi sáttir við niðurstöðuna og allir í stuði. Bjöggi er klárlega með „game-plan“ fyrir Straum. Hann er alltaf með „game-plan“ og ég held að það verði talsverðra tíðinda að vænta á árinu og breytingar verði á strúktúrnum hjá bankanum og hröð uppbygging á Norðurlöndum. Þetta er mín áramótaspá og þó ég sé ekki skyggn, þá er ég heldur ekki glámskyggn. Hverjir giftast, skilja eða eignast börn er ekki í mínum kaffibolla og ég læt völvu Vikunnar um það. Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira
Ég er búinn að kaupa jólagjafirnar fyrir gróðann af 365 og svo bakaði ég smákökur á sunnudaginn. Hef ekki klikkað á því svo árum skiptir, enda tekur maður því alltaf fremur rólega í desember og lætur aurana vinna fyrir sig. Desember og jólin eru tími sem maður á að nota til hugleiðinga. Ekki bara um inntak og tilgang lífsins, heldur til þess að velta fyrir sér hvað næsta ár beri í skauti sér. Næsta ár verður fjörugt hjá þeim stóru. Bankarnir verða á fullri ferð, en á innanlandsmarkaði verður leiðinlegra. Nokkur gjaldþrot og almenn svartsýni gæti farið að birtast í spilunum þegar líða tekur á árið. Ég ætla að vera með fullt af peningum á skammtímavöxtum Seðlabankans framan af ári. 14 prósent stýrivextir og nánast engin verðbólga eru ekki slæm kjör. Maður fær varla betri vexti annars staðar. Til hvers líka að vera að fjármagna uppbyggingu fyrirtækja landsins þegar maður fær betri kjör og minni óvissu með því göfuga hlutverki að fjármagna yfirdráttinn hjá nágrönnunum. Jæja, maður er nú það mikill „player“ í sér að maður lætur nú sennilega ekki allt á peningamarkaðsreikninginn. Maður verður að vera með. Þá er náttúrlega að velja hvaða félög eiga eftir að gera spennandi hluti á árinu. Bankarnir eru fyrsta val. Kaupþing fer örugglega á fullt á næsta ári. FL er með gríðarlega fjárfestingagetu og ekki spurning að það verður mikið að gerast í kringum þá á næstunni. Glitnir tekur örugglega nokkar stóra díla með þann hluthafahóp sem þeir eru komnir með og auk þess sem forvitnilegt verður að fylgjast með uppbyggingu langtímamarkmiða í syllubisnessnum þeirra. Lansinn er farinn að njóta tengsla við verðbréfasjoppurnar sínar og svo gengur honum ótrúlega vel að ná til sín breskum sparifjáreigendum. Svo er það Straumur. Ég held að Straumur verði spennandi þegar líða tekur á árið. Ég held að innan bankans sé verið að vinna spennandi plan sem á eftir að líta dagsins ljós þegar líða tekur á seinnihluta næsta árs. Það er friður í Straumi núna og lendingin var eins góð og hugsast gat eftir átökin í sumar. FL og Bjöggi sáttir við niðurstöðuna og allir í stuði. Bjöggi er klárlega með „game-plan“ fyrir Straum. Hann er alltaf með „game-plan“ og ég held að það verði talsverðra tíðinda að vænta á árinu og breytingar verði á strúktúrnum hjá bankanum og hröð uppbygging á Norðurlöndum. Þetta er mín áramótaspá og þó ég sé ekki skyggn, þá er ég heldur ekki glámskyggn. Hverjir giftast, skilja eða eignast börn er ekki í mínum kaffibolla og ég læt völvu Vikunnar um það. Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Markaðir Viðskipti Mest lesið 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Danska ríkið kaupir Kastrup Viðskipti erlent Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Viðskipti innlent Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Sjá meira