Fólksflótti frá Líbanon 18. júlí 2006 19:41 Íbúar Líbanons eru tæplega fjórar milljónir en í landinu býr jafnframt nokkur fjöldi útlendinga víðs vegar að úr heiminum sem nú vill komast burt. Þorri þeirra kemur frá nágrannaríkjunum og kemst því heim af eigin rammleik en tugþúsundir þegna fjarlægari landa hafa verið strandaglópar síðustu daga. Nú má segja að allar leiðir liggi frá Beirút. Í fyrsta lagi fara margir frá borginni til Damaskus í Sýrlandi og þaðan áleiðis til heimalanda sinna. Í öðru lagi hefur útlendingum verið ekið til Amman í Jórdaníu þaðan sem þeir halda til síns heima. Í þriðja lagi hafa svo skip full af erlendum ríkisborgurum siglt frá Beirút til Larnaca á Kýpur. Miklum vandkvæðum er hins vegar bundið að flytja svo stóran hóp fólks á skömmum tíma frá landi þar sem flugvellir hafa eyðilagst og höfnum hefur flestum verið lokað. Ísraelar hafa hins vegar heimilað siglingar nokkurra skipa með flóttamenn frá Líbanon. Þannig kom ferja með 1.200 Frakka til hafnar í Larnaca á Kýpur í morgun, þreytta en ákaflega fegna. Stór hópur Rúmena kom til Búkarest í nótt og augljóst að sá hópur átti erfiða tíma að baki. Bandarísk og bresk stjórnvöld búa sig undir að flytja sitt fólk með herskipum til Kýpur, þúsundir manna, en síðustu daga hafa Bandaríkjamenn myndað þyrluloftbrú frá Beirút til Kýpur. Í fyrramálið verða 1.500 Svíar sóttir með ferju og í kvöld er svo ráðgert að önnur flugvél Atlanta-flugfélagsins lendi í Danmörku en danska utanríkisráðuneytið leigði vélina til þess arna. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Íbúar Líbanons eru tæplega fjórar milljónir en í landinu býr jafnframt nokkur fjöldi útlendinga víðs vegar að úr heiminum sem nú vill komast burt. Þorri þeirra kemur frá nágrannaríkjunum og kemst því heim af eigin rammleik en tugþúsundir þegna fjarlægari landa hafa verið strandaglópar síðustu daga. Nú má segja að allar leiðir liggi frá Beirút. Í fyrsta lagi fara margir frá borginni til Damaskus í Sýrlandi og þaðan áleiðis til heimalanda sinna. Í öðru lagi hefur útlendingum verið ekið til Amman í Jórdaníu þaðan sem þeir halda til síns heima. Í þriðja lagi hafa svo skip full af erlendum ríkisborgurum siglt frá Beirút til Larnaca á Kýpur. Miklum vandkvæðum er hins vegar bundið að flytja svo stóran hóp fólks á skömmum tíma frá landi þar sem flugvellir hafa eyðilagst og höfnum hefur flestum verið lokað. Ísraelar hafa hins vegar heimilað siglingar nokkurra skipa með flóttamenn frá Líbanon. Þannig kom ferja með 1.200 Frakka til hafnar í Larnaca á Kýpur í morgun, þreytta en ákaflega fegna. Stór hópur Rúmena kom til Búkarest í nótt og augljóst að sá hópur átti erfiða tíma að baki. Bandarísk og bresk stjórnvöld búa sig undir að flytja sitt fólk með herskipum til Kýpur, þúsundir manna, en síðustu daga hafa Bandaríkjamenn myndað þyrluloftbrú frá Beirút til Kýpur. Í fyrramálið verða 1.500 Svíar sóttir með ferju og í kvöld er svo ráðgert að önnur flugvél Atlanta-flugfélagsins lendi í Danmörku en danska utanríkisráðuneytið leigði vélina til þess arna.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira