Mun færri fá greiddar vaxtabætur í ár en fyrra 26. júlí 2006 18:32 Tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót, en fengu vaxtabætur í fyrra. Heildar vaxtabótagreiðslur lækka um 700 milljónir króna milli ára, aðallega vegna hækkunar fasteignamats og aukinna tekna einstaklinga. Álagning skattayfirvalda á einstaklinga og þá sem reka eigið fyrirtæki liggur nú fyrir. Hinn fyrsta ágúst greiðir ríkissjóður út átta milljarða króna. Þar af eru vaxta- og barnabætur um fimm milljarðar en um þrír milljarðar fara til þeirra sem hafa greitt of mikla staðgreiðslu skatta eða fyrirfram greidda skatta vegna tekna síðasta árs. Fjórir komma fimm milljarðar verða greiddir í í vaxtabætur, sem er 13 prósentum minna en greitt var í vaxtabætur á síðasta ári. Þar munar um 700 milljónir, sem fjármálaráðuneytið segir ráðast af hækkun fasteignamats og auknum tekjum fólks. En vaxtabætur skerðast með auknum tekjum og hærra fasteignamati. Eignir heimilanna námu 2.500 milljörðum í lok síðasta árs og höfðu þá aukist um 27 prósent frá fyrra ári. Þar af eru fasteignir tveir þriðju eigna heimilanna og hafa aukist um þriðjung milli ára. Þenslan á húsnæðismarkaðnum kemur skýrt fram í framtalsgögnum. Þannig fjölgaði eigendum fasteigna um 2.025 á síðasta ári, mun meira en fyrri ár samkvæmt gögnum fjármálaráðuneytisins. Skuldir heimilanna hafa vaxið að sama skapi eða um 21 prósent og voru 918 milljarðar í árslok. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 600 milljarðar. En fólkið í landinu hefur líka verið að auka eigur sínar. Þannig var verðmæti fasteigna í eigu einstaklinga 1.824 milljarðar og því eru eignirnar nær tvöfalt meiri en skuldirnar. Hlutfall skulda og eigna lækkar um tæp tvö prósentustig milli ára, þannig að um hreina eignarmyndun hefur verið að ræða. Eignamyndunin og auknar tekjur fólks verða svo til þess að tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót en fengu slíkar bætur á síðasta ári, og fá tæplega 44 þúsund manns greiddar vaxtabætur um mánaðamótin. Ríki og sveitarfélög innheimta samanlagt 163,5 milljarða í tekjuskatt og útsvar fyrri síðasta ár, og aukast þessar skatttekjur um tæp 13 prósent milli ára. Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót, en fengu vaxtabætur í fyrra. Heildar vaxtabótagreiðslur lækka um 700 milljónir króna milli ára, aðallega vegna hækkunar fasteignamats og aukinna tekna einstaklinga. Álagning skattayfirvalda á einstaklinga og þá sem reka eigið fyrirtæki liggur nú fyrir. Hinn fyrsta ágúst greiðir ríkissjóður út átta milljarða króna. Þar af eru vaxta- og barnabætur um fimm milljarðar en um þrír milljarðar fara til þeirra sem hafa greitt of mikla staðgreiðslu skatta eða fyrirfram greidda skatta vegna tekna síðasta árs. Fjórir komma fimm milljarðar verða greiddir í í vaxtabætur, sem er 13 prósentum minna en greitt var í vaxtabætur á síðasta ári. Þar munar um 700 milljónir, sem fjármálaráðuneytið segir ráðast af hækkun fasteignamats og auknum tekjum fólks. En vaxtabætur skerðast með auknum tekjum og hærra fasteignamati. Eignir heimilanna námu 2.500 milljörðum í lok síðasta árs og höfðu þá aukist um 27 prósent frá fyrra ári. Þar af eru fasteignir tveir þriðju eigna heimilanna og hafa aukist um þriðjung milli ára. Þenslan á húsnæðismarkaðnum kemur skýrt fram í framtalsgögnum. Þannig fjölgaði eigendum fasteigna um 2.025 á síðasta ári, mun meira en fyrri ár samkvæmt gögnum fjármálaráðuneytisins. Skuldir heimilanna hafa vaxið að sama skapi eða um 21 prósent og voru 918 milljarðar í árslok. Þar af voru skuldir vegna íbúðakaupa 600 milljarðar. En fólkið í landinu hefur líka verið að auka eigur sínar. Þannig var verðmæti fasteigna í eigu einstaklinga 1.824 milljarðar og því eru eignirnar nær tvöfalt meiri en skuldirnar. Hlutfall skulda og eigna lækkar um tæp tvö prósentustig milli ára, þannig að um hreina eignarmyndun hefur verið að ræða. Eignamyndunin og auknar tekjur fólks verða svo til þess að tíu þúsund færri einstaklingar fá greiddar vaxtabætur um næstu mánaðamót en fengu slíkar bætur á síðasta ári, og fá tæplega 44 þúsund manns greiddar vaxtabætur um mánaðamótin. Ríki og sveitarfélög innheimta samanlagt 163,5 milljarða í tekjuskatt og útsvar fyrri síðasta ár, og aukast þessar skatttekjur um tæp 13 prósent milli ára.
Fréttir Innlent Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira