Ekki gerð krafa um tafarlaust vopnahlé 1. ágúst 2006 18:45 Útvötnuð yfirlýsing um átökin í Líbanon varð afrakstur neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag. Andstaða Breta og Þjóðverja kom í veg fyrir kröfu um tafarlaust vopnahlé. Þegar komið var til fundarins í dag var það ætlun Frakka og Finna að fá samþykkta yfirlýsingu þar sem gerð yrði krafa um tafarlaust vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Suður-Líbanon. Það fékkst þó ekki í gegn fyrir andstöðu Breta og Þjóðverja sem nutu stuðnings Pólverja og Tékka. Þessi fjögur ríki styðja því stefnu Bandaríkjastjórnar sem ekki hefur viljað krefjast vopnahlés nú þegar og sagt það ótímabært. Yfirlýsing utanríkisráðherranna í Brussel í dag var því af mörgum talin útvötnuð. Þar var gerð sú krafa að átökum yrði hætt nú þegar en þá yrði hægt að koma á vopnahlé. Stjórnmálaskýrendur segja að með stefnu sinni séu Bretar og Þjóðverjar að setja ofan í við Jacques Chirac, Frakklandsforseta, sem hefur krafist tafarlaus vopnahlés. Evrópusambandið ætlar þó ekki að setja Hizbollah-samtökin á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök enn sem komið er. Þetta sagði Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, nú síðdegis. Tvö hundruð og þrettán þingmenn neðrideildar Bandaríkjaþings hafa sent Javier Solana, utanríkismálastjór Evrópusambandsins bréf þar sem þess er krafist. Bílalest kom með hjálpargögn til Kana í Suður-Líbanon í morgun þrátt fyrir að Ísraelar haldi loftárásum sínum áfram. Ísraelskur landher sækir nú lengra inn í suðurhluta landsins til að berjast gegn skæruliðum Hizbollah. Hermenn hafa sótt inn í þorp á svæðinu þar sem ekki hefur verið barist fyrr. Svo virðist sem Ísraelar ætli einnig að ráðast á norður hluta landsins en þeir hafa hvatt íbúa við Litani-á í Norður-Ísrael til að yfirgefa heimili sín. Ísraelar segja loftárásir hefjast af fullum krafti eftir klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma þegar tveggja daga hlé á loftárásum í suðurhlutanum er liðið. Loftárásir hafa þó verið gerðar á þeim tíma en að sögn ísraelskra hermálayfirvalda hefur það aðeins verið til að verja hermenn á jörðu niðri. Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Útvötnuð yfirlýsing um átökin í Líbanon varð afrakstur neyðarfundar utanríkisráðherra Evrópusambandsríkjanna í Brussel í dag. Andstaða Breta og Þjóðverja kom í veg fyrir kröfu um tafarlaust vopnahlé. Þegar komið var til fundarins í dag var það ætlun Frakka og Finna að fá samþykkta yfirlýsingu þar sem gerð yrði krafa um tafarlaust vopnahlé milli Ísraela og skæruliða Hizbollah í Suður-Líbanon. Það fékkst þó ekki í gegn fyrir andstöðu Breta og Þjóðverja sem nutu stuðnings Pólverja og Tékka. Þessi fjögur ríki styðja því stefnu Bandaríkjastjórnar sem ekki hefur viljað krefjast vopnahlés nú þegar og sagt það ótímabært. Yfirlýsing utanríkisráðherranna í Brussel í dag var því af mörgum talin útvötnuð. Þar var gerð sú krafa að átökum yrði hætt nú þegar en þá yrði hægt að koma á vopnahlé. Stjórnmálaskýrendur segja að með stefnu sinni séu Bretar og Þjóðverjar að setja ofan í við Jacques Chirac, Frakklandsforseta, sem hefur krafist tafarlaus vopnahlés. Evrópusambandið ætlar þó ekki að setja Hizbollah-samtökin á lista sinn yfir hryðjuverkasamtök enn sem komið er. Þetta sagði Erkki Tuomioja, utanríkisráðherra Finnlands, nú síðdegis. Tvö hundruð og þrettán þingmenn neðrideildar Bandaríkjaþings hafa sent Javier Solana, utanríkismálastjór Evrópusambandsins bréf þar sem þess er krafist. Bílalest kom með hjálpargögn til Kana í Suður-Líbanon í morgun þrátt fyrir að Ísraelar haldi loftárásum sínum áfram. Ísraelskur landher sækir nú lengra inn í suðurhluta landsins til að berjast gegn skæruliðum Hizbollah. Hermenn hafa sótt inn í þorp á svæðinu þar sem ekki hefur verið barist fyrr. Svo virðist sem Ísraelar ætli einnig að ráðast á norður hluta landsins en þeir hafa hvatt íbúa við Litani-á í Norður-Ísrael til að yfirgefa heimili sín. Ísraelar segja loftárásir hefjast af fullum krafti eftir klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma þegar tveggja daga hlé á loftárásum í suðurhlutanum er liðið. Loftárásir hafa þó verið gerðar á þeim tíma en að sögn ísraelskra hermálayfirvalda hefur það aðeins verið til að verja hermenn á jörðu niðri.
Erlent Fréttir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira