Kaupþing eða Kápþíng? 8. ágúst 2007 00:01 Íslenskt viðskiptalíf verður alþjóðlegra með hverjum deginum. Þessi alþjóðlegu áhrif eiga sér ýmsar birtingarmyndir; til að mynda stórkostleg umsvif íslensku útrásarfyrirtækjanna á erlendri grundu og auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. Áhrifanna verður þó ekki síður vart í tungutaki áhrifamanna í viðskiptalífinu. Þannig hafa góð og gild íslensk orð á borð við vanmat og skuldsetning, vikið fyrir hinum engilsaxnesku undervalued og leveraged. Höfuðvíkingurinn sjálfur, Hreiðar Már Sigurðsson í Kaupþingi, lætur ekki sitt eftir liggja og kallaði fyrirtækið Kápþíng upp á enska vísu á uppgjörsfundi sem fram fór á dögunum. Herramanns- máltíðEgill Helgason, þáttastjórnandi, ríkisstarfsmaður og Eyjubloggari með meiru, bendir lesendum síðu sinnar á hluti sem einungis er á færi auðkýfinga að eignast; eða ógeðslega ríkra manna sem alls ekki vilja eyða peningum í góðgerðarstarf, líkt og Egill kemst að orði. Mælir bloggarinn sérstaklega með dýrustu pitsu í veröldinni sem verðlögð er á rúmar sextíu þúsund krónur. Flatbakan er með fjórum mismunandi tegundum af kavíar, humri, eðallaxi og örlitlu japönsku wasabi. Fyrir áhugasama þá er pitsan fáanleg á veitingahúsinu Nino"s Bellissima Pizza, í New York-borg. Ekki fylgir sögunni hvort Egill hafi sjálfur bragðað á bökunni.Öll spjót á NorðmönnumNorski olíusjóðurinn sætir um þessar mundir töluverðri gagnrýni heimafyrir vegna fjárfestinga í námafyrirtækinu Barrick Gold. Norðmenn hafa nefnilega lagt nokkuð upp úr „siðlegum“ fjárfestingum, það er að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem stunda umhverfissóðaskap eða eru á annan hátt brotleg.Norska ríkissjónvarpið gerði því nokkuð úr því þegar í ljós kom að Olíusjóðurinn hafði lagt sem svarar tæpum 9,4 milljörðum íslenskra króna, eða 860 milljónum norskra, í Barrick Gold, en félagið er sagt bera ábyrgð á meiriháttar umhverfisspjöllum á Filippseyjum. Við bætist svo vandræðagangur Norsk Hydro vegna „óhóflegra“ kaupréttarsamninga við stjórnendur. Spurning hvort tekið sé að falla á geislabauginn. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Íslenskt viðskiptalíf verður alþjóðlegra með hverjum deginum. Þessi alþjóðlegu áhrif eiga sér ýmsar birtingarmyndir; til að mynda stórkostleg umsvif íslensku útrásarfyrirtækjanna á erlendri grundu og auknar fjárfestingar erlendra aðila hér á landi. Áhrifanna verður þó ekki síður vart í tungutaki áhrifamanna í viðskiptalífinu. Þannig hafa góð og gild íslensk orð á borð við vanmat og skuldsetning, vikið fyrir hinum engilsaxnesku undervalued og leveraged. Höfuðvíkingurinn sjálfur, Hreiðar Már Sigurðsson í Kaupþingi, lætur ekki sitt eftir liggja og kallaði fyrirtækið Kápþíng upp á enska vísu á uppgjörsfundi sem fram fór á dögunum. Herramanns- máltíðEgill Helgason, þáttastjórnandi, ríkisstarfsmaður og Eyjubloggari með meiru, bendir lesendum síðu sinnar á hluti sem einungis er á færi auðkýfinga að eignast; eða ógeðslega ríkra manna sem alls ekki vilja eyða peningum í góðgerðarstarf, líkt og Egill kemst að orði. Mælir bloggarinn sérstaklega með dýrustu pitsu í veröldinni sem verðlögð er á rúmar sextíu þúsund krónur. Flatbakan er með fjórum mismunandi tegundum af kavíar, humri, eðallaxi og örlitlu japönsku wasabi. Fyrir áhugasama þá er pitsan fáanleg á veitingahúsinu Nino"s Bellissima Pizza, í New York-borg. Ekki fylgir sögunni hvort Egill hafi sjálfur bragðað á bökunni.Öll spjót á NorðmönnumNorski olíusjóðurinn sætir um þessar mundir töluverðri gagnrýni heimafyrir vegna fjárfestinga í námafyrirtækinu Barrick Gold. Norðmenn hafa nefnilega lagt nokkuð upp úr „siðlegum“ fjárfestingum, það er að eiga ekki viðskipti við fyrirtæki sem stunda umhverfissóðaskap eða eru á annan hátt brotleg.Norska ríkissjónvarpið gerði því nokkuð úr því þegar í ljós kom að Olíusjóðurinn hafði lagt sem svarar tæpum 9,4 milljörðum íslenskra króna, eða 860 milljónum norskra, í Barrick Gold, en félagið er sagt bera ábyrgð á meiriháttar umhverfisspjöllum á Filippseyjum. Við bætist svo vandræðagangur Norsk Hydro vegna „óhóflegra“ kaupréttarsamninga við stjórnendur. Spurning hvort tekið sé að falla á geislabauginn.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira