Jafnlaunavottun úr sögunni? Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 16. september 2007 18:30 Ákvörðun verður tekin í kvöld um það hvort ráðherraskipuð nefnd sem ætlað var að undirbúa jafnlaunavottun fyrirtækja, heldur áfram störfum. Fyrrverandi félagasmálaráðherra skipaði nefndina til að vinna gegn kynbundnum launamun, en hana vantar 75 milljónir til að ljúka verkinu. Tugir þúsunda kvenna streymdu í miðbæ Reykjavíkur á 30 ára afmæli Kvennafrídagsins fyrir tveimur árum þar sem meginkrafan var að útrýma kynbundnum launamun. Svar ríkisstjórnarinnar og framlag þennan dag var tilkynning þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, um gæðavottun jafnra launa. Rúmum mánuði síðar skipaði hann sex manna starfshóp sem átti að undirbúa málið og sagði hann þá að hópurinn myndi líklega ljúka störfum um vorið - þ.e. vorið 2006 og þá um sumarið skyldi fyrstu vottanirnar verða að veruleika. Enn hefur ekkert fyrirtæki fengið vottun. Kerfið var hugsað sem jákvæð hvatning til fyrirtækja, líkt og umhverfisvottanir, um að eyða hjá sér kynbundnum launamun. Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks að fregnir hafi borist af því að ríkisstjórnin hafi hætt við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra neitaði því í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að taka ákvörðun um það. En samkvæmt heimildum fréttastofu er verkefnið í uppnámi. Eftir ríkisstjórnarskiptin hafi dregist von úr viti að fá fé í framkvæmd verkefnisins þótt menn hafi í orði verið jákvæðir. Til að halda verkefninu til streitu þurfi 25 milljónir á ári næstu þrjú árin. Heimildir fréttastofu herma að þreyta sé í hópnum, menn séu ekki sáttir, enda búið að leggja í mikla vinnu en tregða stjórnvalda til að veita svör eftir ríkisstjórnarskiptin sýni að nánast einboðið sé að ljúka störfum. Hópurinn hittist á fundi í kvöld og þá verður ákveðið hvort hann dregur sig í hlé. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Ákvörðun verður tekin í kvöld um það hvort ráðherraskipuð nefnd sem ætlað var að undirbúa jafnlaunavottun fyrirtækja, heldur áfram störfum. Fyrrverandi félagasmálaráðherra skipaði nefndina til að vinna gegn kynbundnum launamun, en hana vantar 75 milljónir til að ljúka verkinu. Tugir þúsunda kvenna streymdu í miðbæ Reykjavíkur á 30 ára afmæli Kvennafrídagsins fyrir tveimur árum þar sem meginkrafan var að útrýma kynbundnum launamun. Svar ríkisstjórnarinnar og framlag þennan dag var tilkynning þáverandi félagsmálaráðherra, Árna Magnússonar, um gæðavottun jafnra launa. Rúmum mánuði síðar skipaði hann sex manna starfshóp sem átti að undirbúa málið og sagði hann þá að hópurinn myndi líklega ljúka störfum um vorið - þ.e. vorið 2006 og þá um sumarið skyldi fyrstu vottanirnar verða að veruleika. Enn hefur ekkert fyrirtæki fengið vottun. Kerfið var hugsað sem jákvæð hvatning til fyrirtækja, líkt og umhverfisvottanir, um að eyða hjá sér kynbundnum launamun. Í pistli í Fréttablaðinu í dag segir Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokks að fregnir hafi borist af því að ríkisstjórnin hafi hætt við að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Aðstoðarmaður félagsmálaráðherra neitaði því í samtali við fréttastofu í dag að búið væri að taka ákvörðun um það. En samkvæmt heimildum fréttastofu er verkefnið í uppnámi. Eftir ríkisstjórnarskiptin hafi dregist von úr viti að fá fé í framkvæmd verkefnisins þótt menn hafi í orði verið jákvæðir. Til að halda verkefninu til streitu þurfi 25 milljónir á ári næstu þrjú árin. Heimildir fréttastofu herma að þreyta sé í hópnum, menn séu ekki sáttir, enda búið að leggja í mikla vinnu en tregða stjórnvalda til að veita svör eftir ríkisstjórnarskiptin sýni að nánast einboðið sé að ljúka störfum. Hópurinn hittist á fundi í kvöld og þá verður ákveðið hvort hann dregur sig í hlé.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira