Birgir Leifur: Ánægður með byrjunina á mótinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. nóvember 2007 15:21 Birgir Leifur var sáttur við árangurinn í dag. Mynd/Elísabet Birgir Leifur Hafþórsson segist vera ánægður með byrjun hans á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi en hann lék á einu höggi undir pari í dag. „Þetta gekk alveg ágætlega í dag. Ég var nokkuð stöðugur í mínum leik og gekk spilið þokkalega vel,“ sagði hann. Hann fékk þrjá skolla í dag og fjóra fugla. „Ég lenti svo sem í engum stórvandræðum. Ég þurfti reyndar að taka víti einu sinni þar sem ég valdi vitlausa kylfu og sló of stutt. Púttin voru í góðu lagi og á meðan svo er setur það minni pressu á langa spilið. Ég er því mjög sáttur.“ Alls hófu 156 kylfingar leik í dag en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Birgir Leifur er í 30.-58. sæti eftir keppni dagsins og stendur því ágætlega að vígi. Hann hefur áður staðið í þessum sporum og nýtur reynslunnar nú. „Það er ekki spurning að reynsla mín af þessum mótum kemur til með að hjálpa mér mikið. Ég hef gengið í gegnum þetta allt áður. Það er auðvitað einhver spenna sem fylgir enda væri annað óeðlilegt.“ Golf Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson segist vera ánægður með byrjun hans á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina í golfi en hann lék á einu höggi undir pari í dag. „Þetta gekk alveg ágætlega í dag. Ég var nokkuð stöðugur í mínum leik og gekk spilið þokkalega vel,“ sagði hann. Hann fékk þrjá skolla í dag og fjóra fugla. „Ég lenti svo sem í engum stórvandræðum. Ég þurfti reyndar að taka víti einu sinni þar sem ég valdi vitlausa kylfu og sló of stutt. Púttin voru í góðu lagi og á meðan svo er setur það minni pressu á langa spilið. Ég er því mjög sáttur.“ Alls hófu 156 kylfingar leik í dag en þeir sem lenda í efstu 30 sætunum eftir sex hringi fá þátttökurétt á Evrópumótaröðinni á næsta ári. Birgir Leifur er í 30.-58. sæti eftir keppni dagsins og stendur því ágætlega að vígi. Hann hefur áður staðið í þessum sporum og nýtur reynslunnar nú. „Það er ekki spurning að reynsla mín af þessum mótum kemur til með að hjálpa mér mikið. Ég hef gengið í gegnum þetta allt áður. Það er auðvitað einhver spenna sem fylgir enda væri annað óeðlilegt.“
Golf Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Nýr Littler? Tólf ára vann heimsmeistarann Sport Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Telja sprungur komnar í samband stjórans við stjörnuna Enski boltinn Markvörður City: „Liverpool ekki besti hlutinn af Bretlandi“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Formúla 1 Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Fleiri fréttir Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira