Enski boltinn

Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pep Guardiola minnir stuðningsmenn Liverpool á að hann hafi unnið sex Englandsmeistaratitla.
Pep Guardiola minnir stuðningsmenn Liverpool á að hann hafi unnið sex Englandsmeistaratitla. getty/Visionhaus

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, bjóst ekki við söngvum stuðningsmanna Liverpool um að hann yrði rekinn úr starfi.

Liverpool vann City á Anfield í gær, 2-0. City-menn hafa nú leikið sjö leiki í röð án þess að vinna, eitthvað sem hefur aldrei gerst á stjóraferli Guardiolas.

Stuðningsmenn Liverpool stríddu Guardiola með því að syngja að hann yrði rekinn í fyrramálið. Guardiola svaraði fyrir sig með því að halda sex fingrum á lofti, til marks um Englandsmeistaratitlana sex sem hann hefur unnið með City.

„Ég bjóst ekki við þessu á Anfield,“ sagði Guardiola um söngva stuðningsmanna Liverpool.

„Ég bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool en þetta er fínu lagi. Þetta er hluti af leiknum og ég skil þetta fullkomlega. Við höfum háð ótrúlegar orustur og ég ber virðingu fyrir þeim.“

Eftir úrslit helgarinnar er City í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 23 stig, ellefu stigum á eftir Liverpool sem er á toppnum. City hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð í fyrstsa sinn síðan 2008.

„Á öllum völlum vill fólk láta reka mig. Þetta byrjaði gegn Brighton. Kannski hafa þeir rétt fyrir sér miðað við úrslitin sem við höfum náð,“ sagði Guardiola.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×