Margrét Pála fær Barnamenningarverðlaun 1. desember 2007 11:24 Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og höfundur Hjallastefnunnar, hlýtur Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2007. Verðlaunin hlýtur Margrét Pála fyrir óbilandi trú á að gera megi betur í uppeldis- og skólamálum, fyrir að hrinda hugsjónum sínum í verk með Hjallastefnunni og fyrir þau mannbætandi áhrif sem hún hefur haft á íslenskt skólastarf. Verðlaunafé Barnamenningarverðlaunanna nemur 2 milljónum króna. Kári Stefánsson, stofnandi Velferðarsjóðs barna, afhendir Margréti Pálu Ólafsdóttur verðlaunin við athöfn í Iðnó í laugardaginn 1. des. Að auki afhendir Kári henni silfurgrip sem ber heitið "Börn að vaxa úr grasi" eftir gullsmiðina Dýrfinnu Torfadóttur og Finn Þórðarson. Barnakór Kársnesskóla syngur við athöfnina og Guðni Ágústsson alþingismaður les upp kafla um fátækleg bernskujól úr nýútkominni ævisögu sinni. Við sama tækifæri verður úthlutað 6,2 milljónum króna úr Velferðarsjóði barna til fjögurra verkefna sem ætlað er að bæta hag barna hér á landi. Gauraflokkurinn hlýtur 2 milljónir króna og hefur áður hlotið 1,5 milljónir króna úr Velferðarsjóði barna. Um er að ræða uppbyggingarstarf fyrir 10-12 ára drengi sem eru ofvirkir eða með skyldar hegðunarraskanir. Starfið með þeim fer fram í Vatnaskógi og síðastliðið sumar tóku 50 drengir þátt. Verkefnið hefur tekist afar vel og var ákveðið að styðja það áfram. Markmið þess er að auka sjálfstraust drengjanna og hafa uppbyggileg áhrif á sjálfsmynd þeirra. Ábyrgðarmenn verkefnisins eru Bóas Valþórsson sálfræðingur og Barna- og unglingageðdeild Landspítala og sér Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga. Laugarneskirkja og samstarfsaðilar hennar hljóta 1 milljón króna. Annars vegar til verkefnisins Adrenalín gegn rasisma, sem er 8 ára gamalt samstarfsverkefni Laugarneskirkju, Laugalækjarskóla og nýbúadeildar Austurbæjarskóla. Þar koma 9. og 10. bekkingar saman í því augnamiði að eignast nýja vini af ólíku þjóðerni. Umsjón með starfinu hafa sr. Hildur Eir Bolladóttir og Stella Rún Steinþórsdóttir. Hins vegar er Harðjaxlar, sem er nýtt verkefni í samvinnu Laugarneskirkju og Landhelgisgæslunnar, þar sem 7. bekkingar úr Laugalækjarskóla mæla sér mót við fatlaða jafnaldra sína. Uppeldismarkmið Harðjaxla er að að börnin efli með sér félagslega og tilfinningalega færni sem yfirstígur þá þröskulda sem gjarnan aðgreinir fatlaða og ófatlaða í samfélagi okkar. Móttakan í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Kópavogi. 1,2 milljónir króna eru veittar til að endurbæta móttökuna og gera hana hlýlegri og meira aðlaðandi fyrir börn og foreldra. Sett verður upp fiskabúr, leikföngum verður fjölgað, veggir málaðir og húsgögn endurnýjuð, jafnt fyrir litla sem stóra búka. Blátt áfram - björt framtíð hlýtur 2 milljónir króna til að halda úti fræðslu fyrir skólastarfsfólk um hvernig greina megi kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og bregðast við því. Námskeið eru haldin í leikskólum og grunnskólum. Félagasamtökin Blátt áfram eiga frumkvæðið að þessu verkefni og stýra því. Íslensk erfðagreining stofnaði Velferðarsjóð barna fyrir rúmlega 7 árum og lagði til stofnframlag sjóðsins, rúmlega hálfan milljarð króna. Frá stofnun hans hefur verið úthlutað um 450 milljónum króna til margvíslegra verkefna. Markmið sjóðsins er að hlúa að velferð og hagsmunum barna. Í stjórn Velferðarsjóðs barna sitja Gunnþórunn Jónsdóttir, Kári Stefánsson og Sólveig Guðmundsdóttir. Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Margrét Pála Ólafsdóttir, skólastjóri og höfundur Hjallastefnunnar, hlýtur Barnamenningarverðlaun Velferðarsjóðs barna árið 2007. Verðlaunin hlýtur Margrét Pála fyrir óbilandi trú á að gera megi betur í uppeldis- og skólamálum, fyrir að hrinda hugsjónum sínum í verk með Hjallastefnunni og fyrir þau mannbætandi áhrif sem hún hefur haft á íslenskt skólastarf. Verðlaunafé Barnamenningarverðlaunanna nemur 2 milljónum króna. Kári Stefánsson, stofnandi Velferðarsjóðs barna, afhendir Margréti Pálu Ólafsdóttur verðlaunin við athöfn í Iðnó í laugardaginn 1. des. Að auki afhendir Kári henni silfurgrip sem ber heitið "Börn að vaxa úr grasi" eftir gullsmiðina Dýrfinnu Torfadóttur og Finn Þórðarson. Barnakór Kársnesskóla syngur við athöfnina og Guðni Ágústsson alþingismaður les upp kafla um fátækleg bernskujól úr nýútkominni ævisögu sinni. Við sama tækifæri verður úthlutað 6,2 milljónum króna úr Velferðarsjóði barna til fjögurra verkefna sem ætlað er að bæta hag barna hér á landi. Gauraflokkurinn hlýtur 2 milljónir króna og hefur áður hlotið 1,5 milljónir króna úr Velferðarsjóði barna. Um er að ræða uppbyggingarstarf fyrir 10-12 ára drengi sem eru ofvirkir eða með skyldar hegðunarraskanir. Starfið með þeim fer fram í Vatnaskógi og síðastliðið sumar tóku 50 drengir þátt. Verkefnið hefur tekist afar vel og var ákveðið að styðja það áfram. Markmið þess er að auka sjálfstraust drengjanna og hafa uppbyggileg áhrif á sjálfsmynd þeirra. Ábyrgðarmenn verkefnisins eru Bóas Valþórsson sálfræðingur og Barna- og unglingageðdeild Landspítala og sér Sigurður Grétar Sigurðsson, sóknarprestur á Hvammstanga. Laugarneskirkja og samstarfsaðilar hennar hljóta 1 milljón króna. Annars vegar til verkefnisins Adrenalín gegn rasisma, sem er 8 ára gamalt samstarfsverkefni Laugarneskirkju, Laugalækjarskóla og nýbúadeildar Austurbæjarskóla. Þar koma 9. og 10. bekkingar saman í því augnamiði að eignast nýja vini af ólíku þjóðerni. Umsjón með starfinu hafa sr. Hildur Eir Bolladóttir og Stella Rún Steinþórsdóttir. Hins vegar er Harðjaxlar, sem er nýtt verkefni í samvinnu Laugarneskirkju og Landhelgisgæslunnar, þar sem 7. bekkingar úr Laugalækjarskóla mæla sér mót við fatlaða jafnaldra sína. Uppeldismarkmið Harðjaxla er að að börnin efli með sér félagslega og tilfinningalega færni sem yfirstígur þá þröskulda sem gjarnan aðgreinir fatlaða og ófatlaða í samfélagi okkar. Móttakan í Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins í Kópavogi. 1,2 milljónir króna eru veittar til að endurbæta móttökuna og gera hana hlýlegri og meira aðlaðandi fyrir börn og foreldra. Sett verður upp fiskabúr, leikföngum verður fjölgað, veggir málaðir og húsgögn endurnýjuð, jafnt fyrir litla sem stóra búka. Blátt áfram - björt framtíð hlýtur 2 milljónir króna til að halda úti fræðslu fyrir skólastarfsfólk um hvernig greina megi kynferðislegt ofbeldi gegn börnum og bregðast við því. Námskeið eru haldin í leikskólum og grunnskólum. Félagasamtökin Blátt áfram eiga frumkvæðið að þessu verkefni og stýra því. Íslensk erfðagreining stofnaði Velferðarsjóð barna fyrir rúmlega 7 árum og lagði til stofnframlag sjóðsins, rúmlega hálfan milljarð króna. Frá stofnun hans hefur verið úthlutað um 450 milljónum króna til margvíslegra verkefna. Markmið sjóðsins er að hlúa að velferð og hagsmunum barna. Í stjórn Velferðarsjóðs barna sitja Gunnþórunn Jónsdóttir, Kári Stefánsson og Sólveig Guðmundsdóttir.
Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira