Ísland með í friðarviðræðum Guðjón Helgason skrifar 22. apríl 2008 18:30 Ísland gæti orðið viðræðuvettvangur deilenda fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er niðurstaða fundar utanríkisráðherra með Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna í dag. Íslendingar hafa skipað sérstakan sendifulltrúa gagnvart Palestínumönnum. Abbas kom til Íslands í gærkvöldi. Í morgun fór hann til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum. Á blaðamannfundi ræddi Abbas aðkomu smáríkja að friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs og fundi Jimmy Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, með leiðtogum Hamas. „Carter hefur, líkt og allir aðrir sem hafa fundað með leiðtogum Hamas, gefið þeim rétt ráð. Hann báð þá um að samþykkja tveggja ríkja lausnina og samkomulagið sem PLO og ríkisstjórn Ísraels hefðu undirritað," sagði Abbas. „Því miður hlustuðu þeir ekki á þessi ráð eins og ég hefði vonað. Þess vegna var niðurstaða heimsóknar Carters, fyrrverandi forseta, ekki sú sem við áttum von á." Síðdegis átti Abbas fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Þórður Ægir Óskarsson var þá kynntur sem sérlegur sendifulltrúi Íslands gagnvart Palestínu, ígildi sendiherra. „Þetta er fremur mikilvæg ákvörðun og við metum hana mikils einfaldlega vegna þess að hún endurspeglar ekki einunings þrá Íslendinga eftir friði mili Palestínumanna og Ísraela heldur áhuga alþjóðasamfélagsins á að ná friðarsamkomulagi." Á fundinum í Ráðherrabústaðnum var einnig ræddur möguleikinn á að ísraelskir og palestínskir þingmenn gætu notað Ísland sem fundarstað í friðarviðræðum í framtíðinni. „Það var ákveðið á þessum fundi með Abbas forseta að við myndum beita okkur fyrir þessu," sagði utanríkisráðherra. „Og nú er bara að fara að vinna í því." Þórður Ægir segist nú byrja að undirbúa slíka fundi sem verði spennandi verkefni. Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira
Ísland gæti orðið viðræðuvettvangur deilenda fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta er niðurstaða fundar utanríkisráðherra með Mahmoud Abbas, forseti heimastjórnar Palestínumanna í dag. Íslendingar hafa skipað sérstakan sendifulltrúa gagnvart Palestínumönnum. Abbas kom til Íslands í gærkvöldi. Í morgun fór hann til fundar við Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, á Bessastöðum. Á blaðamannfundi ræddi Abbas aðkomu smáríkja að friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs og fundi Jimmy Carters, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, með leiðtogum Hamas. „Carter hefur, líkt og allir aðrir sem hafa fundað með leiðtogum Hamas, gefið þeim rétt ráð. Hann báð þá um að samþykkja tveggja ríkja lausnina og samkomulagið sem PLO og ríkisstjórn Ísraels hefðu undirritað," sagði Abbas. „Því miður hlustuðu þeir ekki á þessi ráð eins og ég hefði vonað. Þess vegna var niðurstaða heimsóknar Carters, fyrrverandi forseta, ekki sú sem við áttum von á." Síðdegis átti Abbas fund með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, utanríkisráðherra, í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í Reykjavík. Þórður Ægir Óskarsson var þá kynntur sem sérlegur sendifulltrúi Íslands gagnvart Palestínu, ígildi sendiherra. „Þetta er fremur mikilvæg ákvörðun og við metum hana mikils einfaldlega vegna þess að hún endurspeglar ekki einunings þrá Íslendinga eftir friði mili Palestínumanna og Ísraela heldur áhuga alþjóðasamfélagsins á að ná friðarsamkomulagi." Á fundinum í Ráðherrabústaðnum var einnig ræddur möguleikinn á að ísraelskir og palestínskir þingmenn gætu notað Ísland sem fundarstað í friðarviðræðum í framtíðinni. „Það var ákveðið á þessum fundi með Abbas forseta að við myndum beita okkur fyrir þessu," sagði utanríkisráðherra. „Og nú er bara að fara að vinna í því." Þórður Ægir segist nú byrja að undirbúa slíka fundi sem verði spennandi verkefni.
Fréttir Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Fleiri fréttir Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ Sjá meira