Bankahólfið: Baldur flottur á því 30. apríl 2008 00:01 Baldur Guðnason Baldur Guðnason hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi á umliðnum árum, en lítið hefur þó farið fyrir honum eftir að hann hætti sem forstjóri Eimskips fyrir skemmstu. Eins og fram kom í upphafi mánaðarins seldi Baldur Eimskipafélaginu bréf fyrir hálfan þriðja milljarð, en viðskiptin voru hluti af lokauppgjöri vegna starfsloka Baldurs hjá félaginu. Voru bréfin sölutryggð miðað við gengi á kaupdegi og þurfti Eimskip því að taka á sig tæplega 900 milljóna króna tap, en hlutabréf í Eimskip höfðu lækkað umtalsvert í millitíðinni, eins og margt annað á markaðnum. Vinir Baldurs hafa fengið að njóta þessa, því á dögunum tók forstjórinn fyrrverandi sig til og bauð 20-30 manna hópi í sannkallaða lúxusferð með einkaþotu á leik í ensku knattspyrnunni með öllu tilheyrandi. Lending hvað?Tuttugu ára verðbólgumet, hæstu vextir meðal þróaðra ríkja og lánsfjárerfiðleikar er veruleiki sem blasir við íslensku atvinnulífi í dag, sem og heimilunum í landinu. Búast má við að mörgum hitni í hamsi við þær verðbætur sem bætast við lán heimilanna um næstu og þarnæstu mánaðamót og engum dylst að góðærið hefur tekið enda og napur raunveruleikinn blasir við, heldur hráslagalegur. Í þannig ástandi er heldur hlálegt að helstu hagfræðingar þjóðarinnar skuli enn deila sín í millum um hvort lending íslensks hagkerfis teljist hörð eða vera snertilending. Af hverju nefnir enginn brotlendingu? Hverjum datt í hug að blanda flugmannamáli inn í þjóðhagfræðina sem hingað til hefur átt hugtök sem hæfa ástandinu hverju sinni?Nú lágu Danir í þvíBréf í djásni dansks fjármálalífs, Danske Bank, féllu nokkuð í verði í gær eftir ársfjórðungsuppgjör sem olli nokkrum vonbrigðum. Hagnaður bankans minnkaði um þrjátíu prósent frá sama tímabili í fyrra og var um tveir milljarðar danskra króna. Heildartekjur drógust verulega saman, en rekstrarkostnaður jókst hins verulega.Á undanförnum árum hefur Danski bankinn, eins og kunnugt er, margoft lýst yfir miklum áhyggjum af íslensku bönkunum og stöðu þeirra, en í dönskum fjölmiðlum í gær mátti sjá vangaveltur um að ef til vill ætti bankinn að líta sér nær í þeim efnum. Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Baldur Guðnason hefur verið áberandi í íslensku viðskiptalífi á umliðnum árum, en lítið hefur þó farið fyrir honum eftir að hann hætti sem forstjóri Eimskips fyrir skemmstu. Eins og fram kom í upphafi mánaðarins seldi Baldur Eimskipafélaginu bréf fyrir hálfan þriðja milljarð, en viðskiptin voru hluti af lokauppgjöri vegna starfsloka Baldurs hjá félaginu. Voru bréfin sölutryggð miðað við gengi á kaupdegi og þurfti Eimskip því að taka á sig tæplega 900 milljóna króna tap, en hlutabréf í Eimskip höfðu lækkað umtalsvert í millitíðinni, eins og margt annað á markaðnum. Vinir Baldurs hafa fengið að njóta þessa, því á dögunum tók forstjórinn fyrrverandi sig til og bauð 20-30 manna hópi í sannkallaða lúxusferð með einkaþotu á leik í ensku knattspyrnunni með öllu tilheyrandi. Lending hvað?Tuttugu ára verðbólgumet, hæstu vextir meðal þróaðra ríkja og lánsfjárerfiðleikar er veruleiki sem blasir við íslensku atvinnulífi í dag, sem og heimilunum í landinu. Búast má við að mörgum hitni í hamsi við þær verðbætur sem bætast við lán heimilanna um næstu og þarnæstu mánaðamót og engum dylst að góðærið hefur tekið enda og napur raunveruleikinn blasir við, heldur hráslagalegur. Í þannig ástandi er heldur hlálegt að helstu hagfræðingar þjóðarinnar skuli enn deila sín í millum um hvort lending íslensks hagkerfis teljist hörð eða vera snertilending. Af hverju nefnir enginn brotlendingu? Hverjum datt í hug að blanda flugmannamáli inn í þjóðhagfræðina sem hingað til hefur átt hugtök sem hæfa ástandinu hverju sinni?Nú lágu Danir í þvíBréf í djásni dansks fjármálalífs, Danske Bank, féllu nokkuð í verði í gær eftir ársfjórðungsuppgjör sem olli nokkrum vonbrigðum. Hagnaður bankans minnkaði um þrjátíu prósent frá sama tímabili í fyrra og var um tveir milljarðar danskra króna. Heildartekjur drógust verulega saman, en rekstrarkostnaður jókst hins verulega.Á undanförnum árum hefur Danski bankinn, eins og kunnugt er, margoft lýst yfir miklum áhyggjum af íslensku bönkunum og stöðu þeirra, en í dönskum fjölmiðlum í gær mátti sjá vangaveltur um að ef til vill ætti bankinn að líta sér nær í þeim efnum.
Á gráa svæðinu Bankahólfið Markaðir Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira