Bjart yfir kafbátasmíði Íslendinga Óli Tynes skrifar 18. september 2008 13:15 Það þarf ekki nema einn mann til að sjósetja Gaiva. MYND/Hafmynd Hátæknifyrirtækið Hafmynd ætlar að gera tilboð í að smíða 65 dvergkafbáta sem verða boðnir út á næstu tólf mánuðum víðsvegar um heiminn. Júlíus B. Benediktsson framkvæmdastjóri Hafmyndar sagði í samtali við Vísi að smíði allra bátanna væri langt yfir þeirra framleiðslugetu. Þeir ætli hinsvegar að gera tilboð í von um að fá eitthvað af verkefnunum. Kafbátar Hafmyndar heita Gaiva. Þeir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Júlíus sagði að þeir byndu meðal annars vonir við að selja olíufyrirtækjum kafbáta. Þau þurfa reglulega að skoða olíuleiðslur á hafsbotni, sem er gríðarmikið fyrirtæki. Við það eru notuð stór skip með djúpsjám og allskonar græjum sem kosta gríðarmikla peninga. Þeir eru nú að hanna forrit til að kenna Gaiva að fylgja olíuleiðslum á hafsbotni. Þeir sjá framá að þegar því sé lokið sé hægt að fara út með Gaiva á gúmmíbáti og henda honum í sjóinn. Hann fylgir svo olíuleiðslunum og myndar þær og kemur aftur eftir nokkrar klukkustundir með þau gögn sem þar. Hafmynd var nýlega ásamt fulltrúum frá bresku hugbúnaðarhúsi að gera tilraunir með þetta og fylgdi kafbáturinn þá skolpleiðslum sem liggja frá Reykjavík út í sjó. Það gekk mjög vel. Fram til þessa hefur Hafmynd meðal annars selt kafbáta sína til Bandaríska sjóhersins, þess Danska og þess Ástralska. Auk þess til Háskóla Íslands, Háskólans í Delaware í Bandaríkjunum, Háskólans í Bresku Kólumbíu í Kanada og Rannsókarráðs Kanada. Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira
Hátæknifyrirtækið Hafmynd ætlar að gera tilboð í að smíða 65 dvergkafbáta sem verða boðnir út á næstu tólf mánuðum víðsvegar um heiminn. Júlíus B. Benediktsson framkvæmdastjóri Hafmyndar sagði í samtali við Vísi að smíði allra bátanna væri langt yfir þeirra framleiðslugetu. Þeir ætli hinsvegar að gera tilboð í von um að fá eitthvað af verkefnunum. Kafbátar Hafmyndar heita Gaiva. Þeir eru sjálfstýrðir og þarf aðeins einn eða tvo menn til að sjósetja þá. Dvergkafbátana er hægt að nota við sprengjuleit, rannsóknir, eftirlit og mælingar neðansjávar á allt að tvö þúsund metra dýpi. Júlíus sagði að þeir byndu meðal annars vonir við að selja olíufyrirtækjum kafbáta. Þau þurfa reglulega að skoða olíuleiðslur á hafsbotni, sem er gríðarmikið fyrirtæki. Við það eru notuð stór skip með djúpsjám og allskonar græjum sem kosta gríðarmikla peninga. Þeir eru nú að hanna forrit til að kenna Gaiva að fylgja olíuleiðslum á hafsbotni. Þeir sjá framá að þegar því sé lokið sé hægt að fara út með Gaiva á gúmmíbáti og henda honum í sjóinn. Hann fylgir svo olíuleiðslunum og myndar þær og kemur aftur eftir nokkrar klukkustundir með þau gögn sem þar. Hafmynd var nýlega ásamt fulltrúum frá bresku hugbúnaðarhúsi að gera tilraunir með þetta og fylgdi kafbáturinn þá skolpleiðslum sem liggja frá Reykjavík út í sjó. Það gekk mjög vel. Fram til þessa hefur Hafmynd meðal annars selt kafbáta sína til Bandaríska sjóhersins, þess Danska og þess Ástralska. Auk þess til Háskóla Íslands, Háskólans í Delaware í Bandaríkjunum, Háskólans í Bresku Kólumbíu í Kanada og Rannsókarráðs Kanada.
Innlent Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Fleiri fréttir Fagna vel heppnaðri aðgerð sem hafi skilað árangri Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Sjá meira