Sparisjóðirnir óska eftir 25 milljörðum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 18. mars 2009 00:01 Framtíðarsýn sparisjóðanna kynnt. Gísli Jafetsson og Guðjón Guðmundsson segja mikilvægt að tryggja tilvist sparisjóða landsins. Mynd/GVA „Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Guðjón segir mikilvægt að sparisjóðirnir sinni hlutverki sínu í nærsamfélaginu og haldi greiðslumiðlun við útlönd á lífi. Eins og staðan sé í dag séu sparisjóðirnir einir um slíkt fyrir tilstuðlan Sparisjóðabankans á sama tíma og greiðslumiðlun viðskiptabankanna þriggja við útlönd, sem ríkið tók yfir í október, fari öll í gegnum Seðlabankann. Sparisjóðirnir eru hins vegar veikburða, laskaðir eftir bankahrunið, og verði að leita allra leiða til að halda þeim gangandi. Þrír sparisjóðir ýmist hafa eru við það að sækja um eiginfjárframlag til fjármálaráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Eiginfjárframlagið miðast lögum samkvæmt við eiginfjárstöðu sparisjóða í árslok 2007 en þá nam hún í heildina 127 milljörðum króna. Miðað við það getur framlag ríkisins orðið að hámarki 25,4 milljarðar króna. Tæpur helmingur framlagsins fellur í skaut Byrs, eða 10,5 milljarðar króna. Fimm milljarðar króna fara til Sparisjóðs Keflavíkur fái umsókn sparisjóðsins vilyrði um framlag. Eins og fram kom á föstudag í síðustu viku ætlar stjórn Byrs að sækja um framlag til fjármálaráðherra í vikunni. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra. Inni í tapinu er arðgreiðsla stofnfjáreigenda upp á 13,5 milljarða króna, líkt og áður hefur komið fram. Guðjón benti á að þótt arðgreiðsla stofnfjáreigenda Byrs hafi verið umdeilanleg verði að horfa til þess að þeir hafi lagt sjóðnum til 26 milljarða króna árið á undan. Þótt þeir hafi fengið helming á móti í arð sé útlit fyrir að eignarhlutur þeirra þynnist gangi áætlanir eftir um eiginfjárframlag ríkisins. Guðjón og Gísli Jafetsson, forstöðumaður fræðslu- og upplýsingamála sparisjóðanna, kynntu framtíðarsýn sparisjóðanna í gær. Tillögurnar hafa verið kynntar ráðamönnum. Þar er lögð áhersla á mikilvægi sparisjóðanna fyrir einstaklinga og millistór fyrirtæki landsins. Tillögurnar fela í sér að sparisjóðunum verði veittar víðtækar heimildir til sameiningar. Gangi það eftir muni sparisjóðum fækka um tæpan helming, eða úr fjórtán í mesta lagi átta. Stefnt er að því að einn til tveir verði starfræktir á suðvesturhorni landsins en fjórir til sex á landsbyggðinni. Þá hafa sparisjóðirnir áætlanir uppi um uppbyggingu á þéttriðnu útibúaneti um allt land, svo sem með yfirtöku eða kaupum á útibúum gömlu viðskiptabankanna. Stefnt er að því að útibú sparisjóðanna verði um sextíu þegar upp verði staðið. Markaðir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Sparisjóðirnir eru að verða einu viðskiptabankarnir sem ekki eru í eigu ríkisins. Það verður að tryggja tilvist þeirra og gæta jafnréttis á íslenskum bankamarkaði," segir Guðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka sparisjóða. Guðjón segir mikilvægt að sparisjóðirnir sinni hlutverki sínu í nærsamfélaginu og haldi greiðslumiðlun við útlönd á lífi. Eins og staðan sé í dag séu sparisjóðirnir einir um slíkt fyrir tilstuðlan Sparisjóðabankans á sama tíma og greiðslumiðlun viðskiptabankanna þriggja við útlönd, sem ríkið tók yfir í október, fari öll í gegnum Seðlabankann. Sparisjóðirnir eru hins vegar veikburða, laskaðir eftir bankahrunið, og verði að leita allra leiða til að halda þeim gangandi. Þrír sparisjóðir ýmist hafa eru við það að sækja um eiginfjárframlag til fjármálaráðherra vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamörkuðum. Eiginfjárframlagið miðast lögum samkvæmt við eiginfjárstöðu sparisjóða í árslok 2007 en þá nam hún í heildina 127 milljörðum króna. Miðað við það getur framlag ríkisins orðið að hámarki 25,4 milljarðar króna. Tæpur helmingur framlagsins fellur í skaut Byrs, eða 10,5 milljarðar króna. Fimm milljarðar króna fara til Sparisjóðs Keflavíkur fái umsókn sparisjóðsins vilyrði um framlag. Eins og fram kom á föstudag í síðustu viku ætlar stjórn Byrs að sækja um framlag til fjármálaráðherra í vikunni. Bankinn tapaði 29 milljörðum króna í fyrra. Inni í tapinu er arðgreiðsla stofnfjáreigenda upp á 13,5 milljarða króna, líkt og áður hefur komið fram. Guðjón benti á að þótt arðgreiðsla stofnfjáreigenda Byrs hafi verið umdeilanleg verði að horfa til þess að þeir hafi lagt sjóðnum til 26 milljarða króna árið á undan. Þótt þeir hafi fengið helming á móti í arð sé útlit fyrir að eignarhlutur þeirra þynnist gangi áætlanir eftir um eiginfjárframlag ríkisins. Guðjón og Gísli Jafetsson, forstöðumaður fræðslu- og upplýsingamála sparisjóðanna, kynntu framtíðarsýn sparisjóðanna í gær. Tillögurnar hafa verið kynntar ráðamönnum. Þar er lögð áhersla á mikilvægi sparisjóðanna fyrir einstaklinga og millistór fyrirtæki landsins. Tillögurnar fela í sér að sparisjóðunum verði veittar víðtækar heimildir til sameiningar. Gangi það eftir muni sparisjóðum fækka um tæpan helming, eða úr fjórtán í mesta lagi átta. Stefnt er að því að einn til tveir verði starfræktir á suðvesturhorni landsins en fjórir til sex á landsbyggðinni. Þá hafa sparisjóðirnir áætlanir uppi um uppbyggingu á þéttriðnu útibúaneti um allt land, svo sem með yfirtöku eða kaupum á útibúum gömlu viðskiptabankanna. Stefnt er að því að útibú sparisjóðanna verði um sextíu þegar upp verði staðið.
Markaðir Viðskipti Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Haukur kveður íþróttafréttamennskuna Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira