Þórunn Sveinbjarnardóttir: Akstur í boði SORPU Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 12. apríl 2010 06:00 Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu SORPU fyrir tæplega 20 árum. Á sínum tíma var stofnun byggðasamlagsins mikið framfaraskref í þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Loksins var fólki - fyrirtækjum og heimilum - gefinn kostur á því að flokka og endurvinna úrgang en slíka þjónustu höfðu mörg Evrópulönd þá boðið árum saman. Enda var SORPU vel tekið og fólk almennt séð duglegt að tileinka sér kosti flokkunar og endurvinnslu með jákvæðum umhverfisáhrifum og virðisauka fyrir samfélagið allt. En nú er öldin önnur og kröfur meiri og strangari, ekki síst til fyrirtækja. Fyrir þau borgar sig að flokka sem mest og minnka umfang úrgangs. Hið sama á því miður ekki við um heimilin á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vilja gera betur og flokka í bláar og grænar tunnur (sem sum sveitarfélaganna bjóða) þurfa að greiða meira en þeir sem henda öllu sínu drasli í svörtu tunnuna. Eða menn aka í næstu endurvinnslustöð til að skila flokkuðum úrgangi. Vissulega eru grenndargámar víða en betur má ef duga skal. Í heimabæ mínum, Garðabæ, eru grenndargámar á einum stað í tíu þúsund manna sveitarfélagi. Engin endurvinnslustöð er í bænum lengur. Hún hefur verið flutt til Hafnarfjarðar og akstur í hana að minnsta kosti tvöfaldast með tilheyrandi tilkostnaði. Þetta verður að teljast öfugþróun og í hrópandi ósamræmi við markmið hins opinbera um að draga úr urðun úrgangs. Á kosningavori hefði mátt búast við því að frambjóðendur allra stjórnmálaflokka berðust um hylli kjósenda meðal annars með því að bjóða betri þjónustu við sorphirðu og endurvinnslu, en ekki með því að lengja vegalengdir og flækja líf þeirra sem þó leggja sig fram við flokkun og endurvinnslu. Það hlýtur að vera verðugt verkefni frambjóðenda til sveitarstjórna að bjóða íbúum Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Álftaness, Seltjarnarness og Reykjavíkur þjónustu á þessu sviði sem er hvort tveggja í senn; í takt við tímann og verðlögð með tilliti til markmiða umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélögin sjö á höfuðborgarsvæðinu stofnuðu SORPU fyrir tæplega 20 árum. Á sínum tíma var stofnun byggðasamlagsins mikið framfaraskref í þjónustu við íbúa höfuðborgarsvæðisins. Loksins var fólki - fyrirtækjum og heimilum - gefinn kostur á því að flokka og endurvinna úrgang en slíka þjónustu höfðu mörg Evrópulönd þá boðið árum saman. Enda var SORPU vel tekið og fólk almennt séð duglegt að tileinka sér kosti flokkunar og endurvinnslu með jákvæðum umhverfisáhrifum og virðisauka fyrir samfélagið allt. En nú er öldin önnur og kröfur meiri og strangari, ekki síst til fyrirtækja. Fyrir þau borgar sig að flokka sem mest og minnka umfang úrgangs. Hið sama á því miður ekki við um heimilin á höfuðborgarsvæðinu. Þeir sem vilja gera betur og flokka í bláar og grænar tunnur (sem sum sveitarfélaganna bjóða) þurfa að greiða meira en þeir sem henda öllu sínu drasli í svörtu tunnuna. Eða menn aka í næstu endurvinnslustöð til að skila flokkuðum úrgangi. Vissulega eru grenndargámar víða en betur má ef duga skal. Í heimabæ mínum, Garðabæ, eru grenndargámar á einum stað í tíu þúsund manna sveitarfélagi. Engin endurvinnslustöð er í bænum lengur. Hún hefur verið flutt til Hafnarfjarðar og akstur í hana að minnsta kosti tvöfaldast með tilheyrandi tilkostnaði. Þetta verður að teljast öfugþróun og í hrópandi ósamræmi við markmið hins opinbera um að draga úr urðun úrgangs. Á kosningavori hefði mátt búast við því að frambjóðendur allra stjórnmálaflokka berðust um hylli kjósenda meðal annars með því að bjóða betri þjónustu við sorphirðu og endurvinnslu, en ekki með því að lengja vegalengdir og flækja líf þeirra sem þó leggja sig fram við flokkun og endurvinnslu. Það hlýtur að vera verðugt verkefni frambjóðenda til sveitarstjórna að bjóða íbúum Garðabæjar, Kópavogs, Hafnarfjarðar, Álftaness, Seltjarnarness og Reykjavíkur þjónustu á þessu sviði sem er hvort tveggja í senn; í takt við tímann og verðlögð með tilliti til markmiða umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun