Ódýrar og einfaldar gjafir frá hjartanu 1. janúar 2010 00:01 Signý Jóna Hreinsdóttir ásamt sonum sínum, Gunnlaugi Erni, átta ára og óskírðum tveggja mánaða. Fréttablaðið/Arnþór Signý Jóna Hreinsdóttir býr gjarnan til jólagjafir handa vinum og ættingjum. Gjafirnar gleðja munn og maga og eru ekki flóknar í framkvæmd. „Þetta eru ódýrar, einfaldar og sniðugar gjafahugmyndir fyrir munn og maga," segir Signý Jóna Hreinsdóttir, deildarstjóri hjá Mílu, um matar-jólagjafir sem hún útbýr fyrir vini og ættingja. „Gjafirnar eru persónulegar þannig að ég bý þær helst til með einhvern ákveðinn í huga," segir Signý Jóna. „Amerísku pönnukökurnar eru til dæmis fyrir þá sem hafa engan tíma til að spá í uppskriftir en þykir voða sniðugt að fá svona tilbúið," segir hún. „Mörgum finnst eflaust undarlegt að gefa hveiti í krukku, en í þessu tilviki er um skemmtilega hugmynd að ræða og skemmtilega gjöf. Þá er líka sniðugt að láta fylgja með eina flösku af hlynsírópi sem er ómissandi með amerískum pönnukökum," segir Signý Jóna. „Maður byrjar á því að fara í verslunarleiðangur og kaupa ódýrar glerkrukkur af ýmsum stærðum og gerðum. Fallegar og ódýrar pappaöskjur má fá víða ásamt pappírspokum sem fylla má af ýmsu góðgæti. Í bókabúðum má svo fá límmiða sem fallegt er að líma á krukkur og pappaspjöld og þar fæst einnig sellófan og slaufuborðar sem nýtast vel við innpökkun á heimatilbúnum gjöfum," segir Signý Jóna. Hún segir að í bókabúðum fáist líka þykk pappaspjöld undir fallegar kveðjur og/eða skilaboð sem festa megi við gjafirnar. „Uppskriftirnar eru allar mjög einfaldar og fljótlegar í framkvæmd og fela í sér fjölbreyttar og sniðugar lausnir til að setja í krukku, kassa, poka eða á kökudiska," segir Signý Jóna. Hún segir fólk geta notað uppáhalds smákökuuppskriftina sína og bestu muffins-uppskriftina en fyrst og fremst eigi hugmyndaflugið að fá að njóta sín og gjöfin að koma frá hjartanu. „Hummus er einfalt að búa til. Það er gott á bragðið og hollt í maga og svo er mjög sniðugt að setja það í fallega skreytta krukku og gefa," segir Signý Jóna. Hún segir hægt að gefa krukkuna eina og sér eða láta naan-brauð og ólívukrukku fylgja með. „Það má raða þessu saman, til dæmis í körfu sem pakkað er inn í sellófan og þá er komin glæsileg gjöf til vina og vandamanna," segir hún. „Muffins-kökunum má raða á fallegan kökudisk, pakka sellófani utan um og binda saman með slaufu og öðru skrauti," segir Signý Jóna og bætir við að ódýra kökudiska megi víða fá fyrir lítinn pening. Þá megi einnig klippa út botn úr þykkum pappa, pakka honum inn í fallegan pappír og nota sem kökudisk. „Önnur hugmynd er að fylla fallegan gjafapappírspoka með muffins-kökum og gefa með fallegri kveðju," segir Signý Jóna. Kosturinn við muffins-kökurnar sé að þær geymist vel yfir jólin og sé alltaf gott að grípa í. Þá segir Signý Jóna tilvalið að raða góðum smákökum í litla sæta gjafakassa og gefa. Þá sé fallegt að setja sellófan í botninn á kassanum og raða kökunum síðan ofan á hann. Loks segir hún skemmtilega gjöf felast í því að gefa fólki nammi í skál. Hún segir súkkulaðirúsínur og salthnetur í krukku vera nammi sem öllum finnist gott og sé því ágæt lausn. Signý Jóna segist allt of sjaldan gefa sér tíma til að útbúa slíkar heimagerðar jólagjafir. Hún hafi þó mikla ánægju af gerð slíkra gjafa. Ekki skemmi að gjafirnar geti vinir og ættingjar vel gert saman. „Þetta getur verið hluti af jólaundirbúningnum og svo tekur þetta miklu styttri tíma en maður heldur," segir Signý Jóna.Amerísk pönnukökublanda í krukku Í glerkrukku eru settir 2 bollar af hveiti, 2 tsk. af lyftidufti, 1 tsk. af salti og ein msk. af sykri. Krukkan er skreytt með límmiðum og slaufu auk þess sem miði er festur á krukkuna. Á miðanum þarf að standa að aðeins þurfi að bæta við blönduna 2 eggjum, 3 bollum af mjólk og 4 msk. af olíu. Blöndurnar þarf að hræra vel saman og þá getur viðkomandi bakað hinar glæsilegustu amerísku pönnukökur þegar honum hentar. Sniðugt er að láta fylgja með flösku af hlynsírópi sem er ómissandi með amerískum pönnukökum.Súkkulaðirúsínur og salthnetur í krukku Setjið til helminga súkkulaðirúsínur og salthnetur í krukku og blandið vel saman. Skreytið krukkuna með fallegum borða og gefið. Nammisnakk sem öllum finnst gott.Englamuffins Innihald: 2 egg, 2 dl sykur, 1 dl mjólk eða súrmjólk, 100 g brætt smjörlíki, 3 dl hveiti, 2 tsk. lyftiduft, 1 tsk. vanillusykur, 1 msk. kakó (má sleppa). Uppskriftin miðast við 12 stykki. Egg og sykur er þeytt vel saman og afganginum af uppskriftinni bætt saman við og hrært vel saman. Deigið sett í 12 pappírsform og bakað í 20 mín. við 180 gráðu hita.Tjúttarar í kassa Tjúttarar í kassa 35-40 stk.: 1 dl sykur, 250 g smjör og 300 g hveiti. Marengs: 2 eggjahvítur og 4 msk. sykur. Hnoðið saman sykur, smjör og hveiti. Skiptið deiginu í tvo hluta og látið stutta stund í kæli. Á meðan eru eggjahvíturnar þeyttar vel og síðan er sykrinum blandað saman við þeyttu hvíturnar. Hver deighluti er flattur þunnt út í aflangan ferning. Best er að fletja deigið út með bökunarpappír undir og ofan á. Marengsblöndunni er skipt í tvennt og hvorum helmingi smurt á deighlutana. Deiginu er rúllað upp í lengju eins og rúllutertu og sett í kæli í u.þ.b. hálftíma. Þegar rúllurnar eru komnar úr ísskápnum er þeim rúllað aðeins svo að marengsfyllingin jafnist aðeins út. Lengjurnar eru skornar í um 1 cm breiðar sneiðar sem raðað er á bökunarplötu. Kökurnar eru bakaðar við 200 gráður í fimm mínútur, þá er hitinn lækkaður niður í 170 gráður og þær bakaðar áfram í 10-15 mín eða þangað til þær eru fallega brúnar.Hummus í krukku Innihald: 1 dós kjúklingabaunir, 2 hvítlauksrif, ½ búnt steinselja, 2 msk. tahini (finnst í heilsuhillunum), 1 dl ferskur sítrónusafi, 1 msk. tamarisósa eða sojasósa, 2 msk. ólívuolía. Kjúklingabaunirnar eru skolaðar og sigtaðar og settar í matvinnsluvél ásamt hvítlauksrifjunum og steinseljunni. Maukað vel og afganginum af uppskriftinni bætt saman við. Sett í krukku og gefið. Hummus geymist vel í kæli í viku. Sniðugt að láta fylgja með á korti með krukkunni leiðbeiningar um með hverju hummusið er best, t.d. með brauði, kexi og grænmeti ýmiss konar. Bollakökur Föndur Hummus Jólamatur Pönnukökur Uppskriftir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólanótt í Kasthvammi Jól Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól Jól Smákökusamkeppni Jól Jólabakstur fyrir alla fjölskylduna Jól Jól Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Jólakaffi með kanil og rjóma Jól Trúum á allt sem gott er Jól
Signý Jóna Hreinsdóttir býr gjarnan til jólagjafir handa vinum og ættingjum. Gjafirnar gleðja munn og maga og eru ekki flóknar í framkvæmd. „Þetta eru ódýrar, einfaldar og sniðugar gjafahugmyndir fyrir munn og maga," segir Signý Jóna Hreinsdóttir, deildarstjóri hjá Mílu, um matar-jólagjafir sem hún útbýr fyrir vini og ættingja. „Gjafirnar eru persónulegar þannig að ég bý þær helst til með einhvern ákveðinn í huga," segir Signý Jóna. „Amerísku pönnukökurnar eru til dæmis fyrir þá sem hafa engan tíma til að spá í uppskriftir en þykir voða sniðugt að fá svona tilbúið," segir hún. „Mörgum finnst eflaust undarlegt að gefa hveiti í krukku, en í þessu tilviki er um skemmtilega hugmynd að ræða og skemmtilega gjöf. Þá er líka sniðugt að láta fylgja með eina flösku af hlynsírópi sem er ómissandi með amerískum pönnukökum," segir Signý Jóna. „Maður byrjar á því að fara í verslunarleiðangur og kaupa ódýrar glerkrukkur af ýmsum stærðum og gerðum. Fallegar og ódýrar pappaöskjur má fá víða ásamt pappírspokum sem fylla má af ýmsu góðgæti. Í bókabúðum má svo fá límmiða sem fallegt er að líma á krukkur og pappaspjöld og þar fæst einnig sellófan og slaufuborðar sem nýtast vel við innpökkun á heimatilbúnum gjöfum," segir Signý Jóna. Hún segir að í bókabúðum fáist líka þykk pappaspjöld undir fallegar kveðjur og/eða skilaboð sem festa megi við gjafirnar. „Uppskriftirnar eru allar mjög einfaldar og fljótlegar í framkvæmd og fela í sér fjölbreyttar og sniðugar lausnir til að setja í krukku, kassa, poka eða á kökudiska," segir Signý Jóna. Hún segir fólk geta notað uppáhalds smákökuuppskriftina sína og bestu muffins-uppskriftina en fyrst og fremst eigi hugmyndaflugið að fá að njóta sín og gjöfin að koma frá hjartanu. „Hummus er einfalt að búa til. Það er gott á bragðið og hollt í maga og svo er mjög sniðugt að setja það í fallega skreytta krukku og gefa," segir Signý Jóna. Hún segir hægt að gefa krukkuna eina og sér eða láta naan-brauð og ólívukrukku fylgja með. „Það má raða þessu saman, til dæmis í körfu sem pakkað er inn í sellófan og þá er komin glæsileg gjöf til vina og vandamanna," segir hún. „Muffins-kökunum má raða á fallegan kökudisk, pakka sellófani utan um og binda saman með slaufu og öðru skrauti," segir Signý Jóna og bætir við að ódýra kökudiska megi víða fá fyrir lítinn pening. Þá megi einnig klippa út botn úr þykkum pappa, pakka honum inn í fallegan pappír og nota sem kökudisk. „Önnur hugmynd er að fylla fallegan gjafapappírspoka með muffins-kökum og gefa með fallegri kveðju," segir Signý Jóna. Kosturinn við muffins-kökurnar sé að þær geymist vel yfir jólin og sé alltaf gott að grípa í. Þá segir Signý Jóna tilvalið að raða góðum smákökum í litla sæta gjafakassa og gefa. Þá sé fallegt að setja sellófan í botninn á kassanum og raða kökunum síðan ofan á hann. Loks segir hún skemmtilega gjöf felast í því að gefa fólki nammi í skál. Hún segir súkkulaðirúsínur og salthnetur í krukku vera nammi sem öllum finnist gott og sé því ágæt lausn. Signý Jóna segist allt of sjaldan gefa sér tíma til að útbúa slíkar heimagerðar jólagjafir. Hún hafi þó mikla ánægju af gerð slíkra gjafa. Ekki skemmi að gjafirnar geti vinir og ættingjar vel gert saman. „Þetta getur verið hluti af jólaundirbúningnum og svo tekur þetta miklu styttri tíma en maður heldur," segir Signý Jóna.Amerísk pönnukökublanda í krukku Í glerkrukku eru settir 2 bollar af hveiti, 2 tsk. af lyftidufti, 1 tsk. af salti og ein msk. af sykri. Krukkan er skreytt með límmiðum og slaufu auk þess sem miði er festur á krukkuna. Á miðanum þarf að standa að aðeins þurfi að bæta við blönduna 2 eggjum, 3 bollum af mjólk og 4 msk. af olíu. Blöndurnar þarf að hræra vel saman og þá getur viðkomandi bakað hinar glæsilegustu amerísku pönnukökur þegar honum hentar. Sniðugt er að láta fylgja með flösku af hlynsírópi sem er ómissandi með amerískum pönnukökum.Súkkulaðirúsínur og salthnetur í krukku Setjið til helminga súkkulaðirúsínur og salthnetur í krukku og blandið vel saman. Skreytið krukkuna með fallegum borða og gefið. Nammisnakk sem öllum finnst gott.Englamuffins Innihald: 2 egg, 2 dl sykur, 1 dl mjólk eða súrmjólk, 100 g brætt smjörlíki, 3 dl hveiti, 2 tsk. lyftiduft, 1 tsk. vanillusykur, 1 msk. kakó (má sleppa). Uppskriftin miðast við 12 stykki. Egg og sykur er þeytt vel saman og afganginum af uppskriftinni bætt saman við og hrært vel saman. Deigið sett í 12 pappírsform og bakað í 20 mín. við 180 gráðu hita.Tjúttarar í kassa Tjúttarar í kassa 35-40 stk.: 1 dl sykur, 250 g smjör og 300 g hveiti. Marengs: 2 eggjahvítur og 4 msk. sykur. Hnoðið saman sykur, smjör og hveiti. Skiptið deiginu í tvo hluta og látið stutta stund í kæli. Á meðan eru eggjahvíturnar þeyttar vel og síðan er sykrinum blandað saman við þeyttu hvíturnar. Hver deighluti er flattur þunnt út í aflangan ferning. Best er að fletja deigið út með bökunarpappír undir og ofan á. Marengsblöndunni er skipt í tvennt og hvorum helmingi smurt á deighlutana. Deiginu er rúllað upp í lengju eins og rúllutertu og sett í kæli í u.þ.b. hálftíma. Þegar rúllurnar eru komnar úr ísskápnum er þeim rúllað aðeins svo að marengsfyllingin jafnist aðeins út. Lengjurnar eru skornar í um 1 cm breiðar sneiðar sem raðað er á bökunarplötu. Kökurnar eru bakaðar við 200 gráður í fimm mínútur, þá er hitinn lækkaður niður í 170 gráður og þær bakaðar áfram í 10-15 mín eða þangað til þær eru fallega brúnar.Hummus í krukku Innihald: 1 dós kjúklingabaunir, 2 hvítlauksrif, ½ búnt steinselja, 2 msk. tahini (finnst í heilsuhillunum), 1 dl ferskur sítrónusafi, 1 msk. tamarisósa eða sojasósa, 2 msk. ólívuolía. Kjúklingabaunirnar eru skolaðar og sigtaðar og settar í matvinnsluvél ásamt hvítlauksrifjunum og steinseljunni. Maukað vel og afganginum af uppskriftinni bætt saman við. Sett í krukku og gefið. Hummus geymist vel í kæli í viku. Sniðugt að láta fylgja með á korti með krukkunni leiðbeiningar um með hverju hummusið er best, t.d. með brauði, kexi og grænmeti ýmiss konar.
Bollakökur Föndur Hummus Jólamatur Pönnukökur Uppskriftir Mest lesið Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin Jólanótt í Kasthvammi Jól Bo Hall: Þakklátur fyrir öll jól Jól Smákökusamkeppni Jól Jólabakstur fyrir alla fjölskylduna Jól Jól Jól Heimagerður brjóstsykur Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Jólakaffi með kanil og rjóma Jól Trúum á allt sem gott er Jól