Á að kasta Perlu fyrir svín? Friðrik Haraldsson skrifar 13. október 2011 06:00 Nýlega hrökk ég upp við vondan draum um að selja ætti Perluna í Reykjavík. Þangað hef ég um árabil farið sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn til að þeir geti á einum stað kynnst borginni, fengið sér í gogginn, keypt minjagripi, séð Sögusýningu og heillast af fögru útsýni ásamt því að fá upplýsingar um allt sem fyrir augu ber á fimm tungumálum. Mér skilst að 600.000 gestir komi í Perluna á ári. Mætti ætla að það væri nokkurs virði. Perlan er kennileiti í Reykjavík, fögur bygging í sjálfu sér, völundarsmíð sem nú verður niðurskurði nýrra herra að bráð sem hafa sett á hana verðmiða, rúma 2 milljarða króna. Hvað ætli Sigurboginn myndi kosta? Eða dettur einhverjum í hug að Parísarbúar leggist svo lágt að selja hann? Þyki tilfinningasemi ótæk rök skulum við athuga fjármálahliðina. Perlan er nauðsynlegur þáttur í ört vaxandi og gjaldeyrisskapandi ferðaþjónustu og framlag borgarinnar til móttöku á erlendum ferðamönnum. Hvaða ábatasömu starfsemi aðra sjá menn fyrir sér í Perlunni? Varla neina sem stenst lög að óbreyttu. Nema það sé satt sem maður heyrir að húsinu verði breytt í geymslu til að spara fasteignagjöld? Þá væri perlum kastað fyrir svín. Sömu aðilar hafa leigt og annast reksturinn með miklum sóma frá því að Perlan var tekin í notkun 1991. Á sama tímabili hafa verið níu borgarstjórar í Reykjavík. Veitingamennirnir segja mér að látið sé eins og salan á húsinu komi þeim ekki við. Þó eiga þeir tvö ár eftir af leigutíma sínum og hafa borgað leiguna skilvíslega í 20 ár. Mætti ætla að slíkt viðskiptasamband væri einhvers virði. Ég er kannski mest undrandi á því að ferðaþjónustan andmæli ekki þeim hugmyndum hástöfum að selja Perluna hæstbjóðanda. Sjálfur má ég ekki til þess hugsa að eitthvert bílaumboð eða banki kaupi hana undir starfsemi sína því að ég óttast að aðgangi almennings að henni verði lokað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir Skoðun Öfundargenið Torfi H. Tulinius Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Sjá meira
Nýlega hrökk ég upp við vondan draum um að selja ætti Perluna í Reykjavík. Þangað hef ég um árabil farið sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn til að þeir geti á einum stað kynnst borginni, fengið sér í gogginn, keypt minjagripi, séð Sögusýningu og heillast af fögru útsýni ásamt því að fá upplýsingar um allt sem fyrir augu ber á fimm tungumálum. Mér skilst að 600.000 gestir komi í Perluna á ári. Mætti ætla að það væri nokkurs virði. Perlan er kennileiti í Reykjavík, fögur bygging í sjálfu sér, völundarsmíð sem nú verður niðurskurði nýrra herra að bráð sem hafa sett á hana verðmiða, rúma 2 milljarða króna. Hvað ætli Sigurboginn myndi kosta? Eða dettur einhverjum í hug að Parísarbúar leggist svo lágt að selja hann? Þyki tilfinningasemi ótæk rök skulum við athuga fjármálahliðina. Perlan er nauðsynlegur þáttur í ört vaxandi og gjaldeyrisskapandi ferðaþjónustu og framlag borgarinnar til móttöku á erlendum ferðamönnum. Hvaða ábatasömu starfsemi aðra sjá menn fyrir sér í Perlunni? Varla neina sem stenst lög að óbreyttu. Nema það sé satt sem maður heyrir að húsinu verði breytt í geymslu til að spara fasteignagjöld? Þá væri perlum kastað fyrir svín. Sömu aðilar hafa leigt og annast reksturinn með miklum sóma frá því að Perlan var tekin í notkun 1991. Á sama tímabili hafa verið níu borgarstjórar í Reykjavík. Veitingamennirnir segja mér að látið sé eins og salan á húsinu komi þeim ekki við. Þó eiga þeir tvö ár eftir af leigutíma sínum og hafa borgað leiguna skilvíslega í 20 ár. Mætti ætla að slíkt viðskiptasamband væri einhvers virði. Ég er kannski mest undrandi á því að ferðaþjónustan andmæli ekki þeim hugmyndum hástöfum að selja Perluna hæstbjóðanda. Sjálfur má ég ekki til þess hugsa að eitthvert bílaumboð eða banki kaupi hana undir starfsemi sína því að ég óttast að aðgangi almennings að henni verði lokað.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun