Um búðir og umbúðir 2. desember 2011 06:00 Búðir þær sem hugmyndin er að reisa erlendum ferðamönnum á hálendi Íslands eru fyrir margar sakir áhugaverðar. Ætla má að aðstandendur framkvæmdanna útvegi sjálfir gestina og byggi þeim vistarverur í formi glæsilegustu hótelmannvirkja sem litið hafa teikniborð. Þar með kemur erlent fjármagn inn í landið sem fræðimenn, aðrir lærðir og ráðherrar fagna, því að þá þurfum við eiginlega ekkert að gera sjálf. Eftir vel heppnaða markaðssetningu í heimalandi framkvæmdaraðila verða tugir þúsunda gesta sendir í ferðamannabúðirnar. Hér á Íslandi vekur það mikla gleði hversu hratt hefur tekist að koma þessu í framkvæmd og hversu gríðarlegum ágóða það skilar. Ferðalangarnir brosa einnig glaðir eftir dvölina í fínu búðunum þegar þeir yfirgefa landið mórauðir af leirfoki úr Hálslóni. Á aðeins örfáum árum hefur svo framkvæmdaraðilum tekist að senda þangað áhugasama landsmenn sína í hundraða þúsunda tali á ári. 300 ferkílómetra landsvæði fer létt með að anna því. Og íslenska þjóðin verður glaðari og glaðari. En. Það er glórulaust að aka fimm hundruð þúsund til milljón ferðamönnum á ári í rútum frá Keflavíkurflugvelli að Grímsstöðum á Fjöllum. Þess vegna fá framkvæmdaraðilar að sjálfsögðu að leggja þar flugbrautir. Ekki er ólíklegt að á þeirra móðurmáli heiti golfvöllur flugvöllur. Hvort tveggja krefst álíka landsvæðis. Völlurinn er nú þegar á teikniborðinu. Í hótelbyggingunum verða ýmis tæki og tól. Lítil ratsjárstöð sem þurfti um þúsund fermetra fyrir tuttugu árum rúmast ágætlega í því sem nemur einni uppþvottavél í dag. Á 300 ferkílómetra svæði má koma mörgum slíkum fyrir, bæði ofanjarðar og neðan. Einnig komast mörg hundruð ferðalangar fyrir í einni breiðþotu sem í raun getur verið umbúðir fljúgandi njósnavirkis. Stundum er talað um að verja landið fyrir utanaðkomandi ógn. Meðalagjöf innan frá virðist ósköp saklaus á byrjunarstigi. Og hver ætlar að stugga við framkvæmdaraðilum á þeirra eigin landsvæði? Það getur verið snúið þar sem þeir eru með íslenska lofthelgi í hendi sér. Alla uppbyggingu er rökréttast að vinna út frá miðju. Það er því einfaldara að vinna sig út frá hálendinu og niður á strönd en frá ströndinni og upp. Eins og dropi sem fellur í spegilslétt vatn. Spegilslétta vatnið verður í rólegheitum að vinna sig kerfisbundið út frá snertingu dropans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Búðir þær sem hugmyndin er að reisa erlendum ferðamönnum á hálendi Íslands eru fyrir margar sakir áhugaverðar. Ætla má að aðstandendur framkvæmdanna útvegi sjálfir gestina og byggi þeim vistarverur í formi glæsilegustu hótelmannvirkja sem litið hafa teikniborð. Þar með kemur erlent fjármagn inn í landið sem fræðimenn, aðrir lærðir og ráðherrar fagna, því að þá þurfum við eiginlega ekkert að gera sjálf. Eftir vel heppnaða markaðssetningu í heimalandi framkvæmdaraðila verða tugir þúsunda gesta sendir í ferðamannabúðirnar. Hér á Íslandi vekur það mikla gleði hversu hratt hefur tekist að koma þessu í framkvæmd og hversu gríðarlegum ágóða það skilar. Ferðalangarnir brosa einnig glaðir eftir dvölina í fínu búðunum þegar þeir yfirgefa landið mórauðir af leirfoki úr Hálslóni. Á aðeins örfáum árum hefur svo framkvæmdaraðilum tekist að senda þangað áhugasama landsmenn sína í hundraða þúsunda tali á ári. 300 ferkílómetra landsvæði fer létt með að anna því. Og íslenska þjóðin verður glaðari og glaðari. En. Það er glórulaust að aka fimm hundruð þúsund til milljón ferðamönnum á ári í rútum frá Keflavíkurflugvelli að Grímsstöðum á Fjöllum. Þess vegna fá framkvæmdaraðilar að sjálfsögðu að leggja þar flugbrautir. Ekki er ólíklegt að á þeirra móðurmáli heiti golfvöllur flugvöllur. Hvort tveggja krefst álíka landsvæðis. Völlurinn er nú þegar á teikniborðinu. Í hótelbyggingunum verða ýmis tæki og tól. Lítil ratsjárstöð sem þurfti um þúsund fermetra fyrir tuttugu árum rúmast ágætlega í því sem nemur einni uppþvottavél í dag. Á 300 ferkílómetra svæði má koma mörgum slíkum fyrir, bæði ofanjarðar og neðan. Einnig komast mörg hundruð ferðalangar fyrir í einni breiðþotu sem í raun getur verið umbúðir fljúgandi njósnavirkis. Stundum er talað um að verja landið fyrir utanaðkomandi ógn. Meðalagjöf innan frá virðist ósköp saklaus á byrjunarstigi. Og hver ætlar að stugga við framkvæmdaraðilum á þeirra eigin landsvæði? Það getur verið snúið þar sem þeir eru með íslenska lofthelgi í hendi sér. Alla uppbyggingu er rökréttast að vinna út frá miðju. Það er því einfaldara að vinna sig út frá hálendinu og niður á strönd en frá ströndinni og upp. Eins og dropi sem fellur í spegilslétt vatn. Spegilslétta vatnið verður í rólegheitum að vinna sig kerfisbundið út frá snertingu dropans.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar