Nöfn fórnarlambanna væntanlega birt í dag HH skrifar 15. desember 2012 13:17 Mynd/AFP Tvítugur karlmaður sem skaut tuttugu börn og sjö fullorðna til bana í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum í gærmorgun er talinn hafa undirbúið sig fyrir vel fjöldamorðin áður en hann lét til skara skríða. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina en nöfn hinna látnu verða væntanlega birt í dag. Mörg hundruð sóttu í gærkvöldi minningarathöfn um hina látnu sem haldin var í kaþólsku kirkjunni í Newton. Íbúar bæjarins eru harmi slegnir en þar búa einungis tuttugu og sjö þúsund og því þekktu margir fórnarlömbin persónulega. Fjöldi kom einnig saman fyrir utan Hvíta húsið til að minnast þeirra sem létust en fólkið krafðist að Barack Obama forseti myndi beita sér fyrir því að herða lög um byssueign í landinu. Í ávarpi í gærkvöldi sagði Obama, með tárin í augunum, að bandaríska þjóðina hefði upplifað alltof marga harmleiki líkt og fjöldamorðin í gær og að stjórnvöld yrðu nú að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig, allir yrðu að vinna sama og að pólitíkin mætti ekki koma í veg fyrir þá vinnu. Nöfn hinna látnu hafa enn ekki verið birt en búist er við að lögregla birti þau í dag. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina og vottað ættingjum og vinum hinna látnu samúð sína. Ban ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir það óhugsandi og svívirðilegt að hópur barna hafi verið skotmark árásarmannsins. Það var hinn tuttugu ára gamli Adam Lanza, fyrrverandi nemandi við grunnskólann Sandy Hook, sem gekk þar inn í skotheldu vesti með að minnsta kosti þrjár byssur og hóf að skjóta á nemendur og kennara áður en hann féll fyrir eigin hendi. Skotvopnin voru skráð á móður hans, leikskólakennara við Sandy Hook, en Lanza er grunaður um að hafa skotið hana til bana á heimili þeirra, áður en hann ók á bíl hennar í skólann. Skotárásin stóð yfir í nokkrar mínútur og myrti Lanza alla þá sem hann skaut fyrir utan einn sem nú er á sjúkrahúsi. Lögreglan segir þetta bera þess merki að árásarmaðurinn hafi skipulagt ódæðisverkin vel. Lanza er lýst sem mjög velgefnum en jafnframt ákaflega feimnum og mannfælnum. Bróðir hans hefur sagt í viðtölum við lögregluna að Lanza hafi þjáðst af persónuleikaröskunum og einhverfu. Honum gekk hinsvegar vel í námi sínu í menntaskóla og hafði unnið til nokkrru verðlauna fyrir námsárangur sinn. Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti bekk móður sinnar - svartklæddur og vopnaður hríðskotariffli Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar. 14. desember 2012 23:13 Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi. 14. desember 2012 19:45 Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. 14. desember 2012 18:04 Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum. 14. desember 2012 21:15 Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook. 15. desember 2012 10:04 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Tvítugur karlmaður sem skaut tuttugu börn og sjö fullorðna til bana í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum í gærmorgun er talinn hafa undirbúið sig fyrir vel fjöldamorðin áður en hann lét til skara skríða. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina en nöfn hinna látnu verða væntanlega birt í dag. Mörg hundruð sóttu í gærkvöldi minningarathöfn um hina látnu sem haldin var í kaþólsku kirkjunni í Newton. Íbúar bæjarins eru harmi slegnir en þar búa einungis tuttugu og sjö þúsund og því þekktu margir fórnarlömbin persónulega. Fjöldi kom einnig saman fyrir utan Hvíta húsið til að minnast þeirra sem létust en fólkið krafðist að Barack Obama forseti myndi beita sér fyrir því að herða lög um byssueign í landinu. Í ávarpi í gærkvöldi sagði Obama, með tárin í augunum, að bandaríska þjóðina hefði upplifað alltof marga harmleiki líkt og fjöldamorðin í gær og að stjórnvöld yrðu nú að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig, allir yrðu að vinna sama og að pólitíkin mætti ekki koma í veg fyrir þá vinnu. Nöfn hinna látnu hafa enn ekki verið birt en búist er við að lögregla birti þau í dag. Fjölmargir þjóðarleiðtogar hafa fordæmt árásina og vottað ættingjum og vinum hinna látnu samúð sína. Ban ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir það óhugsandi og svívirðilegt að hópur barna hafi verið skotmark árásarmannsins. Það var hinn tuttugu ára gamli Adam Lanza, fyrrverandi nemandi við grunnskólann Sandy Hook, sem gekk þar inn í skotheldu vesti með að minnsta kosti þrjár byssur og hóf að skjóta á nemendur og kennara áður en hann féll fyrir eigin hendi. Skotvopnin voru skráð á móður hans, leikskólakennara við Sandy Hook, en Lanza er grunaður um að hafa skotið hana til bana á heimili þeirra, áður en hann ók á bíl hennar í skólann. Skotárásin stóð yfir í nokkrar mínútur og myrti Lanza alla þá sem hann skaut fyrir utan einn sem nú er á sjúkrahúsi. Lögreglan segir þetta bera þess merki að árásarmaðurinn hafi skipulagt ódæðisverkin vel. Lanza er lýst sem mjög velgefnum en jafnframt ákaflega feimnum og mannfælnum. Bróðir hans hefur sagt í viðtölum við lögregluna að Lanza hafi þjáðst af persónuleikaröskunum og einhverfu. Honum gekk hinsvegar vel í námi sínu í menntaskóla og hafði unnið til nokkrru verðlauna fyrir námsárangur sinn.
Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Myrti bekk móður sinnar - svartklæddur og vopnaður hríðskotariffli Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar. 14. desember 2012 23:13 Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi. 14. desember 2012 19:45 Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. 14. desember 2012 18:04 Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum. 14. desember 2012 21:15 Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook. 15. desember 2012 10:04 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Myrti bekk móður sinnar - svartklæddur og vopnaður hríðskotariffli Adam Lanza sem myrti 26 nemendur og kennara í grunnskólanum Sandy Hook í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjum fyrr í dag, er grunaður um aðild að einu morði til viðbótar. 14. desember 2012 23:13
Lík fannst á heimili manns sem tengdur er árásinni Enn er ekki vitað hvort að vígamaðurinn í grunnskólanum Sandy Hook í Connecticut hafi verið einn á ferð. Lögregluyfirvöld í bænum Newtown hafa staðfest að einn árásarmaðurinn hafi fallið á vettvangi. 14. desember 2012 19:45
Harmleikur í Connecticut - ein versta skotárás í sögu Bandaríkjanna Hátt í þrjátíu féllu í skotárás í grunnskóla í bænum Newtown í Connecticut í Bandaríkjunum í dag. Yfirvöld í Newtown hafa staðfest að 18 börn létust í árásinni. 14. desember 2012 18:04
Myrti móður sína fyrst - 20 börn látin í Newtown Fjöldamorðinginn í Newtown í Connecticut-ríki í Bandaríkjunum hét Adam Lanza. Hann var 20 ára gamall og lést á vettvangi í Newtown. Lögregluyfirvöld hafa ekki staðfest hvort að Lanza hafi svipt sig lífi eða hvort að hann var felldur af lögreglumönnum. 14. desember 2012 21:15
Árásarmaðurinn vel gefinn en mannfælinn Fjöldi kom saman fyrir utan Hvíta Húsið í gærkvöldi til að minnast þeirra tuttugu barna og sjö fullorðinna sem féllu í skotárás sem gerð var á grunnskólann Sandy Hook. 15. desember 2012 10:04