Er píkan óhrein? Katrín og Anna Tara skrifar 3. apríl 2014 22:20 Kristín talar um að konan og píkan hafi ekki verið óhreinar, séu ekki óhreinar og verði það aldrei frekar en typpi eða karlmenn. Kynlegir kvistir ræddu við Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarmann um sýninguna hennar Sköpunarverk þar sem píkur eru aðal viðfangsefnið. Viðtalið má finna hér. Um sýninguna segir Kristín: „Í rauninni er umfjöllunarefni sýningarinnar bara lífið sjálft. Það má eldast, það má vera eins og maður er, án þess að þurfa að beygja sig undir staðalímyndir æskudýrkunar, fullkomnunaráráttu og endalausrar sjálfsgagnrýni.“ Kristín segir sjálfsgagnrýnina sem konur beiti sjálfa sig vera á kostnað gleðinnar yfir því að vera til og fá að vera eins og maður er. Í dag sé alltof margt í okkar tilveru sem beinist að hugmyndum um hvernig konur eigi að líta út, vera ungar, sætar og grannar. Aðspurð hvaðan þörfin til þess að vekja athygli á píkum hafi komið segir Kristín ástæðuna vera að þær séu svo frábærar. „Fátt í tilverunni er jafn misnotað sem hugtak eins og sköpunarfæri og kynfæri kvenna.“ Með sýningunni vildi Kristín fá þá virðingu sem píkunni ber.Þegar Kristín er spurð hvort sýningin eigi að vera ádeila á það sem kalla má ,,hreinleika konunnar” veltir hún upp spurningunni hvort konan hafi einhvern tímann verið óhrein. Kristín talar um að konan og píkan hafi ekki verið óhreinar, séu ekki óhreinar og verði það aldrei frekar en typpi eða karlmenn. Kristín segir að konur eigi að vera sáttar við sig eins og þær bókstaflega eru, vera sáttar við það að eldast og að þær eigi að fá að vera kynverur fram eftir öllum aldri. „Viðhorfið á bak við ég er til og ég er fín eins og ég er er hugsunarháttur sem við þurfum að passa upp á alltaf,“ segir Kristín. Heimasíðu Kristínar má finna hér. Facebook síða Kynlegra Kvista. Harmageddon Mest lesið Dagskrá Nordic Playlist Radio Bar heldur áfram í dag Harmageddon Púlsinn 18.ágúst 2014 Harmageddon Abbey Road kveikti neistann Harmageddon Sannleikurinn: Stjörnurnar minnast Philip Seymour Hoffman Harmageddon Sannleikurinn: Útvarpsstjóri bjargast úr rústum RÚV Harmageddon Hljómsveitin Filter í viðtali við X-ið 977 Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Hljómsveitin The Pixies snýr aftur með nýtt efni Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon
Kynlegir kvistir ræddu við Kristínu Gunnlaugsdóttur myndlistarmann um sýninguna hennar Sköpunarverk þar sem píkur eru aðal viðfangsefnið. Viðtalið má finna hér. Um sýninguna segir Kristín: „Í rauninni er umfjöllunarefni sýningarinnar bara lífið sjálft. Það má eldast, það má vera eins og maður er, án þess að þurfa að beygja sig undir staðalímyndir æskudýrkunar, fullkomnunaráráttu og endalausrar sjálfsgagnrýni.“ Kristín segir sjálfsgagnrýnina sem konur beiti sjálfa sig vera á kostnað gleðinnar yfir því að vera til og fá að vera eins og maður er. Í dag sé alltof margt í okkar tilveru sem beinist að hugmyndum um hvernig konur eigi að líta út, vera ungar, sætar og grannar. Aðspurð hvaðan þörfin til þess að vekja athygli á píkum hafi komið segir Kristín ástæðuna vera að þær séu svo frábærar. „Fátt í tilverunni er jafn misnotað sem hugtak eins og sköpunarfæri og kynfæri kvenna.“ Með sýningunni vildi Kristín fá þá virðingu sem píkunni ber.Þegar Kristín er spurð hvort sýningin eigi að vera ádeila á það sem kalla má ,,hreinleika konunnar” veltir hún upp spurningunni hvort konan hafi einhvern tímann verið óhrein. Kristín talar um að konan og píkan hafi ekki verið óhreinar, séu ekki óhreinar og verði það aldrei frekar en typpi eða karlmenn. Kristín segir að konur eigi að vera sáttar við sig eins og þær bókstaflega eru, vera sáttar við það að eldast og að þær eigi að fá að vera kynverur fram eftir öllum aldri. „Viðhorfið á bak við ég er til og ég er fín eins og ég er er hugsunarháttur sem við þurfum að passa upp á alltaf,“ segir Kristín. Heimasíðu Kristínar má finna hér. Facebook síða Kynlegra Kvista.
Harmageddon Mest lesið Dagskrá Nordic Playlist Radio Bar heldur áfram í dag Harmageddon Púlsinn 18.ágúst 2014 Harmageddon Abbey Road kveikti neistann Harmageddon Sannleikurinn: Stjörnurnar minnast Philip Seymour Hoffman Harmageddon Sannleikurinn: Útvarpsstjóri bjargast úr rústum RÚV Harmageddon Hljómsveitin Filter í viðtali við X-ið 977 Harmageddon Íslensk hljómsveit hitar upp fyrir The Pixies Harmageddon Hljómsveitin The Pixies snýr aftur með nýtt efni Harmageddon Vantar þig sykur? Harmageddon Axl Rose fordæmir forseta Indónesíu Harmageddon