Orðum fylgir ábyrgð Sabine Leskopf skrifar 28. maí 2014 15:29 Undanfarna daga hefur öfgafull umræða átt sér stað sem oddviti Framsóknarinnar kveikti með orðum sínum. Orðið rasismi hefur fallið oftar en einu sinni, en það á ekki við hér, því umræðan snýst ekki um ákveðinn kynþátt heldur ótta við hið ókunna, sem er ein af frumhvötum mannsins. Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki eða höfum mjög óljósar hugmyndir um. Þessa hvöt hyggst Framsóknarflokkurinn nú nýta sér í örvæntingu sinni og kjördagurinn leiðir í ljós hvort fólk lætur afvegaleiða sig á þennan hátt. En það er eitt sem kemur ofar í hugann en atkvæðin á laugardaginn og það eru afleiðingar þessarar umræðu. Hvað þýðir það að fólk talar um málefni múslíma og þar af leiðandi málefni innflytjenda almennt á þennan hátt í kaffistofum landsins, við kvöldmatarborðið fyrir framan börnin sín? Hvaða áhrif hefur þetta á börn sem heyra foreldra sína tala svona, fullir af áhyggjum og ótta? Hvernig taka þessi börn svo á móti börnum af erlendum uppruna í skólanum næsta dag? Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að börn af erlendum uppruna verða nú þegar fyrir einelti í meiri mæli en önnur börn. Er oddviti Framsóknarflokksins virkilega tilbúinn að kaupa sér atkvæði á kostnað þeirra? Þann 10. maí var haldið upp á Fjölmenningardag Reykjavíkurborgar þar sem við fögnuðum fjölbreytileikanum, þetta er borg eins og við viljum hafa hana, borg sem er litrík og skemmtileg, sem ber virðingu fyrir öllu því jákvæða sem fólk flytur með sér alls staðar að úr heiminum. En einn dagur á ári er ekki nóg. Samfylkingin vill gera alla daga ársins að fjölmenningardögum og bjóða öllum börnum samfélag sem skiptir þeim ekki í fyrsta og annan flokk. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Sabine Leskopf Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hefur öfgafull umræða átt sér stað sem oddviti Framsóknarinnar kveikti með orðum sínum. Orðið rasismi hefur fallið oftar en einu sinni, en það á ekki við hér, því umræðan snýst ekki um ákveðinn kynþátt heldur ótta við hið ókunna, sem er ein af frumhvötum mannsins. Við erum hrædd við það sem við þekkjum ekki eða höfum mjög óljósar hugmyndir um. Þessa hvöt hyggst Framsóknarflokkurinn nú nýta sér í örvæntingu sinni og kjördagurinn leiðir í ljós hvort fólk lætur afvegaleiða sig á þennan hátt. En það er eitt sem kemur ofar í hugann en atkvæðin á laugardaginn og það eru afleiðingar þessarar umræðu. Hvað þýðir það að fólk talar um málefni múslíma og þar af leiðandi málefni innflytjenda almennt á þennan hátt í kaffistofum landsins, við kvöldmatarborðið fyrir framan börnin sín? Hvaða áhrif hefur þetta á börn sem heyra foreldra sína tala svona, fullir af áhyggjum og ótta? Hvernig taka þessi börn svo á móti börnum af erlendum uppruna í skólanum næsta dag? Rannsóknir hér á landi hafa sýnt að börn af erlendum uppruna verða nú þegar fyrir einelti í meiri mæli en önnur börn. Er oddviti Framsóknarflokksins virkilega tilbúinn að kaupa sér atkvæði á kostnað þeirra? Þann 10. maí var haldið upp á Fjölmenningardag Reykjavíkurborgar þar sem við fögnuðum fjölbreytileikanum, þetta er borg eins og við viljum hafa hana, borg sem er litrík og skemmtileg, sem ber virðingu fyrir öllu því jákvæða sem fólk flytur með sér alls staðar að úr heiminum. En einn dagur á ári er ekki nóg. Samfylkingin vill gera alla daga ársins að fjölmenningardögum og bjóða öllum börnum samfélag sem skiptir þeim ekki í fyrsta og annan flokk.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun