Jólasveinar eru taldir þrettán 1. nóvember 2014 09:00 Ef vel er að gáð sjást Steingrímur og Sledda, Lækjaræsir, Litlipungur og Örvadrumbur á myndinni. Visir/AP Jólasveinar eru taldir þrettán og kemur sá fyrsti hálfum mánuði fyrir jól og síðan einn hvern dag til jóla og eins haga þeir brottferð sinni eftir jólin. Gamalt fólk hafði það fyrir vana að sletta floti á eldhúsveggi á Þorláksmessu þegar kjötið var soðið og hurfu þessar slettur síðan því jólasveinar sleiktu þær.En þessi eru nöfn jólasveina eftir því sem réttorður kvenmaður hefur heyrt: Tífill, Tútur, Baggi, Lútur, Rauður, Redda, Steingrímur og Sledda, Lækjaræsir, Bjálminn sjálfur, Bjálmans barnið, Litlipungur, Örvadrumbur. Konur jólasveinanna eru páskadísirnar og koma þær til híbýla mennskra manna um páskaleytið.Nöfn jólasveina (eftir annari sögn): Tífall og Tútur, Baggi og Hnútur, Rauður og Redda, Steingrímur og Sledda, sjálfur Bjálfinn og Bjálfans barnið, Bitahængir, Froðusleikir, Gluggagægir og Syrjusleikir.(Eftir enn annari sögn): Jólasveinar eru níu talsins og heita: Gáttaþefur, Gluggagægir, Pottasleikir og Pönnuskuggi, Guttormur og Bandaleysir, Lampaskuggi, Klettaskora. Þeir kveða: Upp á stól stendur mín kanna, níu nóttum fyrir jól, þá kem ég til manna. Jólasveinar var sagt að kæmu til heimila með jólaföstunni með stóra hatta á höfðum, búklausir, en kloflangir upp að herðum og sæktu eftir floti. Aðrir sögðu þeir sæktu ekki til bæja fyrr en rúmri viku fyrir jólin og staðfestu það með kvæði þessu: Níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna. Upp á hól stendur mín kanna. Best áttu þeir að þrífast á þeim heimilum sem var bölvað á. Um þrettánda dag jóla áttu þeir að safnast saman og drepa þann magrasta.(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar) Jól Mest lesið Gítargripin við Bjart er yfir Betlehem Jólin Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Frumleg jólakort og gamaldags föndur Jólin Karlar í nærbuxum Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Jólin í fyrri daga Jól Búa til eigin jólabjór Jól Saga jólasveinsins Jól Skreyttur skór í gluggann Jólin Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin
Jólasveinar eru taldir þrettán og kemur sá fyrsti hálfum mánuði fyrir jól og síðan einn hvern dag til jóla og eins haga þeir brottferð sinni eftir jólin. Gamalt fólk hafði það fyrir vana að sletta floti á eldhúsveggi á Þorláksmessu þegar kjötið var soðið og hurfu þessar slettur síðan því jólasveinar sleiktu þær.En þessi eru nöfn jólasveina eftir því sem réttorður kvenmaður hefur heyrt: Tífill, Tútur, Baggi, Lútur, Rauður, Redda, Steingrímur og Sledda, Lækjaræsir, Bjálminn sjálfur, Bjálmans barnið, Litlipungur, Örvadrumbur. Konur jólasveinanna eru páskadísirnar og koma þær til híbýla mennskra manna um páskaleytið.Nöfn jólasveina (eftir annari sögn): Tífall og Tútur, Baggi og Hnútur, Rauður og Redda, Steingrímur og Sledda, sjálfur Bjálfinn og Bjálfans barnið, Bitahængir, Froðusleikir, Gluggagægir og Syrjusleikir.(Eftir enn annari sögn): Jólasveinar eru níu talsins og heita: Gáttaþefur, Gluggagægir, Pottasleikir og Pönnuskuggi, Guttormur og Bandaleysir, Lampaskuggi, Klettaskora. Þeir kveða: Upp á stól stendur mín kanna, níu nóttum fyrir jól, þá kem ég til manna. Jólasveinar var sagt að kæmu til heimila með jólaföstunni með stóra hatta á höfðum, búklausir, en kloflangir upp að herðum og sæktu eftir floti. Aðrir sögðu þeir sæktu ekki til bæja fyrr en rúmri viku fyrir jólin og staðfestu það með kvæði þessu: Níu nóttum fyrir jól þá kem ég til manna. Upp á hól stendur mín kanna. Best áttu þeir að þrífast á þeim heimilum sem var bölvað á. Um þrettánda dag jóla áttu þeir að safnast saman og drepa þann magrasta.(Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)
Jól Mest lesið Gítargripin við Bjart er yfir Betlehem Jólin Fjórréttuð hátíðarveisla Jól Frumleg jólakort og gamaldags föndur Jólin Karlar í nærbuxum Jól Mikil og rík hefð fyrir jólaglögginni Jól Jólin í fyrri daga Jól Búa til eigin jólabjór Jól Saga jólasveinsins Jól Skreyttur skór í gluggann Jólin Uppskrift að piparkökuhúsi Jólin