InstaGlamour: Bakvið tjöldin hjá Glamour Ritstjórn skrifar 20. maí 2015 10:57 Það eru fjölbreytt efnistökin í nýjasta Glamour eins og sjá má. Kíktu bak við tjöldin við vinnslu blaðsins með því að fylgjast með Glamour á Instagram. #GlamourIceland / @GlamourIcelandElísabet Alma SvendsenElísabet Alma Svendsen er 28 ára gömul framkvæmdastýra í Hverfisgalleríi. Hún hefur hreiðrað um sig ásamt fjölskyldu sinni í fallegri og bjartri íbúð í 101 sem hún gjörbreytti fyrir ári. Í öðru tölublaði Glamour má sjá fallegt innlit til Elísabetar.Heather Marks Forsíðufyrirsæta annars tölublaðsins er Heather Marks.Myndaþáttinn tók Silja Magg af Heather sem er stórt nafn í tískueiminum. Hún hefur verið á forsíðum blaða á borð við Elle, Marie Claire ogHarpers Bazaar ásamt því að hafa gengið pallana fyrir stærstu tískuhúsin Chanel, Proenza Schouler og Marc Jacobs svo fátt eitt sé nefnt. Umfjöllun í öðru tölublaði Glamour um fyrirsætuhópinn Alda Women vakti heimsathygli! Stórir miðlar á borð við Huffington Post, Us Magazine, People, Pop Sugar og Daily Mail, svo einhverjir séu nefndir hafa fjallað um umfjöllun og myndbirtingu Glamour af Alda Women hópnum þar sem því er hampað að vakin sé athygli á fegurð og fjölbreytileika. Viðtalið við Ingu er tekið af Ólöfu Skaftadóttur, aðstoðarritstjóra Glamour og nær yfir átta síður í blaðinu en myndirnar tók Silja Magg. Þar er fjallað ítarlega um Alda Women-hópinn, hópur fyrirsætna af öllum stærðum og gerðum sem eiga það sameiginlegt að hafa náð langt á ferli sínum. Elva Rut Guðlaugsdóttir er eigandi Plie Listdansskóla og kynntist æfingakerfinu BARRE í Bandaríkjunum og hefur nú þróað námskeið fyrir alla þar sem ballettstöngin er í lykilhlutverki. Æfingarnar auka liðleika, vöðvastyrk og móta líkamann. Í tímunum setur Elva saman krefjandi styrktaræfingar og þolæfingar til þess að ná hámarksárangri.Óttarr ProppéÓttarr Proppé vekur athygli hvert sem hann fer, en hann þykir hafa einstakan stíl og fágaða framkomu, á milli þess sem hann syngur dauðarokk fyrir fullu húsi. Óttarr er Glamour-maður maí mánaðar og segist stoltur að hafa ekki klúðrað meiru.Tinna Bergmann Jónsdóttir er konan á bak við fatamerkið Tiaber. Hún lét draum sinn um að gerast fatahönnuður rætast, fór til London fyrir níu árum og frumsýndi nýlega haust- og vetrarlínu merkisins við góðar undirtektir. Tinna trúir frekar á að búa til trend af slysni en að eltast við þau. Meira um Tinnu og Tiaber í Glamour. Bumbuhópar eru beinlínis hættulegir á köflum segir ljósmóðir í samtali við Glamour. Svokallaðir bumbuhópar hafa sprottið upp á Facebook undanfarið og á þarilgerðum vefsíðum, svo sem draumaborn.is, þar sem konur sem eiga von á sér um svipað leyti geta leitað hver til annarrar og notið stuðnings á meðgöngunni. Ljósmóðir sem Glamour ræddi við segir að hópar sem þessir séu beinlínis hættulegir á köflum. Þarna séu konur sem ekki hafa til þess menntun að ráðleggja hver annarri um mál sem einungis ætti að trúa fagaðilum fyrir. Í blaðinu má einnig finna reynslusögur þriggja kvenna úr bumbuhópum. Margt fleira má finna í nýjasta tölublaði Glamour. Þar má nefna umfjöllun um hönnun og heimili, uppskriftir eftir Oddnýju Magnadóttur, grein eftir sálfræðinginn Hörpu Katrínu Gísladóttir um ofgreiningu á athyglisbrest og grein um snobb og mikilvægi þess eftir leikskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Þá fjallar Svana Lovísa vöruhönnuður og bloggari á Svart á Hvítu á Trendnet um ljós inn á heimilið, Guðrún Vilmundardóttir segir okkur frá uppáhalds borginni sinni, Sigga Dögg kynfræðingur fjallar um rúnkminni og svo mætti lengi telja. Þá fjallar tískuritstjóri og ljósmyndari Glamour, Silja Magg, um trend og tísku, auk þess sem myndaþætti eftir hana er að finna í blaðinu.Glamour fæst í öllum helstu verslunum og í áskrift hér. Glamour Mest lesið Donald Trump fundaði með eiganda Louis Vuitton Glamour Tískusystur sameinast á forsíðu breska Vogue Glamour Englarnir mæta til leiks Glamour Donna Karan hættir Glamour Alexander Wang bætist í hóp hönnuða sem hugsa tískuvikuna upp á nýtt Glamour Öllu tjaldað til hjá Gucci í dag Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour Leið eins og Woody Allen með brjóst Glamour Nýtt förðunartrend frá Suður-Kóreu slær í gegn Glamour Taylor Hill er andlit haustherferðar Topshop Glamour
Kíktu bak við tjöldin við vinnslu blaðsins með því að fylgjast með Glamour á Instagram. #GlamourIceland / @GlamourIcelandElísabet Alma SvendsenElísabet Alma Svendsen er 28 ára gömul framkvæmdastýra í Hverfisgalleríi. Hún hefur hreiðrað um sig ásamt fjölskyldu sinni í fallegri og bjartri íbúð í 101 sem hún gjörbreytti fyrir ári. Í öðru tölublaði Glamour má sjá fallegt innlit til Elísabetar.Heather Marks Forsíðufyrirsæta annars tölublaðsins er Heather Marks.Myndaþáttinn tók Silja Magg af Heather sem er stórt nafn í tískueiminum. Hún hefur verið á forsíðum blaða á borð við Elle, Marie Claire ogHarpers Bazaar ásamt því að hafa gengið pallana fyrir stærstu tískuhúsin Chanel, Proenza Schouler og Marc Jacobs svo fátt eitt sé nefnt. Umfjöllun í öðru tölublaði Glamour um fyrirsætuhópinn Alda Women vakti heimsathygli! Stórir miðlar á borð við Huffington Post, Us Magazine, People, Pop Sugar og Daily Mail, svo einhverjir séu nefndir hafa fjallað um umfjöllun og myndbirtingu Glamour af Alda Women hópnum þar sem því er hampað að vakin sé athygli á fegurð og fjölbreytileika. Viðtalið við Ingu er tekið af Ólöfu Skaftadóttur, aðstoðarritstjóra Glamour og nær yfir átta síður í blaðinu en myndirnar tók Silja Magg. Þar er fjallað ítarlega um Alda Women-hópinn, hópur fyrirsætna af öllum stærðum og gerðum sem eiga það sameiginlegt að hafa náð langt á ferli sínum. Elva Rut Guðlaugsdóttir er eigandi Plie Listdansskóla og kynntist æfingakerfinu BARRE í Bandaríkjunum og hefur nú þróað námskeið fyrir alla þar sem ballettstöngin er í lykilhlutverki. Æfingarnar auka liðleika, vöðvastyrk og móta líkamann. Í tímunum setur Elva saman krefjandi styrktaræfingar og þolæfingar til þess að ná hámarksárangri.Óttarr ProppéÓttarr Proppé vekur athygli hvert sem hann fer, en hann þykir hafa einstakan stíl og fágaða framkomu, á milli þess sem hann syngur dauðarokk fyrir fullu húsi. Óttarr er Glamour-maður maí mánaðar og segist stoltur að hafa ekki klúðrað meiru.Tinna Bergmann Jónsdóttir er konan á bak við fatamerkið Tiaber. Hún lét draum sinn um að gerast fatahönnuður rætast, fór til London fyrir níu árum og frumsýndi nýlega haust- og vetrarlínu merkisins við góðar undirtektir. Tinna trúir frekar á að búa til trend af slysni en að eltast við þau. Meira um Tinnu og Tiaber í Glamour. Bumbuhópar eru beinlínis hættulegir á köflum segir ljósmóðir í samtali við Glamour. Svokallaðir bumbuhópar hafa sprottið upp á Facebook undanfarið og á þarilgerðum vefsíðum, svo sem draumaborn.is, þar sem konur sem eiga von á sér um svipað leyti geta leitað hver til annarrar og notið stuðnings á meðgöngunni. Ljósmóðir sem Glamour ræddi við segir að hópar sem þessir séu beinlínis hættulegir á köflum. Þarna séu konur sem ekki hafa til þess menntun að ráðleggja hver annarri um mál sem einungis ætti að trúa fagaðilum fyrir. Í blaðinu má einnig finna reynslusögur þriggja kvenna úr bumbuhópum. Margt fleira má finna í nýjasta tölublaði Glamour. Þar má nefna umfjöllun um hönnun og heimili, uppskriftir eftir Oddnýju Magnadóttur, grein eftir sálfræðinginn Hörpu Katrínu Gísladóttir um ofgreiningu á athyglisbrest og grein um snobb og mikilvægi þess eftir leikskáldið Tyrfing Tyrfingsson. Þá fjallar Svana Lovísa vöruhönnuður og bloggari á Svart á Hvítu á Trendnet um ljós inn á heimilið, Guðrún Vilmundardóttir segir okkur frá uppáhalds borginni sinni, Sigga Dögg kynfræðingur fjallar um rúnkminni og svo mætti lengi telja. Þá fjallar tískuritstjóri og ljósmyndari Glamour, Silja Magg, um trend og tísku, auk þess sem myndaþætti eftir hana er að finna í blaðinu.Glamour fæst í öllum helstu verslunum og í áskrift hér.
Glamour Mest lesið Donald Trump fundaði með eiganda Louis Vuitton Glamour Tískusystur sameinast á forsíðu breska Vogue Glamour Englarnir mæta til leiks Glamour Donna Karan hættir Glamour Alexander Wang bætist í hóp hönnuða sem hugsa tískuvikuna upp á nýtt Glamour Öllu tjaldað til hjá Gucci í dag Glamour Svartklæddur rauður dregill á MTV-verðlaununum Glamour Leið eins og Woody Allen með brjóst Glamour Nýtt förðunartrend frá Suður-Kóreu slær í gegn Glamour Taylor Hill er andlit haustherferðar Topshop Glamour