Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 13:26 Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir engar breytingar verða á fjölda íbúða, verslana og skrifstofa á Hafnartorgi, ef gengið yrði til samninga við stjórnarráðið um leigu á skrifstofuhúsnæði á svæðinu. Nú sé beðið nánari útfærslu á hugmyndum forsætisráðherra á breyttu útliti bygginga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að hafnar væru viðræður við Landstólpa þróunarfélag um leigu á skrifstofuhúsnæði fyrir stjórnarráðið í væntanlegum byggingum við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. En forsætisráðherra hefur gagnrýnt fyrirhugað útlit bygginganna harðlega sem og byggingarmagnið. Sagði forsætisráðherra að útliti húsanna yrði breytt ef hluti stjórnarráðsins flytti þangað inn. „Við höfum náttúrlega orðið varir við gagnrýni á verkefnið okkar frá forsætisráðherra. Við teljum rétt að staldra aðeins við og fá hugmyndir hans fram. Þannig að það er bara eðlilegt að menn setjist yfir það hvort að hægt sé að vinna málin þannig að allir séu sáttir. Það er sjálfsagt að skoða alla möguleika í þessu,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags.Fjöldi íbúða og verslana verður hinn sami Engar útlitstillögur hefðu enn borist frá forsætisráðuneytinu og nú biðu menn eftir þeim. Framkvæmdum muni ekki seinka vegna þessa því fyrirtækið gefi stjórnarráðinu frest til 12. febrúar til að skila inn tillögum. Þær muni hins vegar engu breyta um fjölda íbúða og verslana í húsunum. „Þessi hluti sem þeir koma til með að taka var alltaf hugsaður sem skrifstofur. Verkefnið skiptist í raun í einn þriðji verslanir, einn þriðji íbúðir og einn þriðji skrifstofur. Þannig að þetta smellpassar eiginlega við okkar áætlanir,“ segir Gísli Steinar. Skrifstofuhlutinn sé á bilinu sex til sjö þúsund fermetrar. Landstólpar hafa unnið að þessu verkefni í um tvö ár og segir Gísli Steinar hönnunarstarf á lokametrunum og framkvæmdir framundan. „Það er náttúrlega ekki hægt að umturna verkefninu,“ segir hann.En þið eruð tilbúnir til að fá tillögur um útlit húsanna frá forsætisráðuneytinu og athuga hvort hægt sé að verða við þeim á öllum byggingareitnum? „Já, við hlustum bara á allar góðar tillögur og vonandi er hægt að leiða þetta þannig að allir geti verið sáttir við einhverja endanlega niðurstöðu,“ segir Gísli Steinar. Þær muni hins vegar rúmast innan gildandi deiliskipulags og því þurfi borgin eða skipulagsyfirvöld hennar ekki að koma að því.En það felur væntanlega einhvern kostnað í sér ef þarf að endurteikna húsin? „Já óneitanlega. En eins og ég segi, ég veit ekki hversu viðamiklar hugmyndir eru í gangi. Þannig að að það verður bara gaman að sjá þær,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Stjórnmálavísir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Sjá meira
Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir engar breytingar verða á fjölda íbúða, verslana og skrifstofa á Hafnartorgi, ef gengið yrði til samninga við stjórnarráðið um leigu á skrifstofuhúsnæði á svæðinu. Nú sé beðið nánari útfærslu á hugmyndum forsætisráðherra á breyttu útliti bygginga. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra upplýsti í fréttum Ríkissjónvarpsins í gær að hafnar væru viðræður við Landstólpa þróunarfélag um leigu á skrifstofuhúsnæði fyrir stjórnarráðið í væntanlegum byggingum við Hafnartorg í miðborg Reykjavíkur. En forsætisráðherra hefur gagnrýnt fyrirhugað útlit bygginganna harðlega sem og byggingarmagnið. Sagði forsætisráðherra að útliti húsanna yrði breytt ef hluti stjórnarráðsins flytti þangað inn. „Við höfum náttúrlega orðið varir við gagnrýni á verkefnið okkar frá forsætisráðherra. Við teljum rétt að staldra aðeins við og fá hugmyndir hans fram. Þannig að það er bara eðlilegt að menn setjist yfir það hvort að hægt sé að vinna málin þannig að allir séu sáttir. Það er sjálfsagt að skoða alla möguleika í þessu,“ segir Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags.Fjöldi íbúða og verslana verður hinn sami Engar útlitstillögur hefðu enn borist frá forsætisráðuneytinu og nú biðu menn eftir þeim. Framkvæmdum muni ekki seinka vegna þessa því fyrirtækið gefi stjórnarráðinu frest til 12. febrúar til að skila inn tillögum. Þær muni hins vegar engu breyta um fjölda íbúða og verslana í húsunum. „Þessi hluti sem þeir koma til með að taka var alltaf hugsaður sem skrifstofur. Verkefnið skiptist í raun í einn þriðji verslanir, einn þriðji íbúðir og einn þriðji skrifstofur. Þannig að þetta smellpassar eiginlega við okkar áætlanir,“ segir Gísli Steinar. Skrifstofuhlutinn sé á bilinu sex til sjö þúsund fermetrar. Landstólpar hafa unnið að þessu verkefni í um tvö ár og segir Gísli Steinar hönnunarstarf á lokametrunum og framkvæmdir framundan. „Það er náttúrlega ekki hægt að umturna verkefninu,“ segir hann.En þið eruð tilbúnir til að fá tillögur um útlit húsanna frá forsætisráðuneytinu og athuga hvort hægt sé að verða við þeim á öllum byggingareitnum? „Já, við hlustum bara á allar góðar tillögur og vonandi er hægt að leiða þetta þannig að allir geti verið sáttir við einhverja endanlega niðurstöðu,“ segir Gísli Steinar. Þær muni hins vegar rúmast innan gildandi deiliskipulags og því þurfi borgin eða skipulagsyfirvöld hennar ekki að koma að því.En það felur væntanlega einhvern kostnað í sér ef þarf að endurteikna húsin? „Já óneitanlega. En eins og ég segi, ég veit ekki hversu viðamiklar hugmyndir eru í gangi. Þannig að að það verður bara gaman að sjá þær,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Stjórnmálavísir Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Fleiri fréttir Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Sjá meira