Áttundi gesturinn á fundi Trump yngri nafngreindur Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júlí 2017 20:48 Starfsmaður rússnesks fasteignafyrirtækis var viðstaddur fund Donalds Trump yngri og rússnesks lögfræðings í Trump-turni í júní á síðasta ári. Starfsmaðurinn, sem starfaði í Bandaríkjunum, er sá áttundi í röð fundargesta sem hafa verið nafngreindir. Starfsmaðurinn heitir Ike Kaveladze en Scott Balber staðfesti að Kaveladze hefði verið á fundinum samkvæmt frétt Washington Post. Barber er lögfræðingur feðganna Emin og Aras Agalarov, fyrrverandi viðskiptafélaga Bandaríkjaforseta. Balber sagði Kaveladze starfa hjá fyrirtæki Agalarov-feðganna og að hann hefði mætt á fundinn sem fulltrúi þeirra. Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. Mueller var skipaður í maí síðastliðnum til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Beiðnin er fyrsta opinbera vísbendingin um að teymi Muellers hafi fundinn í Trump-turni til rannsóknar. Donald Trump yngri mætti til fundar við rússneskan lögfræðing í júní á síðasta ári gegn því að hann fengi þar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður síns. Hann birti sjálfur tölvupósta þess efnis á dögunum en sagði enn fremur ekkert marktækt hafa komið út úr fundinum. Enn hafa ekki allir sem voru viðstaddir fundinn verið nafngreindir en í för með Trump yngri var mágur hans og ráðgjafi Bandaríkjaforseta, Jared Kushner. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Seth Meyers kafaði í fund Trump yngri „Ekkert er of heimskulegt til að vera satt.“ 18. júlí 2017 10:05 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Starfsmaður rússnesks fasteignafyrirtækis var viðstaddur fund Donalds Trump yngri og rússnesks lögfræðings í Trump-turni í júní á síðasta ári. Starfsmaðurinn, sem starfaði í Bandaríkjunum, er sá áttundi í röð fundargesta sem hafa verið nafngreindir. Starfsmaðurinn heitir Ike Kaveladze en Scott Balber staðfesti að Kaveladze hefði verið á fundinum samkvæmt frétt Washington Post. Barber er lögfræðingur feðganna Emin og Aras Agalarov, fyrrverandi viðskiptafélaga Bandaríkjaforseta. Balber sagði Kaveladze starfa hjá fyrirtæki Agalarov-feðganna og að hann hefði mætt á fundinn sem fulltrúi þeirra. Balber sagði jafnframt að hann hefði greint frá nafni Kaveladze að beiðni fulltrúa Robert Mueller. Mueller var skipaður í maí síðastliðnum til að rannsaka meint tengsl starfsmanna forsetaframboðs Donalds Trump við Rússa. Beiðnin er fyrsta opinbera vísbendingin um að teymi Muellers hafi fundinn í Trump-turni til rannsóknar. Donald Trump yngri mætti til fundar við rússneskan lögfræðing í júní á síðasta ári gegn því að hann fengi þar skaðlegar upplýsingar um Hillary Clinton, mótframbjóðanda föður síns. Hann birti sjálfur tölvupósta þess efnis á dögunum en sagði enn fremur ekkert marktækt hafa komið út úr fundinum. Enn hafa ekki allir sem voru viðstaddir fundinn verið nafngreindir en í för með Trump yngri var mágur hans og ráðgjafi Bandaríkjaforseta, Jared Kushner.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47 Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32 Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58 Seth Meyers kafaði í fund Trump yngri „Ekkert er of heimskulegt til að vera satt.“ 18. júlí 2017 10:05 Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Trump yngri kallaður fyrir þingnefnd Formaður nefndarinnar, Chuck Grassley, sagði blaðamönnum í dag að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump eldri, yrði einnig kallaður fyrir nefndina. 13. júlí 2017 15:47
Fyrrverandi njósnari Sovétríkjanna var einnig á fundi Trump yngri Maðurinn er grunaður um að tengjast enn leyniþjónustum austan hafs. 14. júlí 2017 12:32
Trump: Frábær stemning í Hvíta húsinu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að andrúmsloftið í Hvíta húsinu sé frábært, þrátt fyrir að yfir standi umfangsmikil rannsókn á meintum afskiptum Rússa af kosningabaráttu Trump í fyrra. 13. júlí 2017 07:58
Seth Meyers kafaði í fund Trump yngri „Ekkert er of heimskulegt til að vera satt.“ 18. júlí 2017 10:05
Trump segir soninn opinn og saklausan Bandaríkjaforseti segir son sinn verða fyrir barðinu á nornaveiðum. Trump yngri sagði föður sínum ekki frá fundi sem er sagður hluti af stuðningi Rússlandsstjórnar við framboð föður hans. 13. júlí 2017 06:00