Sérstakur rannsakandi velur kviðdómendur Kjartan Kjartansson skrifar 3. ágúst 2017 21:50 Robert Mueller er farinn að spýta í lófana í rannsókninni á Rússum og forsetaframboði Trump. Vísir/AFP Kviðdómur hefur verið skráður í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins er nú sagður rannsaka mögulega fjármálaglæpi bandamanna Donalds Trump.Reuters-fréttastofan og Wall Street Journal greindu frá því í kvöld að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði valið kviðdómendur og er það talið til marks um að aukinn þungi sé að færast í rannsókn hans. Gefnar hafa verið út stefnur vegna hluta rannsóknarinnar. Kviðdómur (e. grand jury) af þessu tagi leggur mat á hvort að saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur. Í samantekt breska ríkisútvarpsins BBC segir að stefnurnar sem hafa verið gefnar út varði fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Þeim hafði verið lofað skaðlegum gögnum um Hillary Clinton sem áttu að vera liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump.Rannsaka mögulega fjármálaglæpiÁ sama tíma segir CNN-fréttastöðin frá því að Mueller og samstarfsmenn hans elti nú peningaslóðina í rannsókn sinni á hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna og embættistöku Trump. Fjárhagsleg tengsl bandamanna forsetans séu frjór jarðvegur fryir rannsakendur. Heimildir CNN herma að rannsakendurnir hafi fært út kvíarnar undanfarið og kanni nú mögulega fjármálaglæpi. Trump varaði Mueller við að rannsaka fjármál sín í nýlegu viðtali. Taldi hann það línu sem rannsakandinn mætti ekki stíga yfir. Hann hefur ekki útilokað að reka Mueller. Ty Cobb, sérstakur lögmaður Hvíta hússins vegna rannsóknarinnar, sagði í dag ekkert benda til þess að forsetinn sé sjálfur til rannsóknar. Fagnaði hann því að aukinn hraði færist í rannsóknina og sagði Hvíta húsið munu vinna með rannsakendum að fullu. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps. 24. júní 2017 07:00 Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti. 16. júní 2017 17:51 Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Kviðdómur hefur verið skráður í tengslum við rannsókn bandarískra yfirvalda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í fyrra. Sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins er nú sagður rannsaka mögulega fjármálaglæpi bandamanna Donalds Trump.Reuters-fréttastofan og Wall Street Journal greindu frá því í kvöld að Robert Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, hefði valið kviðdómendur og er það talið til marks um að aukinn þungi sé að færast í rannsókn hans. Gefnar hafa verið út stefnur vegna hluta rannsóknarinnar. Kviðdómur (e. grand jury) af þessu tagi leggur mat á hvort að saksóknarar hafi nægilega sterkt mál í höndunum til að gefa út ákærur. Í samantekt breska ríkisútvarpsins BBC segir að stefnurnar sem hafa verið gefnar út varði fund Donalds Trump yngri með rússneskum lögmanni í júní í fyrra. Jared Kushner, tengdasonur Trump, og Paul Manafort, þáverandi kosningastjóri hans, voru einnig viðstaddir fundinn. Þeim hafði verið lofað skaðlegum gögnum um Hillary Clinton sem áttu að vera liður í herferð rússneskra stjórnvalda til að hjálpa forsetaframboði Trump.Rannsaka mögulega fjármálaglæpiÁ sama tíma segir CNN-fréttastöðin frá því að Mueller og samstarfsmenn hans elti nú peningaslóðina í rannsókn sinni á hvort að framboð Trump hafi átt samráð við rússnesk stjórnvöld í aðdraganda kosninganna og embættistöku Trump. Fjárhagsleg tengsl bandamanna forsetans séu frjór jarðvegur fryir rannsakendur. Heimildir CNN herma að rannsakendurnir hafi fært út kvíarnar undanfarið og kanni nú mögulega fjármálaglæpi. Trump varaði Mueller við að rannsaka fjármál sín í nýlegu viðtali. Taldi hann það línu sem rannsakandinn mætti ekki stíga yfir. Hann hefur ekki útilokað að reka Mueller. Ty Cobb, sérstakur lögmaður Hvíta hússins vegna rannsóknarinnar, sagði í dag ekkert benda til þess að forsetinn sé sjálfur til rannsóknar. Fagnaði hann því að aukinn hraði færist í rannsóknina og sagði Hvíta húsið munu vinna með rannsakendum að fullu.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps. 24. júní 2017 07:00 Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti. 16. júní 2017 17:51 Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02 Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01 Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38 Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46 Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Trump segir rannsakanda ekki hlutlausan Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, lýsti í gær efasemdum sínum um hlutleysi Roberts Mueller sem rannsakar meint afskipti Rússa af forsetakosningum vestra og möguleg tengsl þeirra við framboð Trumps. 24. júní 2017 07:00
Trump segist vera til rannsóknar fyrir að hafa rekið Comey Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fór á Twitter fyrr í dag og staðfesti það að hann væri til rannsóknar vegna brottvikningar James Comey, fyrrverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, úr embætti. 16. júní 2017 17:51
Kushner sver af sér samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump segist ekki hafa haft neitt samráð við rússneska embættismenn í aðdraganda forsetakosninganna í fyrra og segist ekki kunnugt um að neinn annar sem starfaði við framboðið hafi gert það. Hann ber vitni um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar fyrir luktum dyrum þingnefnda í dag og á morgun. 24. júlí 2017 13:02
Trump gæti rekið rannsakanda Rússatengsla Orðrómar ganga nú fjöllunum hærra að Donald Trump sé að íhuga að reka Robert Mueller, sérstakan rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, sem rannsakar meint tengsl samstarfsmanna foretans við Rússa. 13. júní 2017 08:01
Kushner: Framboð Trump var of óskipulagt til að eiga samráð við Rússa Tengdasonur Donalds Trump Bandaríkjaforseta útskýrði fyrir hópi lærlinga í Bandaríkjaþingi að forsetaframboð tengdaföður síns hafi verið of glundroðakennt til að það hafi getað staðið í samráði við rússnesk stjórnvöld. Blaðafulltrúi Hvíta hússins segir að forsetinn hafi komið að misvísandi yfirlýsingu sem sonur hans gaf út um umdeildan fund með rússneskum lögmanni. 1. ágúst 2017 18:38
Donald Trump yngri hitti rússneskan lögfræðing fyrir kosningarnar Í ljós hefur komið að sonur Bandaríkjaforseta hitti fyrir rússneskan lögfræðing á síðasta ári. 9. júlí 2017 18:46
Trump sagður íhuga að sparka dómsmálaráðherranum Bandaríkjaforseti og bandamenn hans eru sagðir velta fyrir sér eftirmönnum Jeff Sessions, dómsmálaráðherra. Verulega hefur kólnað á milli þeirra tveggja vegna rannsóknar dómsmálaráðuneytisins á meintum tengslum framboðs Trump við Rússa. 25. júlí 2017 09:31