Nýir leikendur á fjármálamarkaði Friðrik Þór Snorrason skrifar 13. september 2017 07:00 Á næsta ári taka gildi innan ESB ný lög um greiðsluþjónustu (e. PSD2) sem eru nokkuð byltingarkennd. Með tilkomu PSD2 er verið að greina á milli framleiðslu og dreifingar fjármálaþjónustu. Í raun er verið að opna markaðinn með svipuðu móti og gert var með fjarskiptamarkaðinn á tíunda áratug síðustu aldar. Opnun fjarskiptamarkaðarins hafði gríðarleg áhrif á vöruframboð og verð fjarskiptaþjónustu innan Evrópu. Þannig minnkaði markaðshlutdeild gömlu ríkisreknu símafyrirtækjanna víðast hvar um helming eða meira og einingarverð að meðaltali um meira en 60%. Það væri hins vegar óráðlegt að heimfæra þróunina af fjarskiptamarkaði 100% yfir á fjármálamarkaðinn þar sem mun meiri samkeppni hefur ríkt á fjármálamarkaði en var við opnun fjarskiptamarkaðarins og sölu ríkissímafyrirtækja til einkaaðila. Sérfræðingar spá því þó að breytingin verði mikil. Þannig eigi leikendum í greiðslumiðlun eftir að fjölga og þeir muni byggja viðskiptamódel sín á allt öðrum tekjugrunni en bankar og kortafyrirtæki gera í dag. Í stað þess að treysta á tekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum munu hinir nýju leikendur líklega byggja viðskiptamódel sín á vinnslu og notkun gagna (t.d. auglýsingar sem birtast með reikningsyfirlitum). Því má búast við að færslu- og þóknunargjöld banka verði undir þrýstingi á komandi árum og hafa sérfræðingar spáð því að þau gætu lækkað frá 40% upp í 80%, en þessar tekjur eru um 20-25% af tekjum viðskiptabanka innan Evrópu.Fjórar sviðsmyndir Ef við spyrjum okkur hverjir nýju leikendurnir á fjármálamarkaðnum gætu orðið, þá er gott við skoða það út frá tveimur víddum. Í fyrsta lagi, hvort leikendur á markaðnum verði fyrst og fremst innlendir aðilar eða hvort markaðurinn einkennist í auknum mæli af því að til sé að verða einn sameiginlegur markaður fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Í öðru lagi hvort leikendur á markaði verði áfram fyrst og fremst hefðbundin fjármálafyrirtæki eða hvort nýir leikendur byrji að skapa sér stöðu á greiðslumarkaðnum eftir að PSD2 tekur gildi. Út frá þessum tveimur víddum má sjá fyrir sér fjórar sviðsmyndir: Óbreyttur markaður þar sem núverandi leikendur, bankar og færsluhirðar, verða áfram allsráðandi í veitingu greiðsluþjónustu. Opinn innlendur markaður þar sem nýir innlendir leikendur, sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki eða jafnvel verslunarkeðjur byrja að marka sér stöðu á markaðnum. Opinn alþjóðlegur markaður þar sem erlend fjártæknifyrirtæki, tæknifyrirtæki og netverslanir byrja að bjóða greiðsluþjónustu hér á landi. Stórir alþjóðlegir bankar verða allsráðandi á markaði hér á landi sem erlendis.Með tilkomu PSD2 er líklegt að nýir leikendur á íslenska greiðslumarkaðnum verði til að byrja með fyrst og fremst innlendir. Íslensk sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki og verslunarkeðjur munu eflaust prófa sig áfram með nýstárlegar PSD2 tengdar þjónustur. Mjög fljótlega er hins vegar líklegt að erlend stórfyrirtæki byrji einnig að bjóða þjónustu sína á Íslandi. Til langtíma stendur íslenskum fjármálafyrirtækjum mun meiri ógn af erlendum stórfyrirtækjum á borð við Amazon Pay, PayPal, AliPay eða Apple Pay en nýjum innlendum samkeppnisaðilum. Tæknirisarnir eru sérfræðingar í að nýta gögn og ljóst að þau munu nýta fjárhagsgögn sem PSD2 veitir aðgengi að til að samtvinna við gnótt annarra gagna sem þau búa yfir til að selja aðra þjónustu til neytenda og fyrirtækja. Færa má þó rök fyrir því að PSD2 og ný reglugerð um persónuvernd jafni í raun samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja gagnvart netrisunum, enda munu þessi fyrirtæki einnig þurfa að opna sýnar gagnalindir fyrir fjármálafyrirtækjunum hafi þau aflað samþykkis viðkomandi viðskiptavinar. Í næsta pistli verður einmitt fjallað um PSD2, nýja reglugerð um persónuvernd og aðgengi þriðja aðila að fjárhagsgögnum. Lengri útgáfu af greininni er að finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Skoðun Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Á næsta ári taka gildi innan ESB ný lög um greiðsluþjónustu (e. PSD2) sem eru nokkuð byltingarkennd. Með tilkomu PSD2 er verið að greina á milli framleiðslu og dreifingar fjármálaþjónustu. Í raun er verið að opna markaðinn með svipuðu móti og gert var með fjarskiptamarkaðinn á tíunda áratug síðustu aldar. Opnun fjarskiptamarkaðarins hafði gríðarleg áhrif á vöruframboð og verð fjarskiptaþjónustu innan Evrópu. Þannig minnkaði markaðshlutdeild gömlu ríkisreknu símafyrirtækjanna víðast hvar um helming eða meira og einingarverð að meðaltali um meira en 60%. Það væri hins vegar óráðlegt að heimfæra þróunina af fjarskiptamarkaði 100% yfir á fjármálamarkaðinn þar sem mun meiri samkeppni hefur ríkt á fjármálamarkaði en var við opnun fjarskiptamarkaðarins og sölu ríkissímafyrirtækja til einkaaðila. Sérfræðingar spá því þó að breytingin verði mikil. Þannig eigi leikendum í greiðslumiðlun eftir að fjölga og þeir muni byggja viðskiptamódel sín á allt öðrum tekjugrunni en bankar og kortafyrirtæki gera í dag. Í stað þess að treysta á tekjur af færslugjöldum, árgjöldum, kortalánum og yfirdráttarvöxtum munu hinir nýju leikendur líklega byggja viðskiptamódel sín á vinnslu og notkun gagna (t.d. auglýsingar sem birtast með reikningsyfirlitum). Því má búast við að færslu- og þóknunargjöld banka verði undir þrýstingi á komandi árum og hafa sérfræðingar spáð því að þau gætu lækkað frá 40% upp í 80%, en þessar tekjur eru um 20-25% af tekjum viðskiptabanka innan Evrópu.Fjórar sviðsmyndir Ef við spyrjum okkur hverjir nýju leikendurnir á fjármálamarkaðnum gætu orðið, þá er gott við skoða það út frá tveimur víddum. Í fyrsta lagi, hvort leikendur á markaðnum verði fyrst og fremst innlendir aðilar eða hvort markaðurinn einkennist í auknum mæli af því að til sé að verða einn sameiginlegur markaður fyrir greiðsluþjónustu innan EES. Í öðru lagi hvort leikendur á markaði verði áfram fyrst og fremst hefðbundin fjármálafyrirtæki eða hvort nýir leikendur byrji að skapa sér stöðu á greiðslumarkaðnum eftir að PSD2 tekur gildi. Út frá þessum tveimur víddum má sjá fyrir sér fjórar sviðsmyndir: Óbreyttur markaður þar sem núverandi leikendur, bankar og færsluhirðar, verða áfram allsráðandi í veitingu greiðsluþjónustu. Opinn innlendur markaður þar sem nýir innlendir leikendur, sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki eða jafnvel verslunarkeðjur byrja að marka sér stöðu á markaðnum. Opinn alþjóðlegur markaður þar sem erlend fjártæknifyrirtæki, tæknifyrirtæki og netverslanir byrja að bjóða greiðsluþjónustu hér á landi. Stórir alþjóðlegir bankar verða allsráðandi á markaði hér á landi sem erlendis.Með tilkomu PSD2 er líklegt að nýir leikendur á íslenska greiðslumarkaðnum verði til að byrja með fyrst og fremst innlendir. Íslensk sprotafyrirtæki, fjarskiptafyrirtæki og verslunarkeðjur munu eflaust prófa sig áfram með nýstárlegar PSD2 tengdar þjónustur. Mjög fljótlega er hins vegar líklegt að erlend stórfyrirtæki byrji einnig að bjóða þjónustu sína á Íslandi. Til langtíma stendur íslenskum fjármálafyrirtækjum mun meiri ógn af erlendum stórfyrirtækjum á borð við Amazon Pay, PayPal, AliPay eða Apple Pay en nýjum innlendum samkeppnisaðilum. Tæknirisarnir eru sérfræðingar í að nýta gögn og ljóst að þau munu nýta fjárhagsgögn sem PSD2 veitir aðgengi að til að samtvinna við gnótt annarra gagna sem þau búa yfir til að selja aðra þjónustu til neytenda og fyrirtækja. Færa má þó rök fyrir því að PSD2 og ný reglugerð um persónuvernd jafni í raun samkeppnisstöðu fjármálafyrirtækja gagnvart netrisunum, enda munu þessi fyrirtæki einnig þurfa að opna sýnar gagnalindir fyrir fjármálafyrirtækjunum hafi þau aflað samþykkis viðkomandi viðskiptavinar. Í næsta pistli verður einmitt fjallað um PSD2, nýja reglugerð um persónuvernd og aðgengi þriðja aðila að fjárhagsgögnum. Lengri útgáfu af greininni er að finna á rb.is.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar