Réð her njósnara til að fá upplýsingar frá konunum Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 14:24 Harvey Weinstein og Rose McGowan árið 2007. Vísir/Getty Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Frá þessu segir í frétt The New Yorker, en tugir kvenna hafa á síðustu vikum sakað Weinstein ýmist um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Í fréttinni segir að njósnararnir hafi haft það hlutverk að ná upplýsingum upp úr fórnarlömbum Weinstein og á eitt skotmarka Weinstein að hafa verið leikkonan Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Weinstein á að hafa ráðið einkarekin öryggisfyrirtæki til starfa, meðal annars Kroll og Black Cube, þar sem stýrt era f fyrrverandi starfsmönnum ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad, til að safna saman upplýsingum um konur og fréttamenn sem unnu að því að greina frá gjörðum Weinstein í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í tugum skjala og vitnisburða sjö einstaklinga sem tengd eru málinu með beinum hætti, að því er fram kemur í grein New Yorker. Þá segir að „fréttamenn“, gerðir út af Weinstein, hafi einnig leitað upplýsinga hjá fórnarlömbum Weinstein og komið þeim til framleiðandans eða öryggisfyrirtækjanna. Í samskiptum við Rose McGowan Njósnararnir eiga að hafa starfað fyrir Weinstein í um ár þar sem njósnað var um tugi kvenna. Greinargerðum var meðal annars skilað inn til Weinstein um persónulega sögu kvennanna og sögu þeirra í kynferðismálum. New Yorker segir frá því að tveir njósnaranna hafi verið í samskiptum við leikkonuna Rose McGowan. Einn þeirra gekk undir nafninu Diana Filip og þóttist hún vera fulltrúi samtaka sem berjast fyrir kvenréttindum. Filip tók upp að lágmarki fjögur samtöl sem hún átti með McGowan. Þá á sami njósnari að hafa hitt fréttamann í þeim tilgangi að komast að því hvaða konur væru að ræða við fjölmiðla um árásir Weinstein. Filip var hins vegar í raun og veru fyrrverandi starfsmaður ísraelska hersins og starfaði hjá Black Cube. Þegar fréttamaður New Yorker sendi McGowan mynd af njósnaranum, sagðist hún strax kannast við konuna. Rataði í fréttirnar hér á landi Black Cube rataði í fréttirnar hér á landi á árunum eftir hrun þegar Vincent Tchenguiz réði starfsmenn fyrirtækisins til stafa til að aðstoða hann í deilum sínum við efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office (SFO). Tchenguiz var handtekinn af lögreglunni í kjölfar falls Kaupþings banka og notaðist Tchenguiz við gögn úr rannsókn starfsmanna Black Cube í málaferlum sínum gegn SFO. Dómari átti síðar eftir að dæma breska ríkið til greiðslu skaðabóta vegna ólöglegrar handtöku Tchenguiz. Hér má lesa grein New Yorker í heild sinni. Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bandaríski kvikmyndaframleiðandinn Harvey Weinstein virðist hafa ráðið njósnara til starfa á síðasta ári til að reyna að hylma yfir og koma í veg fyrir að fréttir af árásum hans myndu rata í fjölmiðla. Frá þessu segir í frétt The New Yorker, en tugir kvenna hafa á síðustu vikum sakað Weinstein ýmist um nauðgun eða kynferðislega áreitni. Í fréttinni segir að njósnararnir hafi haft það hlutverk að ná upplýsingum upp úr fórnarlömbum Weinstein og á eitt skotmarka Weinstein að hafa verið leikkonan Rose McGowan sem sakað hefur Weinstein um nauðgun. Weinstein á að hafa ráðið einkarekin öryggisfyrirtæki til starfa, meðal annars Kroll og Black Cube, þar sem stýrt era f fyrrverandi starfsmönnum ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad, til að safna saman upplýsingum um konur og fréttamenn sem unnu að því að greina frá gjörðum Weinstein í fjölmiðlum. Þetta kemur fram í tugum skjala og vitnisburða sjö einstaklinga sem tengd eru málinu með beinum hætti, að því er fram kemur í grein New Yorker. Þá segir að „fréttamenn“, gerðir út af Weinstein, hafi einnig leitað upplýsinga hjá fórnarlömbum Weinstein og komið þeim til framleiðandans eða öryggisfyrirtækjanna. Í samskiptum við Rose McGowan Njósnararnir eiga að hafa starfað fyrir Weinstein í um ár þar sem njósnað var um tugi kvenna. Greinargerðum var meðal annars skilað inn til Weinstein um persónulega sögu kvennanna og sögu þeirra í kynferðismálum. New Yorker segir frá því að tveir njósnaranna hafi verið í samskiptum við leikkonuna Rose McGowan. Einn þeirra gekk undir nafninu Diana Filip og þóttist hún vera fulltrúi samtaka sem berjast fyrir kvenréttindum. Filip tók upp að lágmarki fjögur samtöl sem hún átti með McGowan. Þá á sami njósnari að hafa hitt fréttamann í þeim tilgangi að komast að því hvaða konur væru að ræða við fjölmiðla um árásir Weinstein. Filip var hins vegar í raun og veru fyrrverandi starfsmaður ísraelska hersins og starfaði hjá Black Cube. Þegar fréttamaður New Yorker sendi McGowan mynd af njósnaranum, sagðist hún strax kannast við konuna. Rataði í fréttirnar hér á landi Black Cube rataði í fréttirnar hér á landi á árunum eftir hrun þegar Vincent Tchenguiz réði starfsmenn fyrirtækisins til stafa til að aðstoða hann í deilum sínum við efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office (SFO). Tchenguiz var handtekinn af lögreglunni í kjölfar falls Kaupþings banka og notaðist Tchenguiz við gögn úr rannsókn starfsmanna Black Cube í málaferlum sínum gegn SFO. Dómari átti síðar eftir að dæma breska ríkið til greiðslu skaðabóta vegna ólöglegrar handtöku Tchenguiz. Hér má lesa grein New Yorker í heild sinni.
Mál Harvey Weinstein MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44 Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32 Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á Harvey Weinstein orðin umfangsmeiri Rannsókn breskra lögregluyfirvalda á bandaríska kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein er nú orðin umfangsmeiri en áður hafði verið tilkynnt um. 31. október 2017 15:44
Lögreglan safnar sönnunargögnum með það fyrir augum að handtaka Weinstein Er málið sagt byggja á ásökunum leikkonu sem segir Weinstein hafa nauðgað henni fyrir sjö árum. 3. nóvember 2017 21:32
Uma Thurman of reið til að tjá sig Gríðarlega mikið hefur verið fjallað um þekkta karlmenn í Hollywood undanfarnar vikur hafa þeir Harvey Weinstein, Kevin Spacey og Dustin Hoffman verið sakaðir um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðgun. 6. nóvember 2017 11:30