Aldrei verið einmana á jólanótt 15. desember 2017 16:15 Diddú er svo lánsöm að hafa átt ástina vísa á jólanótt, allt frá því hún var 19 ára. MYND/ANTON BRINK Söngkonan Diddú var 23 ára ástfanginn söngnemi í Lundúnum þegar hún var fengin til að syngja svo eftirminnilega tregafullt jólaballöðuna Einmana á jólanótt í hljóðveri á enskri grundu. Hún vonar að fólk í ástarsorg eigi góða ættingja og vini um jólin. „Ég hef verið svo lánsöm að eiga einn maka frá árinu 1974 og við höfum alltaf verið saman um jólin. Það var enginn annar á undan honum í mínu lífi, þannig að ég þekki ekki ástarsorg,“ svarar söngdívan ástkæra Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú, innt eftir því hvort hún hafi einhvern tímann verið einmana á jólanótt, eins og hún syngur um af trega í samnefndu jólalagi með Brunaliðinu. „Ég hef blessunarlega alltaf verið umvafin mínum nánustu ættingjum á jólum, en ég get vel ímyndað mér að það sé átakanlegt að glíma við einsemd og ástarsorg þegar allir í kringum mann fagna hátíðinni saman. Ég vona bara að fólk í ástarsorg á þessum árstíma eigi góða ættingja og vini sem það getur hallað sér að.“ Diddú var nýlega byrjuð í söngnámi í Lundúnum þegar henni var skellt inn í hljóðver í stórborginni. „Þá var ég beðin um að syngja lagið Einmana á jólanótt á jólaplötu Brunaliðsins, Með eld í hjarta. Platan kom út fyrir jólin 1978 og ég var óendanlega þakklát fyrir að vera beðin um að syngja eitt af mínum uppáhaldsjólalögum,“ segir Diddú um heillandi jólalagið sem á sér stað í hjörtum margra og hún er oft beðin um að syngja á jólatónleikum. „Ég man þegar ég heyrði lagið í fyrsta sinn flutt af Jackson 5 og sungið af yngsta bróðurnum, Michael Jackson. Lagið snart mig beint í hjartastað og ekki síst fyrir meðferð Michaels á laginu, enda tilfinningaþrunginn söngur af strákgutta!“ Í jólalaginu segir: Ég horfi á snjókornin þau falla á gluggann minn. Ég óska mér oft að vera eitt af þeim. Og fljúga í fjarlæg lönd, að finna aftur það sem ég átti eitt sinn er ég var lítið barn. Þennan blíða jólafrið. „Þetta talar til mín,“ segir Diddú. „Sem barni fannst mér alltaf ómótstæðilegt að vera inni í hlýjunni og horfa á mjúk snjókornin sáldrast niður til jarðar. Þá leið mér vel og hugurinn fór á flug með snjókornunum.“ Komandi jól marka tímamót í lífi Diddúar. „Jólin nú verða sérlega ánægjuleg því ég varð nýverið amma í fyrsta sinn! Á aðfangadag verðum við stórfjölskyldan saman heima hjá okkur; dæturnar, tengdasonur, barnabarnið og tengdamóðir mín. Ég fæ að dúlla í eldhúsinu allan daginn og þau birtast í dyragættinni þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin. Við verðum með rjúpur og hamborgarhrygg fyrir þá sem ekki borða fugla og eitthvað gott og grænt fyrir þá sem ekki borða kjöt.“ Mest lesið Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól „Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“ Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Aldrei verið einmana á jólanótt Jól Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Söngkonan Diddú var 23 ára ástfanginn söngnemi í Lundúnum þegar hún var fengin til að syngja svo eftirminnilega tregafullt jólaballöðuna Einmana á jólanótt í hljóðveri á enskri grundu. Hún vonar að fólk í ástarsorg eigi góða ættingja og vini um jólin. „Ég hef verið svo lánsöm að eiga einn maka frá árinu 1974 og við höfum alltaf verið saman um jólin. Það var enginn annar á undan honum í mínu lífi, þannig að ég þekki ekki ástarsorg,“ svarar söngdívan ástkæra Sigrún Hjálmtýsdóttir, eða Diddú, innt eftir því hvort hún hafi einhvern tímann verið einmana á jólanótt, eins og hún syngur um af trega í samnefndu jólalagi með Brunaliðinu. „Ég hef blessunarlega alltaf verið umvafin mínum nánustu ættingjum á jólum, en ég get vel ímyndað mér að það sé átakanlegt að glíma við einsemd og ástarsorg þegar allir í kringum mann fagna hátíðinni saman. Ég vona bara að fólk í ástarsorg á þessum árstíma eigi góða ættingja og vini sem það getur hallað sér að.“ Diddú var nýlega byrjuð í söngnámi í Lundúnum þegar henni var skellt inn í hljóðver í stórborginni. „Þá var ég beðin um að syngja lagið Einmana á jólanótt á jólaplötu Brunaliðsins, Með eld í hjarta. Platan kom út fyrir jólin 1978 og ég var óendanlega þakklát fyrir að vera beðin um að syngja eitt af mínum uppáhaldsjólalögum,“ segir Diddú um heillandi jólalagið sem á sér stað í hjörtum margra og hún er oft beðin um að syngja á jólatónleikum. „Ég man þegar ég heyrði lagið í fyrsta sinn flutt af Jackson 5 og sungið af yngsta bróðurnum, Michael Jackson. Lagið snart mig beint í hjartastað og ekki síst fyrir meðferð Michaels á laginu, enda tilfinningaþrunginn söngur af strákgutta!“ Í jólalaginu segir: Ég horfi á snjókornin þau falla á gluggann minn. Ég óska mér oft að vera eitt af þeim. Og fljúga í fjarlæg lönd, að finna aftur það sem ég átti eitt sinn er ég var lítið barn. Þennan blíða jólafrið. „Þetta talar til mín,“ segir Diddú. „Sem barni fannst mér alltaf ómótstæðilegt að vera inni í hlýjunni og horfa á mjúk snjókornin sáldrast niður til jarðar. Þá leið mér vel og hugurinn fór á flug með snjókornunum.“ Komandi jól marka tímamót í lífi Diddúar. „Jólin nú verða sérlega ánægjuleg því ég varð nýverið amma í fyrsta sinn! Á aðfangadag verðum við stórfjölskyldan saman heima hjá okkur; dæturnar, tengdasonur, barnabarnið og tengdamóðir mín. Ég fæ að dúlla í eldhúsinu allan daginn og þau birtast í dyragættinni þegar kirkjuklukkurnar hringja inn jólin. Við verðum með rjúpur og hamborgarhrygg fyrir þá sem ekki borða fugla og eitthvað gott og grænt fyrir þá sem ekki borða kjöt.“
Mest lesið Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól „Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“ Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Jóladagatal Vísis: Brauðristin bregður Brynjari Níelssyni Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Aldrei verið einmana á jólanótt Jól Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Jól Fleiri fréttir Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira