Strembið í Stuttgart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2018 06:00 Patrick Wiencek skorar annað tveggja marka sinna í leiknum gegn Íslandi. vísir/getty Strákarnir okkar máttu sín lítils gegn Evrópumeisturum Þýskalands í vináttulandsleik í Stuttgart í gær. Lokatölur 36-29, Þjóðverjum í vil. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, sérstaklega í sókninni þar sem Ólafur Guðmundsson var í aðalhlutverki. Hann skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands sem komst í 6-8 eftir 11 mínútna leik. Þá seig á ógæfuhliðina, götin í vörninni stækkuðu og sóknin varð stirðari með hverri mínútunni. Ísland skoraði átta mörk á fyrstu 11 mínútunum en aðeins fjögur á síðustu 19 mínútunum í fyrri hálfleik. Á meðan raðaði Þýskaland inn mörkum og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 19-12. Því forskoti ógnuðu Íslendingar aldrei. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur íslenska liðsins ekki burðugur, hvort sem um var að ræða 6-0 eða 5-1 varnarafbrigði. Markvarslan var heldur ekki viðunandi. Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot í fyrri hálfleik og Ágúst Elí Björgvinsson fimm í þeim seinni. Sóknarleikurinn gekk misvel en það verður þó að teljast ágætt að skora 29 mörk gegn einni sterkustu vörn í heimi. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu fimm mörk hvor. Þann síðarnefnda vantar nú aðeins eitt mark til að jafna heimsmet Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk í sögunni. Það jákvæðasta við leikinn í gær var samt frammistaða Arnars Freys Arnarssonar í sókninni. Línumaðurinn öflugi spilaði ekki vel í leikjunum gegn Svíþjóð í október en hefur greinilega tekið sig taki og hefur litið vel út í leikjunum gegn Japan og Þýskalandi. Í gær skoraði hann fjögur mörk og fiskaði nokkur víti. Ísland og Þýskaland mætast öðru sinni í Ulm klukkan 13.00 á morgun. Það er síðasti leikur íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu og það er vonandi að ljósu punktarnir verði fleiri þá. EM 2018 í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira
Strákarnir okkar máttu sín lítils gegn Evrópumeisturum Þýskalands í vináttulandsleik í Stuttgart í gær. Lokatölur 36-29, Þjóðverjum í vil. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, sérstaklega í sókninni þar sem Ólafur Guðmundsson var í aðalhlutverki. Hann skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands sem komst í 6-8 eftir 11 mínútna leik. Þá seig á ógæfuhliðina, götin í vörninni stækkuðu og sóknin varð stirðari með hverri mínútunni. Ísland skoraði átta mörk á fyrstu 11 mínútunum en aðeins fjögur á síðustu 19 mínútunum í fyrri hálfleik. Á meðan raðaði Þýskaland inn mörkum og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 19-12. Því forskoti ógnuðu Íslendingar aldrei. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur íslenska liðsins ekki burðugur, hvort sem um var að ræða 6-0 eða 5-1 varnarafbrigði. Markvarslan var heldur ekki viðunandi. Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot í fyrri hálfleik og Ágúst Elí Björgvinsson fimm í þeim seinni. Sóknarleikurinn gekk misvel en það verður þó að teljast ágætt að skora 29 mörk gegn einni sterkustu vörn í heimi. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu fimm mörk hvor. Þann síðarnefnda vantar nú aðeins eitt mark til að jafna heimsmet Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk í sögunni. Það jákvæðasta við leikinn í gær var samt frammistaða Arnars Freys Arnarssonar í sókninni. Línumaðurinn öflugi spilaði ekki vel í leikjunum gegn Svíþjóð í október en hefur greinilega tekið sig taki og hefur litið vel út í leikjunum gegn Japan og Þýskalandi. Í gær skoraði hann fjögur mörk og fiskaði nokkur víti. Ísland og Þýskaland mætast öðru sinni í Ulm klukkan 13.00 á morgun. Það er síðasti leikur íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu og það er vonandi að ljósu punktarnir verði fleiri þá.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Körfubolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Sjá meira