Strembið í Stuttgart Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. janúar 2018 06:00 Patrick Wiencek skorar annað tveggja marka sinna í leiknum gegn Íslandi. vísir/getty Strákarnir okkar máttu sín lítils gegn Evrópumeisturum Þýskalands í vináttulandsleik í Stuttgart í gær. Lokatölur 36-29, Þjóðverjum í vil. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, sérstaklega í sókninni þar sem Ólafur Guðmundsson var í aðalhlutverki. Hann skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands sem komst í 6-8 eftir 11 mínútna leik. Þá seig á ógæfuhliðina, götin í vörninni stækkuðu og sóknin varð stirðari með hverri mínútunni. Ísland skoraði átta mörk á fyrstu 11 mínútunum en aðeins fjögur á síðustu 19 mínútunum í fyrri hálfleik. Á meðan raðaði Þýskaland inn mörkum og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 19-12. Því forskoti ógnuðu Íslendingar aldrei. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur íslenska liðsins ekki burðugur, hvort sem um var að ræða 6-0 eða 5-1 varnarafbrigði. Markvarslan var heldur ekki viðunandi. Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot í fyrri hálfleik og Ágúst Elí Björgvinsson fimm í þeim seinni. Sóknarleikurinn gekk misvel en það verður þó að teljast ágætt að skora 29 mörk gegn einni sterkustu vörn í heimi. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu fimm mörk hvor. Þann síðarnefnda vantar nú aðeins eitt mark til að jafna heimsmet Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk í sögunni. Það jákvæðasta við leikinn í gær var samt frammistaða Arnars Freys Arnarssonar í sókninni. Línumaðurinn öflugi spilaði ekki vel í leikjunum gegn Svíþjóð í október en hefur greinilega tekið sig taki og hefur litið vel út í leikjunum gegn Japan og Þýskalandi. Í gær skoraði hann fjögur mörk og fiskaði nokkur víti. Ísland og Þýskaland mætast öðru sinni í Ulm klukkan 13.00 á morgun. Það er síðasti leikur íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu og það er vonandi að ljósu punktarnir verði fleiri þá. EM 2018 í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Strákarnir okkar máttu sín lítils gegn Evrópumeisturum Þýskalands í vináttulandsleik í Stuttgart í gær. Lokatölur 36-29, Þjóðverjum í vil. Íslenska liðið byrjaði leikinn mjög vel, sérstaklega í sókninni þar sem Ólafur Guðmundsson var í aðalhlutverki. Hann skoraði þrjú af fyrstu fimm mörkum Íslands sem komst í 6-8 eftir 11 mínútna leik. Þá seig á ógæfuhliðina, götin í vörninni stækkuðu og sóknin varð stirðari með hverri mínútunni. Ísland skoraði átta mörk á fyrstu 11 mínútunum en aðeins fjögur á síðustu 19 mínútunum í fyrri hálfleik. Á meðan raðaði Þýskaland inn mörkum og leiddi með sjö mörkum í hálfleik, 19-12. Því forskoti ógnuðu Íslendingar aldrei. Eins og tölurnar gefa til kynna var varnarleikur íslenska liðsins ekki burðugur, hvort sem um var að ræða 6-0 eða 5-1 varnarafbrigði. Markvarslan var heldur ekki viðunandi. Björgvin Páll Gústavsson varði þrjú skot í fyrri hálfleik og Ágúst Elí Björgvinsson fimm í þeim seinni. Sóknarleikurinn gekk misvel en það verður þó að teljast ágætt að skora 29 mörk gegn einni sterkustu vörn í heimi. Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu með sjö mörk. Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson skoruðu fimm mörk hvor. Þann síðarnefnda vantar nú aðeins eitt mark til að jafna heimsmet Ungverjans Péter Kovács yfir flest landsliðsmörk í sögunni. Það jákvæðasta við leikinn í gær var samt frammistaða Arnars Freys Arnarssonar í sókninni. Línumaðurinn öflugi spilaði ekki vel í leikjunum gegn Svíþjóð í október en hefur greinilega tekið sig taki og hefur litið vel út í leikjunum gegn Japan og Þýskalandi. Í gær skoraði hann fjögur mörk og fiskaði nokkur víti. Ísland og Þýskaland mætast öðru sinni í Ulm klukkan 13.00 á morgun. Það er síðasti leikur íslenska liðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu og það er vonandi að ljósu punktarnir verði fleiri þá.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Katrín Tanja hætt: „Frá dýpstu hjartarótum, takk fyrir“ Sport Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Formúla 1 Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu Handbolti Guardiola: „Bjóst ekki við þessu frá fólkinu í Liverpool“ Enski boltinn Skýrsla Vals: Söguleg snilld Handbolti Slot heldur liðinu á jörðinni: „Skulum ekki missa okkur í gleðinni“ Fótbolti „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ Handbolti Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Handbolti Maté hættir með Hauka Körfubolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Fleiri fréttir Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ „Sagði á bekknum að hún myndi klára þetta, sem hún gerði“ „Sjúklega stolt af þessum hóp“ „Ég held að við getum alveg staðið í Þjóðverjum“ Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 27-24 | Sögulegur sigur og stelpurnar okkar á leið í hreinan úrslitaleik