Forsætisráðherra Póllands segir gyðinga hafa verið meðal gerenda í helförinni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 18. febrúar 2018 10:58 Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands. Vísir/EPA Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gagnrýnt Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, harðlega fyrir ummæli sem sá síðarnefndi lét falla á öryggisráðstefnu í Munchen. Þar sagði Morawiecki að gyðingar hefðu verið meðal gerenda í útrýmingarherferð Nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Netanyahu sagði ummælin svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Í lok janúar samþykkti pólska þingið frumvarp sem gerir það ólöglegt að saka pólska ríkið eða pólsku þjóðina um að hafa tekið þátt í glæpum Nasista. Ummælin umdeildu lét Mateusz Morawiecki falla þegar ísraelskur blaðamaður spurði hvort þeir sem gæfu slíkt í skyn yrðu skilgreindir sem glæpamenn. „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Hin nýju lög hafa vakið mikla reiði yfirvalda í Ísrael, Netanyahu segir að þau séu tilraun til að endurskrifa söguna og afneita Helförinni. Ísraelskir ráðamenn ætla í kjölfarið að taka til endurskoðunar lög Ísraels um afneitun við Helförinni. Ef frumvarpið nær fram að ganga gætu þeir sem afneita eða gera lítið úr hlut þeirra sem aðstoðuðu Nasista við útrýmingu gyðinga, þurft að sæta fangelsi í allt að fimm ár. Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur gagnrýnt Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, harðlega fyrir ummæli sem sá síðarnefndi lét falla á öryggisráðstefnu í Munchen. Þar sagði Morawiecki að gyðingar hefðu verið meðal gerenda í útrýmingarherferð Nasista gegn gyðingum í seinni heimsstyrjöldinni. Netanyahu sagði ummælin svívirðileg og að þau sýndu fram á vanþekkingu á mannkynssögunni. Í lok janúar samþykkti pólska þingið frumvarp sem gerir það ólöglegt að saka pólska ríkið eða pólsku þjóðina um að hafa tekið þátt í glæpum Nasista. Ummælin umdeildu lét Mateusz Morawiecki falla þegar ísraelskur blaðamaður spurði hvort þeir sem gæfu slíkt í skyn yrðu skilgreindir sem glæpamenn. „Það er mjög mikilvægt að skilja, að sjálfsögðu, verður þetta ekki refsivert, verður ekki álitinn glæpamaður fyrir að segja að það hafi verið pólskir gerendur, eins og það voru gerendur sem voru gyðingar, að það hafi verið rússneskir gerendur, líkt og það voru úkraínskir... það voru ekki einungis þýskir gerendur.“ Hin nýju lög hafa vakið mikla reiði yfirvalda í Ísrael, Netanyahu segir að þau séu tilraun til að endurskrifa söguna og afneita Helförinni. Ísraelskir ráðamenn ætla í kjölfarið að taka til endurskoðunar lög Ísraels um afneitun við Helförinni. Ef frumvarpið nær fram að ganga gætu þeir sem afneita eða gera lítið úr hlut þeirra sem aðstoðuðu Nasista við útrýmingu gyðinga, þurft að sæta fangelsi í allt að fimm ár.
Tengdar fréttir Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00 Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00 Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Sjá meira
Ísraelar segja Pólverja afneita Helförinni Ólöglegt verður að segja Pólverja meðseka í helförinni. Ísraelar segja að um sé að ræða Helfararafneitun og afbökun sannleikans. Pólska ríkisstjórnin er gáttuð á viðbrögðunum. 2. febrúar 2018 07:00
Forseti Póllands staðfestir Auschwitz-lögin og vísar til stjórnlagadómstóls Forseti Póllands ætlar að staðfesta lög frá pólska þinginu sem gera það refsivert að tala um að Pólverjar hafi á einhvern hátt komið að útrýmingarbúðum Nasista í landinu á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar. 6. febrúar 2018 20:00
Ólöglegt að bendla Pólverja við útrýmingarbúðir Öldungadeild pólska þingsins samþykkti lög í gærkvöldi sem gera það ólöglegt að bendla Pólverja við aðild að rekstri útrýmingarbúða nasista í Síðari heimsstyrjöld. 1. febrúar 2018 06:34