Vísbendingar um tilraun til leynilegra samskipta milli stjórna Trump og Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2018 11:15 Erik Prince sagði þingnefnd í fyrra að fundur hans með stjórnanda rússnesks fjárfestingasjóðs hafi ekki verið skipulagður fyrirfram. Hann sagðist einnig hafa ástæðu til að ætla að bandaríska leyniþjónustan læki upplýsingum um sig. Vísir/AFP Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016, hafa fundið vísbendingar um að tilraun hafi verið gerð til að koma á leynilegum samskiptum á bak við tjöldin á milli stjórnar Donalds Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta rétt áður en Trump tók við embætti.Washington Post segir frá því að þvert á yfirlýsingar Eriks Prince, stofnanda öryggisfyrirtækisins Blackwater og óformlegs ráðgjafa undirbúningsteymis Trump fyrir valdatökuna, hafi þetta verið tilgangurinn með fundi sem Prince átti með stjórnanda rússnesks fjárfestingasjóðs með náin tengsl við Pútín á Seychelles-eyjum í janúar í fyrra. Prince hefur sagt við þingnefnd og fjölmiðla að hann og Kirill Dmitriev hafi hist fyrir tilviljun á eyjunum og aðeins átt „vinalegar samræður“ yfir drykkjum í hálftíma. Þeir hafi ekki rætt um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Frétt bandaríska blaðsins kemur í kjölfar umfjöllunar New York Times um áhuga Mueller á líbansk-bandaríska athafnamanninum George Nader í vikunni. Sá hefur verið ráðgjafi Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hann er sagður vinna með rannsakendum Mueller og hafa borið vitni fyrir ákærudómstól í síðustu viku.Mögulega ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptaleið Washington Post segir að Nader hafi tjáð Mueller að fundinum á Seychelles-eyjum hafi verið komið á til að fulltrúar undirbúningsteymis Trump gætu hitt sendiboða stjórnvalda í Kreml til að ræða framtíðasamskipti ríkjanna. Fundurinn fór fram aðeins viku áður en Trump tók formlega við embætti. Nader er sagður hafa átt ítrekaða fundi með háttsettum fulltrúum Trump í Hvíta húsinu í byrjun síðasta árs, þar á meðal með Jared Kushner, tengdasyni Trump og eins helsta ráðgjafa, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump.Mueller er sagður hafa tryggt sér samvinnu ráðgjafa Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem hafi borið vitni um fundinn á Seychelles-eyjum. Ráðgjafinn sé þó ekki eina heimild rannsakendanna um efni fundarins.Vísir/GettyPrince vann ekki formlega fyrir forsetaframboð Trump eða undirbúningsteymið hans fyrir valdatökuna. Hins vegar segja heimildarmenn Washington Post að hann hafi kynnt sig sem óformlegan fulltrúa Trump fyrir háttsettum fulltrúum Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem komu fundinum með Dmitriev á. Rannsakendurnir eru sagðir hafa grunsemdir um að Seychelles-eyjafundurinn hafi verið ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptaleiðum á milli stjórnar Trump og rússneskra stjórnvalda á bak við tjöldin. Áður hefur verið greint frá því að Kushner hafi reynt að koma á slíkum samskiptum við erlend ríki utan við hefðbundnar og opinberar samskiptaleiðir áður en Trump tók við embætti. Kushner missti nýlega aðgangsheimild að leynilegum gögnum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna þess að hann þurfti ítrekað að breyta umsókn sinni um heimildina þar sem hann hafði ekki gert fulla grein fyrir samskiptum sínum við erlenda embættismenn. Þá var sagt frá því á dögunum að embættismenn að minnsta kosti fjögurra erlendra ríkja hafi rætt hvernig þeir gætu nýtt sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, skulda fyrirtækja hans og reynsluleysi í opinberum erindrekstri til að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016, hafa fundið vísbendingar um að tilraun hafi verið gerð til að koma á leynilegum samskiptum á bak við tjöldin á milli stjórnar Donalds Trump og Vladimírs Pútín Rússlandsforseta rétt áður en Trump tók við embætti.Washington Post segir frá því að þvert á yfirlýsingar Eriks Prince, stofnanda öryggisfyrirtækisins Blackwater og óformlegs ráðgjafa undirbúningsteymis Trump fyrir valdatökuna, hafi þetta verið tilgangurinn með fundi sem Prince átti með stjórnanda rússnesks fjárfestingasjóðs með náin tengsl við Pútín á Seychelles-eyjum í janúar í fyrra. Prince hefur sagt við þingnefnd og fjölmiðla að hann og Kirill Dmitriev hafi hist fyrir tilviljun á eyjunum og aðeins átt „vinalegar samræður“ yfir drykkjum í hálftíma. Þeir hafi ekki rætt um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Frétt bandaríska blaðsins kemur í kjölfar umfjöllunar New York Times um áhuga Mueller á líbansk-bandaríska athafnamanninum George Nader í vikunni. Sá hefur verið ráðgjafi Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Hann er sagður vinna með rannsakendum Mueller og hafa borið vitni fyrir ákærudómstól í síðustu viku.Mögulega ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptaleið Washington Post segir að Nader hafi tjáð Mueller að fundinum á Seychelles-eyjum hafi verið komið á til að fulltrúar undirbúningsteymis Trump gætu hitt sendiboða stjórnvalda í Kreml til að ræða framtíðasamskipti ríkjanna. Fundurinn fór fram aðeins viku áður en Trump tók formlega við embætti. Nader er sagður hafa átt ítrekaða fundi með háttsettum fulltrúum Trump í Hvíta húsinu í byrjun síðasta árs, þar á meðal með Jared Kushner, tengdasyni Trump og eins helsta ráðgjafa, og Stephen Bannon, þáverandi aðalráðgjafa Trump.Mueller er sagður hafa tryggt sér samvinnu ráðgjafa Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem hafi borið vitni um fundinn á Seychelles-eyjum. Ráðgjafinn sé þó ekki eina heimild rannsakendanna um efni fundarins.Vísir/GettyPrince vann ekki formlega fyrir forsetaframboð Trump eða undirbúningsteymið hans fyrir valdatökuna. Hins vegar segja heimildarmenn Washington Post að hann hafi kynnt sig sem óformlegan fulltrúa Trump fyrir háttsettum fulltrúum Sameinuðu arabísku furstadæmanna sem komu fundinum með Dmitriev á. Rannsakendurnir eru sagðir hafa grunsemdir um að Seychelles-eyjafundurinn hafi verið ein fyrsta tilraunin til að koma á samskiptaleiðum á milli stjórnar Trump og rússneskra stjórnvalda á bak við tjöldin. Áður hefur verið greint frá því að Kushner hafi reynt að koma á slíkum samskiptum við erlend ríki utan við hefðbundnar og opinberar samskiptaleiðir áður en Trump tók við embætti. Kushner missti nýlega aðgangsheimild að leynilegum gögnum í Hvíta húsinu, meðal annars vegna þess að hann þurfti ítrekað að breyta umsókn sinni um heimildina þar sem hann hafði ekki gert fulla grein fyrir samskiptum sínum við erlenda embættismenn. Þá var sagt frá því á dögunum að embættismenn að minnsta kosti fjögurra erlendra ríkja hafi rætt hvernig þeir gætu nýtt sér flókið net viðskiptahagsmuna Kushner, skulda fyrirtækja hans og reynsluleysi í opinberum erindrekstri til að hafa áhrif á stefnu ríkisstjórnar Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Seychelleseyjar Tengdar fréttir Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15 Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30 Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00 Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Erlend ríki reyna að notfæra sér tengdason Trump Fáir starfsmenn Hvíta hússins hafa haft eins flókið net viðskiptahagsmuna og skulda og Jared Kushner, tengdasonur Trump Bandaríkjaforseta. Erlend ríki eru sögð reyna að notfæra sér reynsluleysi hans og viðskiptahagsmuni. 28. febrúar 2018 13:15
Öryggisheimild tengdasonarins afturkölluð Jared Kushner, tengdasonur Donald Trump og einn af hans helstu ráðgjöfum, fær ekki lengur aðgang að háleynilegum skjölum og gögnum í starfi sínu, eftir að öryggisheimild hans var lækkuð. 27. febrúar 2018 23:30
Mueller rannsakar hvort arabar hafi keypt pólitíska greiða hjá Trump Til rannsóknar er hvort að fulltrúar Sameinuðu arabísku furstadæmanna hafi reynt að kaupa sér áhrif með því að veita fé í kosningasjóði Trump. 5. mars 2018 12:00
Ráðgjafi Sameinuðu furstadæmanna vinnur með rannsakendum Mueller Maðurinn var stöðvaður þegar hann var á leið á fögnuð í tilefni embættisafmælis Trump í Mar-a-Lago í janúar. 7. mars 2018 12:31