Óvæntar skuldir sprengdu samningaviðræðurnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. mars 2018 07:19 Harvey Weinstein komst upp með að áreita og beita konur kynferðislegu ofbeldi um áratugaskeið óáreittur. VÍSIR/AFP Tilraunir til að bjarga framleiðslufyrirtækinu The Weinstein Company frá gjaldþroti runnu út í sandinn á ögurstundu. Vísir greindi frá því á dögunum að athafnakonan Maria Contreras-Sweet færi fyrir hópi fjárfesta sem ætlaði sér að kaupa allar eignir fyrirtækisins. Það hefur átt erfitt uppdráttar eftir að sögur af kynferðisbrotum stofnanda fyrirtækisins, kvikmyndaframleiðandands Harvey Weinstein, heltóku umræðuna vestanhafs undir lok síðasta árs. Nú er hins vegar komið í ljós að fjárfestahópurinn hætti við kaupin á síðustu stundu. Kornið sem fyllti mælinn voru himinháar skuldir fyrirtækisins sem voru vanáætlaðar á fyrri stigum samningaviðræðnanna. Upphaflega var talið að skuldirnar næmu 225 milljónum dala, rúmlega 22 og hálfum miljarði króna, en þær reyndust í raun vera um 280 milljónir dala, þ.e. 28 milljarðar íslenskra króna. Sjá einnig: Konur taka við völdum í fyrirtæki WeinsteinFjárfestahópurinn sagðist reiðubúinn að greiða 500 milljónir dala, 50 milljarða króna, fyrir allt eignasafn fyrirtækisins. Þar á meðal er rétturinn að rúmlega 200 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Þá átti hluti kaupverðsins að renna í styrktarsjóð fyrir þolendur Weinstein. Í yfirlýsingu frá Contreras-Sweet segir að fjárfestahópurinn hafi neyðst til að hætta samningaviðræðunum á lokametrunum vegna upplýsinga sem ollu hópnum „vonbrigðum.“ Ef af kaupunum hefði orðið sagði Contreras-Sweet að konur myndu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu og að bjarga mætti um 150 störfum. Nú virðist hins vegar allt stefna, aftur, í gjaldþrot framleiðslufyrirtækisins. Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34 Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Tilraunir til að bjarga framleiðslufyrirtækinu The Weinstein Company frá gjaldþroti runnu út í sandinn á ögurstundu. Vísir greindi frá því á dögunum að athafnakonan Maria Contreras-Sweet færi fyrir hópi fjárfesta sem ætlaði sér að kaupa allar eignir fyrirtækisins. Það hefur átt erfitt uppdráttar eftir að sögur af kynferðisbrotum stofnanda fyrirtækisins, kvikmyndaframleiðandands Harvey Weinstein, heltóku umræðuna vestanhafs undir lok síðasta árs. Nú er hins vegar komið í ljós að fjárfestahópurinn hætti við kaupin á síðustu stundu. Kornið sem fyllti mælinn voru himinháar skuldir fyrirtækisins sem voru vanáætlaðar á fyrri stigum samningaviðræðnanna. Upphaflega var talið að skuldirnar næmu 225 milljónum dala, rúmlega 22 og hálfum miljarði króna, en þær reyndust í raun vera um 280 milljónir dala, þ.e. 28 milljarðar íslenskra króna. Sjá einnig: Konur taka við völdum í fyrirtæki WeinsteinFjárfestahópurinn sagðist reiðubúinn að greiða 500 milljónir dala, 50 milljarða króna, fyrir allt eignasafn fyrirtækisins. Þar á meðal er rétturinn að rúmlega 200 kvikmyndum sem fyrirtækið hefur framleitt í gegnum árin. Þá átti hluti kaupverðsins að renna í styrktarsjóð fyrir þolendur Weinstein. Í yfirlýsingu frá Contreras-Sweet segir að fjárfestahópurinn hafi neyðst til að hætta samningaviðræðunum á lokametrunum vegna upplýsinga sem ollu hópnum „vonbrigðum.“ Ef af kaupunum hefði orðið sagði Contreras-Sweet að konur myndu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu og að bjarga mætti um 150 störfum. Nú virðist hins vegar allt stefna, aftur, í gjaldþrot framleiðslufyrirtækisins.
Mál Harvey Weinstein Bandaríkin MeToo Tengdar fréttir Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34 Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Konur taka við völdum í fyrirtæki Weinstein Konur munu fara með tögl og hagldir í fyrirtækinu sem stofnað var af kvikmyndaframleiðandanum Harvey Weinstein. 2. mars 2018 08:34
Fyrirtæki Weinstein gjaldþrota Framleiðslufyrirtækið The Weinstein Company sem stofnað var af Harvey Weinstein, stefnir í gjaldþrot. 26. febrúar 2018 08:36