Fylgdarkona segist hafa sannanir um afskipti Rússa í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 5. mars 2018 16:52 Oleg Deripaska með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Fylgdarkonan segist hafa verið á snekkju Deripaska þegar aðstoðarforsætisráðherra Rússlands var með honum. Vísir/AFP Hvítrússnesk fylgdarkona sem var handtekin á „kynlífsnámskeiði“ í Taílandi segist eiga margra klukkustunda langar upptökur sem sýni fram á hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Anastasia Vashukevitsj var handtekin í Pattya í Taílandi þar sem hún er grunuð um að hafa unnið án þess að vera með landvistarleyfi. Hún sagði við blaðamenn í fangelsinu þar sem henni er haldið að hún ætti meira en sextán klukkustundir af upptökum af umræðum um forsetakosningarnar. Hún myndi afhenda bandarískum stjórnvöldum þær ef hún fengi pólitískt hæli í Bandaríkjunum.New York Times segir að Vashukevitsj hafi náin tengsl við Oleg Deripaska, rússneskan álfursta og milljarðamæring sem aftur er náinn Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Deripaska er einnig tengdur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Manafort hefur verið ákærður fyrir fjölda brota í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Hann er sagður hafa boðið Deripaska persónulegar skýrslur um framboðið á sínum tíma. Fyrirtæki Manafort er þá sagt hafa skuldað rússneska auðjöfrinum milljónir dollara.Ræddi við aðstoðarforsætisráðherrann um BandaríkinÞað sem er talið renna einhverjum stoðum undir fullyrðingar konunnar er myndband sem Aleksei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, birti á Youtube-síðu sinni í síðasta mánuði. Það byggði að miklu leyti á myndböndum og myndum frá Vashukevitsj. Hún segist hafa unnið fyrir fyrirsætuskrifstofu þegar hún og fleiri fyrirsætur voru ráðnar til að vera á snekkju Deripaska. Þar tók hún meðal annars myndir af Deripaska með Sergei E. Prikhodko, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Í myndbandi Navalní heyrast Deripaska og Prikhodko meðal annars ræða um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Navalní segir að Vashukevitsj hafi verið ein fjölda vændiskvenna á snekkjunni. Ætlun Deripaska hafi verið að múta Prikhodko. „Þeir voru að ræða kosningar. Deripaska var með áætlun með kosningarnar,“ segir Vashukevitsj sem vildi ekki gefa fréttamönnum upp frekari upplýsingar. Bandaríska leyniþjónustan er þess fullviss að Rússar hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Það hafi þeir meðal annars gert með því að brjótast inn og stela tölvupóstum Demókrataflokksins og með áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal ananrs hvort að Rússar hafi átt í samráði við framboð Trump um að hafa áhrif á úrslit kosninganna. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Hvítrússnesk fylgdarkona sem var handtekin á „kynlífsnámskeiði“ í Taílandi segist eiga margra klukkustunda langar upptökur sem sýni fram á hvernig Rússar reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016. Anastasia Vashukevitsj var handtekin í Pattya í Taílandi þar sem hún er grunuð um að hafa unnið án þess að vera með landvistarleyfi. Hún sagði við blaðamenn í fangelsinu þar sem henni er haldið að hún ætti meira en sextán klukkustundir af upptökum af umræðum um forsetakosningarnar. Hún myndi afhenda bandarískum stjórnvöldum þær ef hún fengi pólitískt hæli í Bandaríkjunum.New York Times segir að Vashukevitsj hafi náin tengsl við Oleg Deripaska, rússneskan álfursta og milljarðamæring sem aftur er náinn Vladimír Pútín, forseta Rússlands. Deripaska er einnig tengdur Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Manafort hefur verið ákærður fyrir fjölda brota í tengslum við rannsókn á afskiptum Rússa af forsetakosningunum. Hann er sagður hafa boðið Deripaska persónulegar skýrslur um framboðið á sínum tíma. Fyrirtæki Manafort er þá sagt hafa skuldað rússneska auðjöfrinum milljónir dollara.Ræddi við aðstoðarforsætisráðherrann um BandaríkinÞað sem er talið renna einhverjum stoðum undir fullyrðingar konunnar er myndband sem Aleksei Navalní, leiðtogi rússnesku stjórnarandstöðunnar, birti á Youtube-síðu sinni í síðasta mánuði. Það byggði að miklu leyti á myndböndum og myndum frá Vashukevitsj. Hún segist hafa unnið fyrir fyrirsætuskrifstofu þegar hún og fleiri fyrirsætur voru ráðnar til að vera á snekkju Deripaska. Þar tók hún meðal annars myndir af Deripaska með Sergei E. Prikhodko, aðstoðarforsætisráðherra Rússlands. Í myndbandi Navalní heyrast Deripaska og Prikhodko meðal annars ræða um samskipti Rússlands og Bandaríkjanna. Navalní segir að Vashukevitsj hafi verið ein fjölda vændiskvenna á snekkjunni. Ætlun Deripaska hafi verið að múta Prikhodko. „Þeir voru að ræða kosningar. Deripaska var með áætlun með kosningarnar,“ segir Vashukevitsj sem vildi ekki gefa fréttamönnum upp frekari upplýsingar. Bandaríska leyniþjónustan er þess fullviss að Rússar hafi reynt að hafa afskipti af forsetakosningunum árið 2016. Það hafi þeir meðal annars gert með því að brjótast inn og stela tölvupóstum Demókrataflokksins og með áróðursherferð á samfélagsmiðlum. Robert Mueller, sérstakur rannsakandi bandaríska dómsmálaráðuneytisins, rannsakar nú meðal ananrs hvort að Rússar hafi átt í samráði við framboð Trump um að hafa áhrif á úrslit kosninganna.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44 Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00
Fyrrverandi kosningastjóri Trump neitar sök Réttarhöld yfir Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóra Donalds Trump, hefjast um miðjan september. 28. febrúar 2018 15:44
Ákærur gegn Rússum sem stálu tölvupóstum demókrata sagðar í undirbúningi Tölvupóstum demókrata og framboðs Hillary Clinton var lekið á Wikileaks eftir að rússneskir hakkarar stálu þeim árið 2016. 2. mars 2018 10:27