Metnaðargjarn og framsýnn nautnaseggur Ritstjórn skrifar 27. mars 2018 19:30 Myndir/Rakel Tómas Sindri Snær Jensson er smekkmaður mikill sem kann vel að meta gæði og góða hönnun. Ásamt félögum sínum á hann og rekur Húrra verslanirnar og Flatey Pizza sem hafa vakið mikla eftirtekt fyrir frábæra hönnun og gæði. Við kíktum í heimsókn til Sindra í Laugarnesið þar sem hann hefur komið sér vel fyrir í bjartri og fallegri 110 fermetra íbúð.Getur þú lýst þér í þremur orðum? Það er mjög ósanngjarnt að hafa erfiðustu spurninguna fyrst. Ef ég yrði að velja þrjú orð myndi ég segja metnaðarfullur og framsýnn nautnaseggur.Hvað er íbúðin stór? Hún er 110 fermetrar sem er fullkomin stærð fyrir mig, stofan, eldhúsið og herbergin eru öll rúmgóð.Hvað hefur þú búið hér lengi? Ég hef búið hér í þrjú ár núna og líður ótrúlega vel. Ég ólst upp í Laugarnesinu og elska að vera hér, þetta er hverfið mitt.Hvað var það sem heillaði þig mest við íbúðina? Fyrirkomulagið er fyrst og fremst algjör snilld. Snorri Már, vinur minn, keypti húsið fyrir 6-7 árum og breytti því í tvær íbúðir, hann býr uppi og ég niðri. Þegar hann sýndi mér íbúðina heillaðist ég algjörlega, stofan og eldhúsið saman í einu stóru, opnu rými og svo er gott pláss fyrir svefnherbergi og fataherbergi. Gluggarnir eru líka vel stórir og íbúðin því björt, líka mikil lífsgæði fólgin í því að geta gengið beint út í garð. Besti staðurinn til að slaka á eftir langan dag er... 100% í tungusófanum með kveikt á kertum. Tungusófar hafa ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá sérfræðingum í innanhússhönnun en þarna setti ég þægindi í fyrsta sæti. Sófinn er Furninova frá Húsgagnahöllinni. Áttu þér eftirlætishlut á heimilinu? Mér þykir mjög vænt um tvö verk sem ég er með í stofunni, þau eru eftir frönsku listakonuna Marion Jdanoff. Verkin fékk ég í þrítugsafmælisgjöf frá Rasmus og Peter, eigendum danska merkisins Libertine-Libertine. Ein allra besta gjöf sem ég hef nokkurn tímann fengið.Ertu að safna einhverju sérstöku? Já og nei. Á tímabili var ég að safna leðurdýrum frá Zuny en þá fengust þau ekki á Íslandi heldur keypti ég þau í Illums Bolighus þegar ég var í vinnuferðum í Danmörku. Núna er ég reyndar mjög hrifinn af stjökunum frá Reflections sem fást í Snúrunni, ég kaupi eiginlega alltaf nýjan þegar ég heimsæki Snúruna. Hvað finnst þér mikilvægast að huga að þegar þú innréttar heimili þitt? Það er frábær spurning. Ég huga mikið að gæðum og vil kaupa vönduð húsgögn og muni sem endast. Svo innrétta ég eftir einhverri tilfinningu og smekk sem ég hef, ég er nefnilega mjög hvatvís en það hefur reynst mér vel í gegnum tíðina að fara einfaldlega eftir fyrstu magatilfinningu, ekki ofhugsa hlutina.Hvar verslar þú helst inn á heimilið?Það eru helst þrjár verslanir sem ég heimsæki. Snúran er í miklu uppáhaldi, frábærar vörur, þjónusta og mjög gott vöruflæði, mjög oft eitthvað nýtt og spennandi þar. Norr11 heimsæki ég líka mjög reglulega, Maggi og Sól eru algjörir snillingar og ég er svakalega hrifinn af vörunum þar, einnig frábær þjónusta sem mér finnst mjög mikilvægt. Svo er það Epal, það er sjúklega skemmtilegt að koma þar inn, heill heimur af fallegri hönnun, get verið þar inni tímunum saman.Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Einfaldur og klassískur með áherslu á fallega hönnun og gæði.Ef þú gætir breytt einhverju við íbúðina, hvað yrði fyrir valinu? Ég er að vinna í að breyta fataherberginu með Jens, föður mínum, erum til dæmis að sérsmíða skóhillu úr gegnheillri eik fyrir sneaker-safnið mitt. Mjög spenntur að klára það vonandi fyrir jól. Ég að minnast á pabba, algjörlega ómetanlegt að hafa hann með mér, á rúmlega þremur árum hefur hann smíðað báðar Húrra verslanirnar og Flatey. Þetta hefur hann gert meðfram fullri vinnu, gaurinn er algjört vélmenni, getur ekki stoppað.Myndir þú segja að smekkur þinn fyrir tísku endurspeglist á heimilinu? Já, ég held það, þá helst í einföldu litavali og mínímalisma, færri hlutir en fleiri. Ég hef aldrei verið mikið fyrir of áberandi föt eða einhvers konar „statement“ flíkur. Litirnir sem ég klæðist til að mynda sjálfur eru nánast eingöngu svart, hvítt, blátt og grátt.Sindri heldur mikið upp á listaverk sem hann fékk í afmælisgjöf frá eigendum danska merkisins Libertine-Libertine.„Á tímabili var ég að safna leðurdýrum frá Zuny en þá fengust þau ekki á Íslandi heldur keypti ég þau í Illums Bolighus þegar ég var í vinnuferðum í Danmörku.“Innlitið birtist fyrst í desember/janúar tölublaði Glamour. Mest lesið Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour Rekstur Roberto Cavalli tekinn í gegn Glamour Kanye West sló út Lagerfeld Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Ciara ólétt af sínu öðru barni Glamour 7 ára með hálfa milljón fylgjenda á Instagram Glamour Sérstök forsíða Vogue Japan Glamour Gallaðu þig upp Glamour
Sindri Snær Jensson er smekkmaður mikill sem kann vel að meta gæði og góða hönnun. Ásamt félögum sínum á hann og rekur Húrra verslanirnar og Flatey Pizza sem hafa vakið mikla eftirtekt fyrir frábæra hönnun og gæði. Við kíktum í heimsókn til Sindra í Laugarnesið þar sem hann hefur komið sér vel fyrir í bjartri og fallegri 110 fermetra íbúð.Getur þú lýst þér í þremur orðum? Það er mjög ósanngjarnt að hafa erfiðustu spurninguna fyrst. Ef ég yrði að velja þrjú orð myndi ég segja metnaðarfullur og framsýnn nautnaseggur.Hvað er íbúðin stór? Hún er 110 fermetrar sem er fullkomin stærð fyrir mig, stofan, eldhúsið og herbergin eru öll rúmgóð.Hvað hefur þú búið hér lengi? Ég hef búið hér í þrjú ár núna og líður ótrúlega vel. Ég ólst upp í Laugarnesinu og elska að vera hér, þetta er hverfið mitt.Hvað var það sem heillaði þig mest við íbúðina? Fyrirkomulagið er fyrst og fremst algjör snilld. Snorri Már, vinur minn, keypti húsið fyrir 6-7 árum og breytti því í tvær íbúðir, hann býr uppi og ég niðri. Þegar hann sýndi mér íbúðina heillaðist ég algjörlega, stofan og eldhúsið saman í einu stóru, opnu rými og svo er gott pláss fyrir svefnherbergi og fataherbergi. Gluggarnir eru líka vel stórir og íbúðin því björt, líka mikil lífsgæði fólgin í því að geta gengið beint út í garð. Besti staðurinn til að slaka á eftir langan dag er... 100% í tungusófanum með kveikt á kertum. Tungusófar hafa ekki alltaf átt upp á pallborðið hjá sérfræðingum í innanhússhönnun en þarna setti ég þægindi í fyrsta sæti. Sófinn er Furninova frá Húsgagnahöllinni. Áttu þér eftirlætishlut á heimilinu? Mér þykir mjög vænt um tvö verk sem ég er með í stofunni, þau eru eftir frönsku listakonuna Marion Jdanoff. Verkin fékk ég í þrítugsafmælisgjöf frá Rasmus og Peter, eigendum danska merkisins Libertine-Libertine. Ein allra besta gjöf sem ég hef nokkurn tímann fengið.Ertu að safna einhverju sérstöku? Já og nei. Á tímabili var ég að safna leðurdýrum frá Zuny en þá fengust þau ekki á Íslandi heldur keypti ég þau í Illums Bolighus þegar ég var í vinnuferðum í Danmörku. Núna er ég reyndar mjög hrifinn af stjökunum frá Reflections sem fást í Snúrunni, ég kaupi eiginlega alltaf nýjan þegar ég heimsæki Snúruna. Hvað finnst þér mikilvægast að huga að þegar þú innréttar heimili þitt? Það er frábær spurning. Ég huga mikið að gæðum og vil kaupa vönduð húsgögn og muni sem endast. Svo innrétta ég eftir einhverri tilfinningu og smekk sem ég hef, ég er nefnilega mjög hvatvís en það hefur reynst mér vel í gegnum tíðina að fara einfaldlega eftir fyrstu magatilfinningu, ekki ofhugsa hlutina.Hvar verslar þú helst inn á heimilið?Það eru helst þrjár verslanir sem ég heimsæki. Snúran er í miklu uppáhaldi, frábærar vörur, þjónusta og mjög gott vöruflæði, mjög oft eitthvað nýtt og spennandi þar. Norr11 heimsæki ég líka mjög reglulega, Maggi og Sól eru algjörir snillingar og ég er svakalega hrifinn af vörunum þar, einnig frábær þjónusta sem mér finnst mjög mikilvægt. Svo er það Epal, það er sjúklega skemmtilegt að koma þar inn, heill heimur af fallegri hönnun, get verið þar inni tímunum saman.Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Einfaldur og klassískur með áherslu á fallega hönnun og gæði.Ef þú gætir breytt einhverju við íbúðina, hvað yrði fyrir valinu? Ég er að vinna í að breyta fataherberginu með Jens, föður mínum, erum til dæmis að sérsmíða skóhillu úr gegnheillri eik fyrir sneaker-safnið mitt. Mjög spenntur að klára það vonandi fyrir jól. Ég að minnast á pabba, algjörlega ómetanlegt að hafa hann með mér, á rúmlega þremur árum hefur hann smíðað báðar Húrra verslanirnar og Flatey. Þetta hefur hann gert meðfram fullri vinnu, gaurinn er algjört vélmenni, getur ekki stoppað.Myndir þú segja að smekkur þinn fyrir tísku endurspeglist á heimilinu? Já, ég held það, þá helst í einföldu litavali og mínímalisma, færri hlutir en fleiri. Ég hef aldrei verið mikið fyrir of áberandi föt eða einhvers konar „statement“ flíkur. Litirnir sem ég klæðist til að mynda sjálfur eru nánast eingöngu svart, hvítt, blátt og grátt.Sindri heldur mikið upp á listaverk sem hann fékk í afmælisgjöf frá eigendum danska merkisins Libertine-Libertine.„Á tímabili var ég að safna leðurdýrum frá Zuny en þá fengust þau ekki á Íslandi heldur keypti ég þau í Illums Bolighus þegar ég var í vinnuferðum í Danmörku.“Innlitið birtist fyrst í desember/janúar tölublaði Glamour.
Mest lesið Fyrsta fjölskyldumynd Kardashian Glamour Ferskir straumar frá Dior Cruise Glamour Fimm make up lúkk fyrir helgina Glamour Rekstur Roberto Cavalli tekinn í gegn Glamour Kanye West sló út Lagerfeld Glamour Harry Bretaprins og Megan Markle hugguleg á stefnumóti Glamour Ciara ólétt af sínu öðru barni Glamour 7 ára með hálfa milljón fylgjenda á Instagram Glamour Sérstök forsíða Vogue Japan Glamour Gallaðu þig upp Glamour