Elsti vopnaframleiðandi Bandaríkjanna í kröggum Samúel Karl Ólason skrifar 26. mars 2018 10:25 Remington hefur verið starfrækt í 202 ár. Vísir/Getty Remington Outdoor Co Inc., elsti og einn stærsti skotvopnaframleiðandi Bandaríkjanna, hefur sótt um greiðsluskjól vegna hárra skulda. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu reyna að semja við lánadrottna sína og halda fyrirtækinu þannig starfandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dregið úr sölu fyrirtækisins á undanförnum árum og sömuleiðis hafa málaferli vegna Sandy Hook fjöldamorðsins kostað fyrirtækið verulega. Í febrúar hafði Remington, sem hefur verið starfrækt í 202 ár, gert samkomulag við lánadrottna um að lækka skuldir fyrirtækisins um 700 milljónir dala og auka eigið fé fyrirtækisins um 145 milljónir. Það virðist þó hafa dugað skammt. Tekjur fyrirtækisins vegna sölu skotvopna árið 2017 lækkuðu um þriðjung miðað við árið 2016. Samkvæmt heimildum Reuters munu núverandi eigendur Remington, Cerberus Capital Management LP, missa stjórn á fyrirtækinu og stærstu lánadrottnar þess, Franklin Templeton Investments og JPMorgan Asset Management, taka við stjórnartaumunum. Cerberus hafði reynt að selja Remington eftir að Bushmaster riffill frá fyrirtækinu hafði verið notaður til að myrða 20 börn og sex fullorna í skóla í Sandy Hook árið 2012, en án árangurs. Fjölskyldur fórnarlambanna hafa staðið í langvarandi málaferlum við fyrirtækið síðan. Bandaríkin Skotvopn Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Remington Outdoor Co Inc., elsti og einn stærsti skotvopnaframleiðandi Bandaríkjanna, hefur sótt um greiðsluskjól vegna hárra skulda. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu reyna að semja við lánadrottna sína og halda fyrirtækinu þannig starfandi. Samkvæmt AP fréttaveitunni hefur dregið úr sölu fyrirtækisins á undanförnum árum og sömuleiðis hafa málaferli vegna Sandy Hook fjöldamorðsins kostað fyrirtækið verulega. Í febrúar hafði Remington, sem hefur verið starfrækt í 202 ár, gert samkomulag við lánadrottna um að lækka skuldir fyrirtækisins um 700 milljónir dala og auka eigið fé fyrirtækisins um 145 milljónir. Það virðist þó hafa dugað skammt. Tekjur fyrirtækisins vegna sölu skotvopna árið 2017 lækkuðu um þriðjung miðað við árið 2016. Samkvæmt heimildum Reuters munu núverandi eigendur Remington, Cerberus Capital Management LP, missa stjórn á fyrirtækinu og stærstu lánadrottnar þess, Franklin Templeton Investments og JPMorgan Asset Management, taka við stjórnartaumunum. Cerberus hafði reynt að selja Remington eftir að Bushmaster riffill frá fyrirtækinu hafði verið notaður til að myrða 20 börn og sex fullorna í skóla í Sandy Hook árið 2012, en án árangurs. Fjölskyldur fórnarlambanna hafa staðið í langvarandi málaferlum við fyrirtækið síðan.
Bandaríkin Skotvopn Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira