Uppstokkun steytir á skeri Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. mars 2018 06:20 Donald Trump segist ekki eiga í neinum vandræðum með að finna lögmenn sem vilja starfa fyrir sig. Vísir/Getty Svo virðist sem Bandaríkjaforsetinn Donald Trump muni ekki ráða til sín lögfræðinganna tvo sem tilkynnt var um í síðustu viku. Trump hafði hugsað sér að stokka upp í lögfræðiliði sínu eftir að John Dowd, aðallögmaður forsetans í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, hætti störfum. Við hlutverki hans átti að taka fyrrum saksóknarinn Joe diGenova, staðfastur stuðningsmaður forsetans sem telur að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. Eiginkona hans, Victoria Toensing, átti jafnframt að hefja störf fyrir Hvíta húsið. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Í yfirlýsingu frá einkalögmanni forsetans, Jay Sekulow, kemur fram að „hagsmunaárekstrar“ (e. conflict) standi í veg fyrir ráðningu hjónanna. „Forsetanum þykir miður að hagsmunaárekstrar komi í veg fyrir að Joe diGenova og Victoria Toensing geti gengið í Rússarannsóknarlið forsetans,“ segir í yfirlýsingunni. Þau geti þó aðstoðað hann við önnur lagaleg úrlausnarefni, bara ekki eitthvað sem tengist rannsókn sérstaka saksóknarans. Hverjir árekstrarnir eru liggur ekki fyrir á þessari stundu. Lögmannsstofa hjónanna, diGenova & Toensing, er þó talin vinna fyrir aðra sem blandast hafa inn í rannsóknina á íhlutun Rússa í forsetakosningunum. Það kunni að valda fyrrnefndum hagsmunaárekstrum. Donald Trump tjáði sig undir rós um málið á Twitter í gær þar sem hann sagði að hann ætti ekki í neinum vandræðum með að finna lögmenn sem vildu taka mál hans að sér.Many lawyers and top law firms want to represent me in the Russia case...don't believe the Fake News narrative that it is hard to find a lawyer who wants to take this on. Fame & fortune will NEVER be turned down by a lawyer, though some are conflicted. Problem is that a new......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 ....lawyer or law firm will take months to get up to speed (if for no other reason than they can bill more), which is unfair to our great country - and I am very happy with my existing team. Besides, there was NO COLLUSION with Russia, except by Crooked Hillary and the Dems!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 Til stóð að ráða hjónin sem fyrr segir eftir að John Dowd hætti störfum fyrir forsetann. Er hann sagður hafa gefist upp á starfinu því forsetinn hafi ítrekað hunsað ráðleggingar hans. Aðrar heimildir hermdu að forsetinn hafi misst trúna á hann. Undir forystu Dowd stakk lögfræðingalið Trump upp á því að hann myndi aðstoða rannsóknarnefnd Roberts Mueller við störf sín. Í ljósi þessara nýjustu vendinga er ekki vitað hver mun að endingu taka við starfi Johns Dowd. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Svo virðist sem Bandaríkjaforsetinn Donald Trump muni ekki ráða til sín lögfræðinganna tvo sem tilkynnt var um í síðustu viku. Trump hafði hugsað sér að stokka upp í lögfræðiliði sínu eftir að John Dowd, aðallögmaður forsetans í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum, hætti störfum. Við hlutverki hans átti að taka fyrrum saksóknarinn Joe diGenova, staðfastur stuðningsmaður forsetans sem telur að leynilegur hópur FBI-fulltrúa hafi búið til Rússarannsóknina til að koma í veg fyrir að Trump yrði forseti. Eiginkona hans, Victoria Toensing, átti jafnframt að hefja störf fyrir Hvíta húsið. Nú er hins vegar komið babb í bátinn. Í yfirlýsingu frá einkalögmanni forsetans, Jay Sekulow, kemur fram að „hagsmunaárekstrar“ (e. conflict) standi í veg fyrir ráðningu hjónanna. „Forsetanum þykir miður að hagsmunaárekstrar komi í veg fyrir að Joe diGenova og Victoria Toensing geti gengið í Rússarannsóknarlið forsetans,“ segir í yfirlýsingunni. Þau geti þó aðstoðað hann við önnur lagaleg úrlausnarefni, bara ekki eitthvað sem tengist rannsókn sérstaka saksóknarans. Hverjir árekstrarnir eru liggur ekki fyrir á þessari stundu. Lögmannsstofa hjónanna, diGenova & Toensing, er þó talin vinna fyrir aðra sem blandast hafa inn í rannsóknina á íhlutun Rússa í forsetakosningunum. Það kunni að valda fyrrnefndum hagsmunaárekstrum. Donald Trump tjáði sig undir rós um málið á Twitter í gær þar sem hann sagði að hann ætti ekki í neinum vandræðum með að finna lögmenn sem vildu taka mál hans að sér.Many lawyers and top law firms want to represent me in the Russia case...don't believe the Fake News narrative that it is hard to find a lawyer who wants to take this on. Fame & fortune will NEVER be turned down by a lawyer, though some are conflicted. Problem is that a new......— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 ....lawyer or law firm will take months to get up to speed (if for no other reason than they can bill more), which is unfair to our great country - and I am very happy with my existing team. Besides, there was NO COLLUSION with Russia, except by Crooked Hillary and the Dems!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) March 25, 2018 Til stóð að ráða hjónin sem fyrr segir eftir að John Dowd hætti störfum fyrir forsetann. Er hann sagður hafa gefist upp á starfinu því forsetinn hafi ítrekað hunsað ráðleggingar hans. Aðrar heimildir hermdu að forsetinn hafi misst trúna á hann. Undir forystu Dowd stakk lögfræðingalið Trump upp á því að hann myndi aðstoða rannsóknarnefnd Roberts Mueller við störf sín. Í ljósi þessara nýjustu vendinga er ekki vitað hver mun að endingu taka við starfi Johns Dowd.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00 Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Lögmaður Trump krefst þess að Mueller verði stöðvaður Segir Rússarannsóknina svokölluðu vera gallaða og spillta af pólitískum sjónarmiðum. 17. mars 2018 23:00
Hefnir fyrir hugverkaþjófnað með tollum á kínverskar vörur Tollar sem munu skila ríkissjóði Bandaríkjanna fimmtíu milljörðum dala verða lagðir á kínverskar vörur. 23. mars 2018 06:00
Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10