Dánarbú móðurinnar í eldhafi Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 5. apríl 2018 10:01 Guðni er einn þeirra sem mættur var á vettvang til að fylgjast með brunanum. Inni í Geymslum er dánarbú móður hans. visir/tumi Guðni Björnsson gerir ekki ráð fyrir því að mikið verði eftir af jarðneskum eigu móður sinnar sem féll frá í lok síðasta árs. Hann er meðal þeirra sem horfir skelfingu lostinn á eldhafið og reykmökkinn í hinum mikla bruna sem nú er við Miðhraun í Garðabæ. Þar brenna fyrirtækin Iceware og svo Geymslur, sem er fyrirtæki sem leigir út geymslurými.Vonlítið að eitthvað heillegt komi út úr þessu Guðni og systkini hans höfðu einmitt leigt eitt rými undir hluti úr dánarbúi móður hans. „Það áttu eftir að fara fram skipti á þessu. Þetta er bara þarna inni. Við vitum ekkert,“ segir Guðni í samtali við blaðamann Vísis. Hann segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála, hann er eiginlega úrkula vonar um að nokkuð heillegt komi út úr húsinu. „Þetta er eitthvað sem maður sér ekkert endilega aftur miðað við það sem maður er að horfa á núna.“Skelfilegt að sjá þetta brenna Meðal annars er um að ræða muni sem Guðni tengir við allt frá æsku, nokkuð sem hann tengir persónulega við. „Já, munir sem ég man eftir allt frá því ég var krakki. Þetta er skelfilegt. Það stóð til að fara í þetta núna fljótlega en það er með það eins og annað, það var verið að ganga frá hlutum og þetta var eitt af þeim.“ Guðni lýsir því svo að mágkona hans hafi sent sér skilaboð og spurt hvort það hefði verið haft samband við hann. Það hafði ekki verið gert. „Ég bý í Garðabænum og sá reykinn en var ekki nákvæmlega með staðsetninguna á brunanum. Trúði þessu varla fyrr en ég kom hingað og sá reykinn uppúr þakinu. Og veit að það er ekki mikið eftir þarna inni.“ Sem stendur er mikill eldur. Guðni segir að þau séu fimm systkinin og þau séu í öngum sínum vegna þessa. „Maður veit í sjálfu sér ekkert hvernig svona virkar. Þeir vera eitthvað fram eftir í þessu. Mér sýnist það.“ Þrátt fyrir óvissuástand þá segir Guðni ljóst að aurar muni aldrei bæta þá muni sem ýmislegt bendir til að fari illa í brunanum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér. Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Fleiri fréttir Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Sjá meira
Guðni Björnsson gerir ekki ráð fyrir því að mikið verði eftir af jarðneskum eigu móður sinnar sem féll frá í lok síðasta árs. Hann er meðal þeirra sem horfir skelfingu lostinn á eldhafið og reykmökkinn í hinum mikla bruna sem nú er við Miðhraun í Garðabæ. Þar brenna fyrirtækin Iceware og svo Geymslur, sem er fyrirtæki sem leigir út geymslurými.Vonlítið að eitthvað heillegt komi út úr þessu Guðni og systkini hans höfðu einmitt leigt eitt rými undir hluti úr dánarbúi móður hans. „Það áttu eftir að fara fram skipti á þessu. Þetta er bara þarna inni. Við vitum ekkert,“ segir Guðni í samtali við blaðamann Vísis. Hann segist vissulega hafa áhyggjur af stöðu mála, hann er eiginlega úrkula vonar um að nokkuð heillegt komi út úr húsinu. „Þetta er eitthvað sem maður sér ekkert endilega aftur miðað við það sem maður er að horfa á núna.“Skelfilegt að sjá þetta brenna Meðal annars er um að ræða muni sem Guðni tengir við allt frá æsku, nokkuð sem hann tengir persónulega við. „Já, munir sem ég man eftir allt frá því ég var krakki. Þetta er skelfilegt. Það stóð til að fara í þetta núna fljótlega en það er með það eins og annað, það var verið að ganga frá hlutum og þetta var eitt af þeim.“ Guðni lýsir því svo að mágkona hans hafi sent sér skilaboð og spurt hvort það hefði verið haft samband við hann. Það hafði ekki verið gert. „Ég bý í Garðabænum og sá reykinn en var ekki nákvæmlega með staðsetninguna á brunanum. Trúði þessu varla fyrr en ég kom hingað og sá reykinn uppúr þakinu. Og veit að það er ekki mikið eftir þarna inni.“ Sem stendur er mikill eldur. Guðni segir að þau séu fimm systkinin og þau séu í öngum sínum vegna þessa. „Maður veit í sjálfu sér ekkert hvernig svona virkar. Þeir vera eitthvað fram eftir í þessu. Mér sýnist það.“ Þrátt fyrir óvissuástand þá segir Guðni ljóst að aurar muni aldrei bæta þá muni sem ýmislegt bendir til að fari illa í brunanum. Fulltrúar Vísis eru á vettvangi og fylgjast með baráttu slökkviliðsins við eldinn í beinni textalýsingu og beinni útsendingu sem sjá má hér.
Stórbruni í Miðhrauni Tengdar fréttir Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent Biden náðar son sinn Erlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent Fleiri fréttir Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi „Ég ætla að standa mig betur“ „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Sjá meira
Eldsvoði eftir sprengingu í Garðabæ Stórbruni varð hjá Geymslum og Icewear í Garðabæ. 5. apríl 2018 08:28