Segja Trump ekki grunaðan um glæp eins og er Kjartan Kjartansson skrifar 4. apríl 2018 15:18 Trump er sagt létt að vita að hann sé ekki grunaður. Það er hins vegar hafa styrkt þá skoðun hans að hann ætti að setjast niður með Mueller. Vísir/AFP Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hafa sagt lögmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að hann sé ekki grunaður um glæp eins og sakir standa þó að rannsóknin beinist að honum. Lögspekingar vara hins vegar við því að sú staða geti breyst skyndilega.Washington Post hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum að þetta hafi komið fram í viðræðum saksóknaranna og lögmanna Trump um mögulegt viðtal við forsetann í byrjun mars. Blaðið segir að Trump sé enn viðfangsefni rannsóknarinnar. Það þýði að verið sé að rannsaka gjörðir hans en ekki séu nægileg sönnunargögn til að ákæra. Þá eru saksóknararnir sagðir vinna að skýrslu um embættisfærslur Trump sem forseta og hvort hann hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Einnig er talið líklegt að þeir skrifi aðra skýrslu um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Framburður gæti breytt lagalegri stöðu forsetans Lögmenn Trump hafa ekki verið á einu máli um hvort að Trump eigi að fallast á viðtal við Mueller. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því að Trump geti komið sér í bobba enda er hann þekktur fyrir að fara frjálslega með staðreyndir. Mueller hefur þegar ákært þrjá fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og hollenskan lögmann fyrir að ljúga að rannsakendum. Ágreiningur er nú sagður á milli lögmannanna um hvernig eigi að túlka stöðu forsetans. Sumir þeirra telja hana sýna að Trump stafi lítil hætta af rannsókninni. Aðrir óttast að staðan geti breyst hratt, ekki síst ef Trump ræðir við saksóknarana. Mueller gæti jafnvel verið að reyna að narra Trump í viðtal. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við ítreka einnig að það að Trump sé ekki grunaður um glæp eins og er þá þýði það ekki að forsetinn sé laus allra mála. Samkvæmt viðmiðum dómsmálaráðuneytisins þýði það að maður sé viðfangsefni rannsóknar fyrir ákærudómstól að verulegar vísbendingar bendli hann við glæp. Þá gæti framburður hans gert hann að grunuðum manni. Vangaveltur hafa verið um að Mueller gæti litið svo á að honum sé ekki heimilt að ákæra sitjandi forseta. Hann gæti því gripið til þess ráðs að gefa út skýrslu um niðurstöður sínar og fela þinginu að taka afstöðu til þeirra. Bandaríkjaþing getur ákært forseta en repúblikanar eru nú með meirihluta í báðum deildum þess. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta sæta í öldungadeildinni í nóvember. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Rannsakendur Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, hafa sagt lögmönnum Donalds Trump Bandaríkjaforseta að hann sé ekki grunaður um glæp eins og sakir standa þó að rannsóknin beinist að honum. Lögspekingar vara hins vegar við því að sú staða geti breyst skyndilega.Washington Post hefur eftir ónafngreindum heimildarmönnum sínum að þetta hafi komið fram í viðræðum saksóknaranna og lögmanna Trump um mögulegt viðtal við forsetann í byrjun mars. Blaðið segir að Trump sé enn viðfangsefni rannsóknarinnar. Það þýði að verið sé að rannsaka gjörðir hans en ekki séu nægileg sönnunargögn til að ákæra. Þá eru saksóknararnir sagðir vinna að skýrslu um embættisfærslur Trump sem forseta og hvort hann hafi gerst sekur um að reyna að hindra framgang réttvísinnar. Einnig er talið líklegt að þeir skrifi aðra skýrslu um tilraunir Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar sem Trump vann árið 2016. Rannsókn Mueller beinist meðal annars að því hvort framboð Trump hafi átt í samráði við Rússa.Framburður gæti breytt lagalegri stöðu forsetans Lögmenn Trump hafa ekki verið á einu máli um hvort að Trump eigi að fallast á viðtal við Mueller. Sumir þeirra hafa áhyggjur af því að Trump geti komið sér í bobba enda er hann þekktur fyrir að fara frjálslega með staðreyndir. Mueller hefur þegar ákært þrjá fyrrverandi starfsmenn framboðs Trump og hollenskan lögmann fyrir að ljúga að rannsakendum. Ágreiningur er nú sagður á milli lögmannanna um hvernig eigi að túlka stöðu forsetans. Sumir þeirra telja hana sýna að Trump stafi lítil hætta af rannsókninni. Aðrir óttast að staðan geti breyst hratt, ekki síst ef Trump ræðir við saksóknarana. Mueller gæti jafnvel verið að reyna að narra Trump í viðtal. Lögspekingar sem Washington Post ræddi við ítreka einnig að það að Trump sé ekki grunaður um glæp eins og er þá þýði það ekki að forsetinn sé laus allra mála. Samkvæmt viðmiðum dómsmálaráðuneytisins þýði það að maður sé viðfangsefni rannsóknar fyrir ákærudómstól að verulegar vísbendingar bendli hann við glæp. Þá gæti framburður hans gert hann að grunuðum manni. Vangaveltur hafa verið um að Mueller gæti litið svo á að honum sé ekki heimilt að ákæra sitjandi forseta. Hann gæti því gripið til þess ráðs að gefa út skýrslu um niðurstöður sínar og fela þinginu að taka afstöðu til þeirra. Bandaríkjaþing getur ákært forseta en repúblikanar eru nú með meirihluta í báðum deildum þess. Kosið verður til fulltrúadeildarinnar og hluta sæta í öldungadeildinni í nóvember.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22 Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45 Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07 Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Lögfræðingur Trump sagður hafa viðrað hugmyndir um náðun lykilmanna í miðri rannsókn Einn af lögfræðingum Donald Trump ræddi möguleikann á því að fyrrverandi ráðgjafar Donald Trump, forseta Bandaríkjanna yrðu náðaðir á sama tíma og Robert Mueller, sérstakur saksóknari, var með þá til rannsóknar. 28. mars 2018 22:22
Lögmenn Trump afhenda gögn til að auðvelda honum viðtal við Mueller Á sama tíma ætlar Bandaríkjaforseti hins vegar að ráða lögmann sem sakar leynilegan hóp fulltrúa FBI og dómsmálaráðuneytisins um að reyna að koma sök á Trump. 19. mars 2018 22:45
Hollenskur lögfræðingur dæmdur vegna rússarannsóknar Mueller Fyrsti dómurinn vegna rannsóknar á tengslum rússneskra stjórnvalda við framboð Donalds Trump féll í dag. 3. apríl 2018 17:07
Lögmaður Trump hættur John Dowd, aðallögmaður Donald Trump forseta Bandaríkjanna, í málefnum sem tengjast rannsókn sérstaks saksóknara á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum er hættur störfum fyrir forsetann. 22. mars 2018 16:10