Segir Mueller halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu Samúel Karl Ólason skrifar 16. júlí 2018 23:11 Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Vísir/AP Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, haldi sambandi Bandaríkjanna og Rússlands „í gíslingu“. Þetta sagði Pútín í viðtali við Chris Wallace hjá Fox News nú í kvöld. Fyrst sagðist hann þó ekki hafa nokkurn áhuga á málefninu, eftir að Wallace spurði út í álit hans á því að Mueller hefði gefið út ákærur gegn tólf starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, þremur dögum fyrir fund hans og Trump.„Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu,“ sagði Pútín. Hann bætti við að Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af rannsókn Mueller og svo „óheiðarlegum“ aðferðum, eins og hann orðaði það. Rannsóknin gæfi ekki góða mynd af bandarísku lýðræði. Hlutverk Mueller er að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með Rússum. Þá rannsakar hann einnig hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Mueller var skipaður í embætti eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 25 rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar hafa verið ákærðir fyrir afskipti af kosningunum. Ein rússnesk kona var handtekin á sunnudaginn.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWallace spurði Pútín því næst hvort hann teldi Mueller vera að reyna að skemma samband Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín sagðist ekki vilja tjá sig um það. Þó sagðist hann telja að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sæji eftir því að hafa skipað Mueller í embætti sérstaks saksóknara. „Það kemur mér þó ekki við,“ bætti Pútín við.Russian President Putin on the Mueller probe: I'm not interested in this issue a single bit. It's the internal political games of the United States. #WallacePutinOnFox https://t.co/OqrOzjYveR pic.twitter.com/xejkVcxb8C— Fox News (@FoxNews) July 16, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir rannsókn Robert Mueller, sérstaks saksóknara dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, haldi sambandi Bandaríkjanna og Rússlands „í gíslingu“. Þetta sagði Pútín í viðtali við Chris Wallace hjá Fox News nú í kvöld. Fyrst sagðist hann þó ekki hafa nokkurn áhuga á málefninu, eftir að Wallace spurði út í álit hans á því að Mueller hefði gefið út ákærur gegn tólf starfsmönnum leyniþjónusta Rússlands, þremur dögum fyrir fund hans og Trump.„Þetta eru innri stjórnmálaleikir Bandaríkjanna. Ekki halda sambandi Bandaríkjanna og Rússlands í gíslingu með þessari innri deilu,“ sagði Pútín. Hann bætti við að Bandaríkjamenn ættu ekki að vera stoltir af rannsókn Mueller og svo „óheiðarlegum“ aðferðum, eins og hann orðaði það. Rannsóknin gæfi ekki góða mynd af bandarísku lýðræði. Hlutverk Mueller er að rannsaka afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2016 og hvort að starfsmenn framboðs Trump hafi starfað með Rússum. Þá rannsakar hann einnig hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar með því að reka James Comey, fyrrverandi yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Mueller var skipaður í embætti eftir að Trump viðurkenndi í sjónvarpsviðtali að hafa rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar svokölluðu. 25 rússneskir ríkisborgarar og þrír rússneskir lögaðilar hafa verið ákærðir fyrir afskipti af kosningunum. Ein rússnesk kona var handtekin á sunnudaginn.Sjá einnig: Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í PétursborgWallace spurði Pútín því næst hvort hann teldi Mueller vera að reyna að skemma samband Bandaríkjanna og Rússlands. Pútín sagðist ekki vilja tjá sig um það. Þó sagðist hann telja að Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna sæji eftir því að hafa skipað Mueller í embætti sérstaks saksóknara. „Það kemur mér þó ekki við,“ bætti Pútín við.Russian President Putin on the Mueller probe: I'm not interested in this issue a single bit. It's the internal political games of the United States. #WallacePutinOnFox https://t.co/OqrOzjYveR pic.twitter.com/xejkVcxb8C— Fox News (@FoxNews) July 16, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45 Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30 Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ein „skammarlegasta framkoma“ forseta Bandaríkjanna í manna minnum Fjölmargir stjórnmálamenn beggja flokka Bandaríkjanna hafa gagnrýnt Trump harðlega og hefur hann jafnvel verið sakaður um landráð. 16. júlí 2018 19:45
Telur samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafa stórbatnað á maraþonfundi forsetanna Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að samskipti Rússlands og Bandaríkjanna hafi stórbatnað með fundi hans og Vladimirs Pútíns, forseta Rússlands. 16. júlí 2018 16:30
Rússnesk kona handtekin fyrir að ganga erinda Rússa í Bandaríkjunum Í ákæru dag segir að Mariia Butina hafi myndað tengsl við bandaríska stjórnmálamenn og hagsmunasamtök byssueigenda og hennar markmið hafi verið að opna hulda samskiptaleið til Bandaríkjanna fyrir rússneska embættismenn. 16. júlí 2018 22:00