Vísbending um auknar óvinsældir Trump eftir tvö þung högg Kjartan Kjartansson skrifar 31. ágúst 2018 15:49 Könnun Washington Post og ABC er sú fyrsta stóra sem gerð var eftir tvö þung áföll sem Trump forseti varð fyrir á dögunum. Vísir/Getty Ný skoðanakönnun sem gerð var eftir að náinn bandamaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir brot og annar var ákærður bendir til þess að óvinsældir forsetans hafi aukist. Sextíu prósent svarenda í könnuninni sögðu óánægð með frammistöðu Trump í embætti. Könnun Washington Post og ABC var gerð vikuna eftir að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var dæmdur fyrir skattalagabrot og fjársvik, og Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, játaði sig sekan um kosningalagabrot og bar vitni um að Trump hefði skipað fyrir um brotin. Samkvæmt henni voru 36% ánægð með störf forsetans en 60% óánægð. Svör við öðrum spurningum sem lögð voru fyrir í könnuninni voru forsetanum einnig eindregið í óhag. Þannig voru 47% svarenda óánægðir með hvernig Trump hefur tekið á efnahagsmálum á móti 45% sem voru ánægð þrátt fyrir að flestir hagvísar hafi verið jákvæðir undanfarin misseri. Mun fleiri telja að spilling í bandarískum stjórnmálum hafi aukist frá því að Trump tók við völdum en þeir sem telja hana hafa minnkað, 45% á móti 13%. Tæplega tveir af hverjum fimm taldi spillinguna engu meiri eða minni en áður. Þá voru flestir svarendur könnunarinnar á því að rannsóknir á Trump og bandamönnum hans sem forsetinn hefur ítrekað fordæmt og sagt byggja á fölskum forsendum vera réttmætar. Tæplega tveir af hverjum þremur styðja rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á Trump og félögum en 29% eru andsnúin henni. Meirihluti svarenda telur að Trump hafi reynt að hafa afskipti af rannsókninni, 53% á móti 35% sem telja forsetann ekki hafa reynt að grípa inn í hana. Afgerandi meirihluti taldi einnig málið gegn Manafort réttmætt og er andsnúið því að Trump náði hann. Mikill meirihluti telur einnig að Trump ætti ekki að reka Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, og mun fleiri segja „halda með“ Sessions í útistöðum þeirra. Trump hefur um margra mánaða skeið gagnrýnt Sessions, fyrst og fremst vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan til að stýra Rússarannsókninni svonefndu á Trump og félögum hans.Ekki mikil breyting Óvinsældir Trump samkvæmt nýju könnuninni eru verulega yfir langtímameðaltali sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um og sker hún sig frá öðrum könnunum sem birtar hafa verið undanfarinn mánuð. Ekki er því ljóst hvort að hún sé merki um að vinsældir forsetans hafi raunverulega dvínað verulega eða hvort um frávik er að ræða. Meðaltal kannana bendir til þess að 40,7% séu ánægð með störf Trump en 54,3% óánægð. Einstakar kannanir hafa ekki mikil áhrif á meðaltalið og því getur það tekið nokkurn tíma fyrir sveiflur í vinsældum að koma fram í því. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, bendir á að vinsældir Trump samkvæmt meðaltali kannana hafi ekki verið minni frá því í apríl. Á hinn bóginn hafi vinsældir hans aldrei farið yfir 42,7% á þeim tíma. Sveifla í vinsældum hans nú geti því ekki talist mikil.On the one hand, Trump's approval rating in our average (40.7%) is now the lowest its been since April. On the other hand, it's never been higher than 42.7% in that period, so we aren't talking big movement. https://t.co/j7XEedEnAf— Nate Silver (@NateSilver538) August 31, 2018 Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Ný skoðanakönnun sem gerð var eftir að náinn bandamaður Donalds Trump Bandaríkjaforseta var dæmdur fyrir brot og annar var ákærður bendir til þess að óvinsældir forsetans hafi aukist. Sextíu prósent svarenda í könnuninni sögðu óánægð með frammistöðu Trump í embætti. Könnun Washington Post og ABC var gerð vikuna eftir að Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var dæmdur fyrir skattalagabrot og fjársvik, og Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður Trump, játaði sig sekan um kosningalagabrot og bar vitni um að Trump hefði skipað fyrir um brotin. Samkvæmt henni voru 36% ánægð með störf forsetans en 60% óánægð. Svör við öðrum spurningum sem lögð voru fyrir í könnuninni voru forsetanum einnig eindregið í óhag. Þannig voru 47% svarenda óánægðir með hvernig Trump hefur tekið á efnahagsmálum á móti 45% sem voru ánægð þrátt fyrir að flestir hagvísar hafi verið jákvæðir undanfarin misseri. Mun fleiri telja að spilling í bandarískum stjórnmálum hafi aukist frá því að Trump tók við völdum en þeir sem telja hana hafa minnkað, 45% á móti 13%. Tæplega tveir af hverjum fimm taldi spillinguna engu meiri eða minni en áður. Þá voru flestir svarendur könnunarinnar á því að rannsóknir á Trump og bandamönnum hans sem forsetinn hefur ítrekað fordæmt og sagt byggja á fölskum forsendum vera réttmætar. Tæplega tveir af hverjum þremur styðja rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, á Trump og félögum en 29% eru andsnúin henni. Meirihluti svarenda telur að Trump hafi reynt að hafa afskipti af rannsókninni, 53% á móti 35% sem telja forsetann ekki hafa reynt að grípa inn í hana. Afgerandi meirihluti taldi einnig málið gegn Manafort réttmætt og er andsnúið því að Trump náði hann. Mikill meirihluti telur einnig að Trump ætti ekki að reka Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, og mun fleiri segja „halda með“ Sessions í útistöðum þeirra. Trump hefur um margra mánaða skeið gagnrýnt Sessions, fyrst og fremst vegna þess að hann lýsti sig vanhæfan til að stýra Rússarannsókninni svonefndu á Trump og félögum hans.Ekki mikil breyting Óvinsældir Trump samkvæmt nýju könnuninni eru verulega yfir langtímameðaltali sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan um og sker hún sig frá öðrum könnunum sem birtar hafa verið undanfarinn mánuð. Ekki er því ljóst hvort að hún sé merki um að vinsældir forsetans hafi raunverulega dvínað verulega eða hvort um frávik er að ræða. Meðaltal kannana bendir til þess að 40,7% séu ánægð með störf Trump en 54,3% óánægð. Einstakar kannanir hafa ekki mikil áhrif á meðaltalið og því getur það tekið nokkurn tíma fyrir sveiflur í vinsældum að koma fram í því. Nate Silver, ritstjóri Five Thirty Eight, bendir á að vinsældir Trump samkvæmt meðaltali kannana hafi ekki verið minni frá því í apríl. Á hinn bóginn hafi vinsældir hans aldrei farið yfir 42,7% á þeim tíma. Sveifla í vinsældum hans nú geti því ekki talist mikil.On the one hand, Trump's approval rating in our average (40.7%) is now the lowest its been since April. On the other hand, it's never been higher than 42.7% in that period, so we aren't talking big movement. https://t.co/j7XEedEnAf— Nate Silver (@NateSilver538) August 31, 2018
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00 Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00 Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30 Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Erfið vika Trumps Tvö dómsmál valda Bandaríkjaforseta miklum vanda. Fyrrverandi kosningastjóri sakfelldur og fyrrverandi lögmaður bendlar hann við glæp. Gætu snúist gegn honum og aðstoðað við Rússarannsóknina. 25. ágúst 2018 08:00
Hver er Paul Manafort? Hátt fall mannsins á bak við tjöldin Hinn 68 ára gamli Paul Manafort er hvað best þekktur þessa dagana sem fyrrverandi kosningastjóri Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Hann hefur þó verið viðloðin stjórnmál í Bandaríkjunum og víða um heiminn í áratugi og hefur hann meðal annars starfað fyrir fjölda alræmdra einræðisherra í gegnum árin. 24. ágúst 2018 15:00
Stutt þungra högga á milli Gærdagurinn var vægast sagt ekki góður fyrir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. 22. ágúst 2018 12:30
Vildi vita hvort ráðlegt væri að náða Manafort Donald Trump Bandaríkjaforseti leitaði fyrir nokkrum vikum ráða hjá lögmannateymi sínu um það hvort ráðlegt væri að náða Paul Manafort, fyrrum kosningastjóra forsetans. Þetta sagði Rudy Giuliani, lögmaður Trumps, í viðtali við Washington Post í dag. 23. ágúst 2018 21:24