Skipan Kavanaugh svo gott sem í höfn Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2018 20:15 Susan Collins þykir á meðal hófsamari repúblikana, meðal annars vegna frjálslyndari afstöðu hennar til fóstureyðinga. Vísir/EPA Tveir bandarískir öldungadeildarþingmenn, einn repúblikani og einn demókrati, lýstu því yfir í kvöld að þeir ætli að greiða atkvæði með því að skipa Brett Kavanaugh sem dómara við Hæstarétt. Nær öruggt er því að skipan Kavanaugh verði staðfest eftir að hún hafði um tíma verið í tvísýnu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot á námsárum hans. Örlög Kavanaugh voru fyrir fram talin í höndum fjögurra til fimm öldungadeildarþingmanna, þriggja repúblikana og tveggja demókrata, sem ekki lá fyrir hvernig myndu greiða atkvæði. Repúblikanar hafa 51 sæti í deildinni gegn 49 sætum demókrata. Á meðal þeirra var Susan Collins, þingkona repúblikana frá Maine, sem þykir á meðal hófsamari þingmanna flokksins. Hún steig hins vegar í ræðustól í öldungadeildinni í dag og sagðist ætla að greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Hún teldi að ásakanirnar á hendur honum ættu ekki að dæma hann úr leik.Republican Sen. Susan Collins just announced that she is supporting Brett Kavanaugh's confirmation after delivering a 45-minute speech on the Senate floor. Here are a few key quotes from her speech. https://t.co/bbTWqaxJDr pic.twitter.com/aR6WIOZMXS— CNN (@CNN) October 5, 2018 Þá tilkynnti Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata í Vestur-Virginíu, að hann myndi einnig greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Manchin er á meðal íhaldssamari þingmanna demókrata og hann þarf að berjast fyrir endurkjöri í heimaríki sínu sem hallast mjög að repúblikönum í kosningum í næsta mánuði. Hann er eini demókratinn sem styður skipan Kavanaugh. Mótmælendur gerðu hróp að Manchin þegar hann rökstuddi ákvörðun sína við fréttamenn í þinghúsinu.Protesters chanted, "Shame! Shame!" as Sen. Joe Manchin spoke to reporters after announcing support for Brett Kavanaugh's Supreme Court confirmation.Manchin spoke with his eyes averted, and protesters responded with chants of, "Look at us, look at us!" https://t.co/KcttBKuB4Q pic.twitter.com/7MQnGau9tV— CNN (@CNN) October 5, 2018 Rannsókn alríkislögreglunnar gagnrýnd Þar með er nær öruggt að forysta Repúblikanaflokksins hafi nægilega mörg atkvæði til að staðfesta skipan Kavanaugh, þrátt fyrir að Lisa Murkowski, þingkona repúblikana frá Alaska, hafi ekki gefið upp hvernig hún ætlar að greiða atkvæði. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslan gæti farið fram þegar á morgun. Ásakanir komu fram um að Kavanaugh hefði reynt að nauðga stúlku á framhaldsskólaárum sínum og að hann hefði berað sig fyrir annarri stúlku á háskólaárum. Alríkislögreglunni FBI var í kjölfarið falið að fara yfir ásakanirnar og skilaði skýrslu sinni á aðfaranótt fimmtudags. Sú rannsókn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að hafa verið afar takmörkuð að umfangi. Ásakanir hafa verið um að Hvíta húsið og öldungadeildarþingmenn repúblikana hafi bundið hendur rannsakenda FBI. Aðeins eitt eintak af skýrslu FBI um rannsóknina var gerð aðgengileg öldungadeildarþingmönnum sem þeir skiptust á að skoða í einrúmi. Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber og óvíst er hvort að svo verði. Verði Kavanaugh skipaður í hæstarétt verða íhaldsmenn þar komnir í meirihluta í réttinum og gætu verið það næstu árin eða áratugina. Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Tveir bandarískir öldungadeildarþingmenn, einn repúblikani og einn demókrati, lýstu því yfir í kvöld að þeir ætli að greiða atkvæði með því að skipa Brett Kavanaugh sem dómara við Hæstarétt. Nær öruggt er því að skipan Kavanaugh verði staðfest eftir að hún hafði um tíma verið í tvísýnu vegna ásakana á hendur honum um kynferðisbrot á námsárum hans. Örlög Kavanaugh voru fyrir fram talin í höndum fjögurra til fimm öldungadeildarþingmanna, þriggja repúblikana og tveggja demókrata, sem ekki lá fyrir hvernig myndu greiða atkvæði. Repúblikanar hafa 51 sæti í deildinni gegn 49 sætum demókrata. Á meðal þeirra var Susan Collins, þingkona repúblikana frá Maine, sem þykir á meðal hófsamari þingmanna flokksins. Hún steig hins vegar í ræðustól í öldungadeildinni í dag og sagðist ætla að greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Hún teldi að ásakanirnar á hendur honum ættu ekki að dæma hann úr leik.Republican Sen. Susan Collins just announced that she is supporting Brett Kavanaugh's confirmation after delivering a 45-minute speech on the Senate floor. Here are a few key quotes from her speech. https://t.co/bbTWqaxJDr pic.twitter.com/aR6WIOZMXS— CNN (@CNN) October 5, 2018 Þá tilkynnti Joe Manchin, öldungadeildarþingmaður demókrata í Vestur-Virginíu, að hann myndi einnig greiða Kavanaugh atkvæði sitt. Manchin er á meðal íhaldssamari þingmanna demókrata og hann þarf að berjast fyrir endurkjöri í heimaríki sínu sem hallast mjög að repúblikönum í kosningum í næsta mánuði. Hann er eini demókratinn sem styður skipan Kavanaugh. Mótmælendur gerðu hróp að Manchin þegar hann rökstuddi ákvörðun sína við fréttamenn í þinghúsinu.Protesters chanted, "Shame! Shame!" as Sen. Joe Manchin spoke to reporters after announcing support for Brett Kavanaugh's Supreme Court confirmation.Manchin spoke with his eyes averted, and protesters responded with chants of, "Look at us, look at us!" https://t.co/KcttBKuB4Q pic.twitter.com/7MQnGau9tV— CNN (@CNN) October 5, 2018 Rannsókn alríkislögreglunnar gagnrýnd Þar með er nær öruggt að forysta Repúblikanaflokksins hafi nægilega mörg atkvæði til að staðfesta skipan Kavanaugh, þrátt fyrir að Lisa Murkowski, þingkona repúblikana frá Alaska, hafi ekki gefið upp hvernig hún ætlar að greiða atkvæði. Gert er ráð fyrir að atkvæðagreiðslan gæti farið fram þegar á morgun. Ásakanir komu fram um að Kavanaugh hefði reynt að nauðga stúlku á framhaldsskólaárum sínum og að hann hefði berað sig fyrir annarri stúlku á háskólaárum. Alríkislögreglunni FBI var í kjölfarið falið að fara yfir ásakanirnar og skilaði skýrslu sinni á aðfaranótt fimmtudags. Sú rannsókn hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir að hafa verið afar takmörkuð að umfangi. Ásakanir hafa verið um að Hvíta húsið og öldungadeildarþingmenn repúblikana hafi bundið hendur rannsakenda FBI. Aðeins eitt eintak af skýrslu FBI um rannsóknina var gerð aðgengileg öldungadeildarþingmönnum sem þeir skiptust á að skoða í einrúmi. Skýrslan hefur ekki verið gerð opinber og óvíst er hvort að svo verði. Verði Kavanaugh skipaður í hæstarétt verða íhaldsmenn þar komnir í meirihluta í réttinum og gætu verið það næstu árin eða áratugina.
Bandaríkin Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30 Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14 Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Demókratar eru ósáttir við Kavanaugh-skýrslu FBI skilaði skýrslu um rannsókn á ásökunum á hendur Brett Kavanaugh. Demókratar gagnrýna takmarkað umfang skýrslunnar, segja hana ókláraða. 5. október 2018 07:30
Kosið um Kavanaugh á morgun Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti rétt í þessu að setja tímamörk á umræður fyrir atkvæðagreiðsluna um dómaraefnið Brett Kavanaugh. 5. október 2018 15:14
Hundruð mótmælenda handteknir í mótmælum gegn Kavanaugh Hundruð mótmælenda voru færðir í varðhald lögreglu fyrir utan byggingu Hæstaréttar Bandaríkjanna í nótt þar sem þeir mótmæltu Brett Kavanaugh, sem tilnefndur er af Bandaríkjaforseta til að taka sæti í Hæstarétti landsins. 5. október 2018 07:13