Mikilvægustu þingmennirnir gagnrýna ummæli Trump Samúel Karl Ólason skrifar 3. október 2018 16:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Þrír af mikilvægustu þingmönnum Repúblikanaflokksins um þessar mundir hafa gagnrýnt Donald Trump, forseta, fyrir að hæðast að Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Brett Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á þeirra yngri árum. Þau Jeff Flake, Lisa Murkowski og Susan Collins hafa öll lýst yfir efasemdum um tilnefningu Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna, en Repúblikanar mega ekki við því að fleiri en einn þingmaður flokksins veiti Kavanaugh ekki atkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði að kosið yrði um tilnefningu Kavanaugh í vikunni. Á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær sagði Trump að andstæðingar hans hefðu verið að reyna að eyðileggja Kavanaugh alveg frá því að forsetinn tilnefndi hann í æðsta dómstól Bandaríkjanna. Áhorfendur hlógu þegar Trump hélt svo áfram: „Þetta gerðist fyrir 36 árum: Ég drakk einn bjór! Heldurðu að það gæti verið...? Nei! Það var einn bjór. Allt í lagi, gott. Hvernig komstu þér heim? Ég man það ekki. Hvernig komstu þér á staðinn þar sem þetta gerðist? Ég man það ekki. Hvar gerðist þetta? Ég man það ekki. Fyrir hversu löngu síðan var þetta? Ég man það ekki. Ég man það ekki. Ég man það ekki! Ég man það ekki! En ég fékk mér einn bjór. Það er það eina sem ég man. Og líf eins manns er nú í rúst.“Sjá einnig: Trump hæddist að vitnisburði Blasey FordÞessi málflutningur Trump nú er í ósamræmi við það sem hann sagði fyrst eftir að Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina. Þá sagði forsetinn að vitnisburður hennar hefði verið mjög sannfærandi og lýsti henni sem ágætri konu. Collins ræddi stuttlega við blaðamenn í dag, eftir að hún hafði fengið lögregluþjóna til að vísa þeim á brott skömmu áður, og sagði einfaldlega að það hefði verið rangt af forsetanum að segja það sem hann sagði í gær. Hún neitaði að svara spurningum um hvort atvikið hefði áhrif á atkvæði hennar. Murkowski sagði blaðamönnum nú fyrir skömmu að ummælin hefðu verið óásættanleg. Hún sagðist ætla að taka ummælin inn í reiknings sinn þegar kæmi að því að greiða atkvæði um tilnefningu Kavanaugh. Hún tæki allt inn í reikninginn. Flake var í sjónvarpsviðtali í dag og sló hann á svipaða strengi. „Þetta var hvorki staður né stund fyrir ummæli sem þessi, að ræða eitthvað svo viðkvæmt á svona fundi. Þetta var bara ekki rétt. Ég óskaði þess að hann hefði ekki gert þetta. Þetta er eiginlega skelfilegt.“ Þrátt fyrir það segir Flake að ummælin muni ekki hafa áhrif á atkvæði hans. Ekki væri rétt að láta „ónærgætin“ ummæli Trump koma niður á Kavanaugh. Trump lýsti því yfir á Twitter í dag að hann sjái hve reiðir kjósendur séu í hvert sinn sem hann fari á fundi sem þennan í gær. Þeir séu ævareiðir yfir því hve „viðurstyggilega“ Demókratar hafa komið fram við Kavanaugh og að dómarinn og fjölskylda hans eigi mikið betra skilið.I see it each time I go out to Rallies in order to help some of our great Republican candidates. VOTERS ARE REALLY ANGRY AT THE VICIOUS AND DESPICABLE WAY DEMOCRATS ARE TREATING BRETT KAVANAUGH! He and his wonderful family deserve much better. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2018 Helstu stuðningsmenn og starfsmenn forsetans hafa stigið fram og sagt að Trump hafi ekki sagt neitt rangt í gær. Kellyanne Conway sagði til dæmis í dag á Fox að Trump hefði einungis verið að benda á ósamræmi í sögu Ford. Hún hafi viðurkennt að hún muni ekki almennilega eftir atvikinu. Það er þó ljóst að ummæli Trump voru ekki í samræmi við vitnisburð Ford. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert lítið úr drykkju sinni á námsárunum. Í bréfi sem hann skrifaði á þeim tími lýsti hann þó vinahóp sínum sem „háværum og óþolandi fyllibyttum“. 2. október 2018 23:33 „Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30 Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Þrír af mikilvægustu þingmönnum Repúblikanaflokksins um þessar mundir hafa gagnrýnt Donald Trump, forseta, fyrir að hæðast að Christine Blasey Ford, sem sakað hefur Brett Kavanaugh um að hafa reynt að nauðga sér á þeirra yngri árum. Þau Jeff Flake, Lisa Murkowski og Susan Collins hafa öll lýst yfir efasemdum um tilnefningu Kavanaugh til Hæstaréttar Bandaríkjanna, en Repúblikanar mega ekki við því að fleiri en einn þingmaður flokksins veiti Kavanaugh ekki atkvæði. Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði að kosið yrði um tilnefningu Kavanaugh í vikunni. Á fundi með stuðningsmönnum sínum í gær sagði Trump að andstæðingar hans hefðu verið að reyna að eyðileggja Kavanaugh alveg frá því að forsetinn tilnefndi hann í æðsta dómstól Bandaríkjanna. Áhorfendur hlógu þegar Trump hélt svo áfram: „Þetta gerðist fyrir 36 árum: Ég drakk einn bjór! Heldurðu að það gæti verið...? Nei! Það var einn bjór. Allt í lagi, gott. Hvernig komstu þér heim? Ég man það ekki. Hvernig komstu þér á staðinn þar sem þetta gerðist? Ég man það ekki. Hvar gerðist þetta? Ég man það ekki. Fyrir hversu löngu síðan var þetta? Ég man það ekki. Ég man það ekki. Ég man það ekki! Ég man það ekki! En ég fékk mér einn bjór. Það er það eina sem ég man. Og líf eins manns er nú í rúst.“Sjá einnig: Trump hæddist að vitnisburði Blasey FordÞessi málflutningur Trump nú er í ósamræmi við það sem hann sagði fyrst eftir að Blasey Ford kom fyrir dómsmálanefndina. Þá sagði forsetinn að vitnisburður hennar hefði verið mjög sannfærandi og lýsti henni sem ágætri konu. Collins ræddi stuttlega við blaðamenn í dag, eftir að hún hafði fengið lögregluþjóna til að vísa þeim á brott skömmu áður, og sagði einfaldlega að það hefði verið rangt af forsetanum að segja það sem hann sagði í gær. Hún neitaði að svara spurningum um hvort atvikið hefði áhrif á atkvæði hennar. Murkowski sagði blaðamönnum nú fyrir skömmu að ummælin hefðu verið óásættanleg. Hún sagðist ætla að taka ummælin inn í reiknings sinn þegar kæmi að því að greiða atkvæði um tilnefningu Kavanaugh. Hún tæki allt inn í reikninginn. Flake var í sjónvarpsviðtali í dag og sló hann á svipaða strengi. „Þetta var hvorki staður né stund fyrir ummæli sem þessi, að ræða eitthvað svo viðkvæmt á svona fundi. Þetta var bara ekki rétt. Ég óskaði þess að hann hefði ekki gert þetta. Þetta er eiginlega skelfilegt.“ Þrátt fyrir það segir Flake að ummælin muni ekki hafa áhrif á atkvæði hans. Ekki væri rétt að láta „ónærgætin“ ummæli Trump koma niður á Kavanaugh. Trump lýsti því yfir á Twitter í dag að hann sjái hve reiðir kjósendur séu í hvert sinn sem hann fari á fundi sem þennan í gær. Þeir séu ævareiðir yfir því hve „viðurstyggilega“ Demókratar hafa komið fram við Kavanaugh og að dómarinn og fjölskylda hans eigi mikið betra skilið.I see it each time I go out to Rallies in order to help some of our great Republican candidates. VOTERS ARE REALLY ANGRY AT THE VICIOUS AND DESPICABLE WAY DEMOCRATS ARE TREATING BRETT KAVANAUGH! He and his wonderful family deserve much better. — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 3, 2018 Helstu stuðningsmenn og starfsmenn forsetans hafa stigið fram og sagt að Trump hafi ekki sagt neitt rangt í gær. Kellyanne Conway sagði til dæmis í dag á Fox að Trump hefði einungis verið að benda á ósamræmi í sögu Ford. Hún hafi viðurkennt að hún muni ekki almennilega eftir atvikinu. Það er þó ljóst að ummæli Trump voru ekki í samræmi við vitnisburð Ford.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump MeToo Tengdar fréttir Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45 Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert lítið úr drykkju sinni á námsárunum. Í bréfi sem hann skrifaði á þeim tími lýsti hann þó vinahóp sínum sem „háværum og óþolandi fyllibyttum“. 2. október 2018 23:33 „Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30 Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06 Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22 Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08 Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30 Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23 Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Ætlar ekki að láta „þvinga sig“ til að hætta Brett Kavanaugh grét þegar hann varði sig gagnvart ásökunum um kynferðisbrot. 27. september 2018 22:45
Bréf dómaraefnisins gefur innsýn í drykkjuskap á námsárunum Brett Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump Bandaríkjaforseti, hefur gert lítið úr drykkju sinni á námsárunum. Í bréfi sem hann skrifaði á þeim tími lýsti hann þó vinahóp sínum sem „háværum og óþolandi fyllibyttum“. 2. október 2018 23:33
„Hundrað prósent“ viss um að Kavanaugh hafi reynt að nauðga henni Christine Blasey Ford bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. 27. september 2018 18:30
Alríkislögreglan fær frjálsari hendur í rannsókn á dómaraefni Gagnrýnt hefur verið Hvíta húsið og repúblikanar hafi takmarkað mjög umfang rannsóknar FBI á ásökunum á hendur Bretts Kavanaugh, hæstaréttardómaraefni Trump forseta. 1. október 2018 19:06
Vilja að Kavanaugh berjist af krafti Vitnisburður Kavanaugh féll í kramið hjá Repúblikönum og Donald Trump en hefur þó leitt til þess að spurningar hafa vaknað um skapgerð hans. 1. október 2018 11:22
Miklar og óvæntar vendingar varðandi tilnefningu Kavanaugh Miklar vendingar urðu í dómsmálanefnd öldungadeild Bandaríkjaþings þegar tilnefning Brett Kavanaugh til Hæstaréttar var samþykkt af nefndinni. 28. september 2018 18:08
Bandaríkjaforseti segir „ógnvekjandi“ að vera ungur karl Donald Trump telur að ungir karlmenn eigi undir högg að sækja vegna þess að þeir geti verið sakaðir um kynferðisbrot. 2. október 2018 18:30
Conway segist þolandi kynferðisofbeldis en kemur Trump til varnar Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta, greindi frá því í dag að hún væri þolandi kynferðisofbeldis. 30. september 2018 20:23
Alríkislögreglan hefur samband við Ramirez vegna Kavanaugh-rannsóknarinnar Ramirez var önnur konan sem steig fram og sakaði Kavanaugh um kynferðisbrot. 29. september 2018 23:30