Sumar kröfur verkalýðshreyfinga ríma við aðgerðir stjórnvalda Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar 13. október 2018 16:43 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vera algjörlega ólíðandi í okkar samfélagi sem býr við góða hagsæld og öflugt velferðarkerfi að það sé pottur brotin varðandi vinnumál. „Það á ekki að líðast að fyrirtæki komist upp með að varpa skugga á atvinnulífið sem heild. Þegar svona mál koma upp er það ekki gott fyrir neinn. Það er ekki gott heldur fyrir þá atvinnurekendur sem reka sín fyrirtæki heiðarlega og borga kjör í samræmi við það sem tíðkast. Þannig að við eigum að taka höndum saman. Ég skynja sterkan vilja bæði frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum til þess að koma í þetta verkefni með okkur. Þetta á að vera forgangsmál,“ segir Katrín. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag og fór yfir víðan völl. Katrín sagði að kröfur verkalýðshreyfinga fyrir komandi viðræður vera mjög víðtækar en sumt af því rími við aðgerðir stjórnvalda um þessar mundir. Þar nefnir Katrín aukning á barnabótum, hækkun á persónuafslætti fram yfir neysluvísitölu og að verið sé að færa efri og neðri skattbil til samræmis við neysluvísitölu. Katrín fór einnig yfir umhverfismál í spjalli sínu við Heimi. „Við kynntum okkar áætlun núna í september og hún er metnaðarfyllsta loftslagáætlun sem að stjórnvöld hafa lagt fram hér á Íslandi og það hafa náttúrulega orðið algjör straumhvörf í fjárveitingu til loftslagsmála. Þar förum við yfir þessi tvö flaggskip okkar, sem við ætlum að byrja á, sem eru orkuskipti í samgöngum annars vegar og hins vegar aukin kolefnisbinding,“ segir Katrín. Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Víglínan Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það vera algjörlega ólíðandi í okkar samfélagi sem býr við góða hagsæld og öflugt velferðarkerfi að það sé pottur brotin varðandi vinnumál. „Það á ekki að líðast að fyrirtæki komist upp með að varpa skugga á atvinnulífið sem heild. Þegar svona mál koma upp er það ekki gott fyrir neinn. Það er ekki gott heldur fyrir þá atvinnurekendur sem reka sín fyrirtæki heiðarlega og borga kjör í samræmi við það sem tíðkast. Þannig að við eigum að taka höndum saman. Ég skynja sterkan vilja bæði frá verkalýðshreyfingunni og atvinnurekendum til þess að koma í þetta verkefni með okkur. Þetta á að vera forgangsmál,“ segir Katrín. Katrín var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag og fór yfir víðan völl. Katrín sagði að kröfur verkalýðshreyfinga fyrir komandi viðræður vera mjög víðtækar en sumt af því rími við aðgerðir stjórnvalda um þessar mundir. Þar nefnir Katrín aukning á barnabótum, hækkun á persónuafslætti fram yfir neysluvísitölu og að verið sé að færa efri og neðri skattbil til samræmis við neysluvísitölu. Katrín fór einnig yfir umhverfismál í spjalli sínu við Heimi. „Við kynntum okkar áætlun núna í september og hún er metnaðarfyllsta loftslagáætlun sem að stjórnvöld hafa lagt fram hér á Íslandi og það hafa náttúrulega orðið algjör straumhvörf í fjárveitingu til loftslagsmála. Þar förum við yfir þessi tvö flaggskip okkar, sem við ætlum að byrja á, sem eru orkuskipti í samgöngum annars vegar og hins vegar aukin kolefnisbinding,“ segir Katrín. Viðtalið við Katrínu má heyra í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Víglínan Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira