Hafa borið kennsl á árásarmanninn Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2018 14:15 Árásarmaðurinn hét Ian Long og var 28 ára fyrrverandi landgönguliði. Hann er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. AP/RMG Uppfært 15:35 Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem hóf skothríð á veitingastað í Thousand Oaks í Kaliforníu í morgun, þar sem minnst þrettán létu lífið, að árásarmanninum meðtöldum. Hann hét Ian Long og var 28 ára fyrrverandi landgönguliði. Hann er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. Nú síðast í apríl þegar lögregluþjónar voru kallaðir til heimilis hans. Þá var Long sagður hafa hagað sér á undarlegan hátt. Sálfræðiteymi var fengið til að meta Long og var ekki talið nauðsynlegt að handtaka hann eða leggja inn. Long dó á veitingastaðnum og er talið að hann hafi beint byssu sinni að sjálfum sér. Í samtali við fjölmiðla ytra segja nágrannar Long að hann hafi líklega þjáðst af áfallastreituröskun (PTSD). Tíu til tólf manns voru flutt á sjúkrahús, samkvæmt lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segja hann hafa kastað reyksprengjum inn á veitingahúsið áður en hann hóf skothríð með .45 kalíbera skammbyssu. Maðurinn hóf skothríðina inni á veitingastaðnum Borderline Bar & Grill klukkan 23:20 að staðartíma, eða 7:20 að íslenskum tíma. Á annað hundrað manns voru inn á staðnum þegar árásin var gerð og þar af voru flestir háskólanemendur. Eins og áður segir eru tólf látnir og var einn þeirra lögregluþjónninn Ron Helus. Fógetinn Geoff Dean sagði frá dauða Helus á blaðamannafundi í dag og því að Helus hefði verið fyrsti lögregluþjónninn á vettvang árásarinnar. Helus hljóp rakleiðis inn en hann varð fyrir mörgum skotum og féll nánast um leið og hann fór inn um dyr veitingastaðarins. Annar lögregluþjónn dró hann á brott og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi um klukkustund síðar. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir en lögreglan segist ekki telja að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. "I turned around and saw him shoot" - A witness recalls being on the dancefloor when a gunman opened fire in a California bar. Follow live updates on the story here: https://t.co/OvQ331ZV8f pic.twitter.com/Nnzd4Q4fzW— Sky News (@SkyNews) November 8, 2018 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Kaliforníu er látinn Ellefu manns hið minnsta særðust þegar maðurinn hóf skothríð inni á veitingastað í Thousand Oaks. 8. nóvember 2018 10:45 Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. 8. nóvember 2018 08:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Uppfært 15:35 Búið er að bera kennsl á árásarmanninn sem hóf skothríð á veitingastað í Thousand Oaks í Kaliforníu í morgun, þar sem minnst þrettán létu lífið, að árásarmanninum meðtöldum. Hann hét Ian Long og var 28 ára fyrrverandi landgönguliði. Hann er sagður hafa komist nokkrum sinnum í kast við lögin á undanförnum árum. Nú síðast í apríl þegar lögregluþjónar voru kallaðir til heimilis hans. Þá var Long sagður hafa hagað sér á undarlegan hátt. Sálfræðiteymi var fengið til að meta Long og var ekki talið nauðsynlegt að handtaka hann eða leggja inn. Long dó á veitingastaðnum og er talið að hann hafi beint byssu sinni að sjálfum sér. Í samtali við fjölmiðla ytra segja nágrannar Long að hann hafi líklega þjáðst af áfallastreituröskun (PTSD). Tíu til tólf manns voru flutt á sjúkrahús, samkvæmt lögreglu. Heimildarmenn AP fréttaveitunnar segja hann hafa kastað reyksprengjum inn á veitingahúsið áður en hann hóf skothríð með .45 kalíbera skammbyssu. Maðurinn hóf skothríðina inni á veitingastaðnum Borderline Bar & Grill klukkan 23:20 að staðartíma, eða 7:20 að íslenskum tíma. Á annað hundrað manns voru inn á staðnum þegar árásin var gerð og þar af voru flestir háskólanemendur. Eins og áður segir eru tólf látnir og var einn þeirra lögregluþjónninn Ron Helus. Fógetinn Geoff Dean sagði frá dauða Helus á blaðamannafundi í dag og því að Helus hefði verið fyrsti lögregluþjónninn á vettvang árásarinnar. Helus hljóp rakleiðis inn en hann varð fyrir mörgum skotum og féll nánast um leið og hann fór inn um dyr veitingastaðarins. Annar lögregluþjónn dró hann á brott og var hann úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi um klukkustund síðar. Ástæða árásarinnar liggur ekki fyrir en lögreglan segist ekki telja að um hryðjuverkaárás hafi verið að ræða. "I turned around and saw him shoot" - A witness recalls being on the dancefloor when a gunman opened fire in a California bar. Follow live updates on the story here: https://t.co/OvQ331ZV8f pic.twitter.com/Nnzd4Q4fzW— Sky News (@SkyNews) November 8, 2018
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Árásarmaðurinn í Kaliforníu er látinn Ellefu manns hið minnsta særðust þegar maðurinn hóf skothríð inni á veitingastað í Thousand Oaks. 8. nóvember 2018 10:45 Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. 8. nóvember 2018 08:39 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Árásarmaðurinn í Kaliforníu er látinn Ellefu manns hið minnsta særðust þegar maðurinn hóf skothríð inni á veitingastað í Thousand Oaks. 8. nóvember 2018 10:45
Skotárás á veitingastað í Kaliforníu Lögregla í Kaliforníu hefur verið kölluð út eftir að tilkynning barst um skotárás á veitingastað í borginni Thousand Oaks. Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að fjölmargir hafi særst í árásinni. 8. nóvember 2018 08:39