Trump virti fyrir sér eyðilegginguna í Kaliforníu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. nóvember 2018 07:45 Bandaríkjaforseti heimsótti Norður-Kaliforníu í dag en þar geysa enn mannskæðustu skógareldar í sögu ríkisins. vísir/ap „Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt í Kaliforníu, við höfum aldrei séð neitt þessu líkt hingað til. Þetta er eins og algjör eyðilegging,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti þegar hann kannaði aðstæður í Norður-Kaliforníu en svæðið hefur orðið illa úti í skógareldum sem geysa enn og að minnsta kosti 71 hefur látið lífið. „Fólk verður að sjá þetta með berum augum til að ná utan um það sem hefur gerst,“ sagði forsetinn í ræðu sem hann flutti í bænum Paradís. Kevin McCarthy, formaður þingflokks Repúblikana og þingmennirnir Ken Calvert og Doug LaMalfa voru með honum í för. Trump heimsótti aðgerðarmiðstöðina og hitti viðbragðsaðila og hældi þeim fyrir vel unnin störf. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um skógareldana og stjórnun skóglendis í Kaliforníu sem hann lét falla í síðustu viku. Hans fyrstu viðbrögð voru að beina spjótum sínum að stjórnun skóglendisins, henni væri ábótavant og væri að miklu leyti um að kenna. Þegar blaðamenn spurðu hann hvort eyðileggingin í bænum Paradís hafi orðið til þess að breyta skoðunum hans um loftslagsbreytingar af mannavöldum svaraði Trump: „Nei, ég hef mjög sterkar skoðanir. Ég vil frábært loftslag og við munum fá það og við munum líka fá skóglendi sem verður mjög öruggt.“ Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Alls 59 látnir og 130 enn saknað í Kaliforníu 450 manns leita nú skipulega í rústum húsa á svæðinu og í bílum sem brunnið hafa á aðliggjandi vegum. 15. nóvember 2018 08:02 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. 14. nóvember 2018 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
„Við höfum aldrei séð neitt þessu líkt í Kaliforníu, við höfum aldrei séð neitt þessu líkt hingað til. Þetta er eins og algjör eyðilegging,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti þegar hann kannaði aðstæður í Norður-Kaliforníu en svæðið hefur orðið illa úti í skógareldum sem geysa enn og að minnsta kosti 71 hefur látið lífið. „Fólk verður að sjá þetta með berum augum til að ná utan um það sem hefur gerst,“ sagði forsetinn í ræðu sem hann flutti í bænum Paradís. Kevin McCarthy, formaður þingflokks Repúblikana og þingmennirnir Ken Calvert og Doug LaMalfa voru með honum í för. Trump heimsótti aðgerðarmiðstöðina og hitti viðbragðsaðila og hældi þeim fyrir vel unnin störf. Trump hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir ummæli sín um skógareldana og stjórnun skóglendis í Kaliforníu sem hann lét falla í síðustu viku. Hans fyrstu viðbrögð voru að beina spjótum sínum að stjórnun skóglendisins, henni væri ábótavant og væri að miklu leyti um að kenna. Þegar blaðamenn spurðu hann hvort eyðileggingin í bænum Paradís hafi orðið til þess að breyta skoðunum hans um loftslagsbreytingar af mannavöldum svaraði Trump: „Nei, ég hef mjög sterkar skoðanir. Ég vil frábært loftslag og við munum fá það og við munum líka fá skóglendi sem verður mjög öruggt.“
Bandaríkin Donald Trump Gróðureldar í Kaliforníu Tengdar fréttir Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45 Alls 59 látnir og 130 enn saknað í Kaliforníu 450 manns leita nú skipulega í rústum húsa á svæðinu og í bílum sem brunnið hafa á aðliggjandi vegum. 15. nóvember 2018 08:02 Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27 Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. 14. nóvember 2018 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Óviss með framtíð sína innan Pírata Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Mun fleiri saknað en áður var talið Fjöldi þeirra sem saknað er eftir Camp eldinn í Norður Kalíforníu er nú talinn vera 631 en í gær stóð talan í um 300. 16. nóvember 2018 07:45
Alls 59 látnir og 130 enn saknað í Kaliforníu 450 manns leita nú skipulega í rústum húsa á svæðinu og í bílum sem brunnið hafa á aðliggjandi vegum. 15. nóvember 2018 08:02
Fjölda fólks er enn saknað í Paradís og fleiri lík finnast Alls eru nú 48 látnir og er fjölmargra saknað. Ekki liggur fyrir með vissu hve margra er saknað en fyrr í vikunni var áætlað að þeir væru um 200 talsins. 14. nóvember 2018 10:27
Staðfest að fimmtíu hafi látið lífið í eldunum í Kaliforníu Þúsundir slökkviliðsmanna berjast enn við þrjá skógar- og kjarrelda á vesturströnd Bandaríkjanna. 14. nóvember 2018 23:30