Leit að látnum gæti tekið vikur Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 14. nóvember 2018 07:00 Gjörónýtir bílar í röðum eftir veginum frá Paradís. Getty/Justin Sullivan Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. Þetta hafði BBC eftir embættismönnum í ríkinu í gær. Fjölmargir eldar geisa enn í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna og samkvæmt Los Angeles Times hefur útbreiðsla þeirra tveggja stærstu, sem kenndir eru við Camp og Woolsey, ekki verið heft nema um þriðjung. Tala látinna hélt áfram að hækka í gær og eins og embættismenn benda á mun sú þróun halda áfram enda er hundraða enn saknað. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær höfðu lík 44 fundist. Fréttaveitan AP fjallaði ítarlega um störf leitarfólks í gær. Í umfjölluninni kom fram að í bænum Paradise, þar sem Camp-eldarnir geisa enn, sé fjöldi hópa að störfum. Leitarmenn notast við einfalda hugmyndafræði. Tóm innkeyrsla er góðs viti, einn bíll vekur áhyggjur en fleiri brenndir bílar eru sagðir uggvænlegur fyrirboði. Camp-eldarnir hafa valdið mestu tjóni. Þeir geisa í Butte-sýslu í norðurhluta ríkisins á um 500 ferkílómetra svæði. Samkvæmt tölfræði sem Los Angeles Times birti hafa 42 farist í eldunum, 6.522 heimili eyðilagst og 260 byggingar með atvinnustarfsemi. Þá ógna eldarnir 15.500 byggingum til viðbótar.Grafík/FréttablaðiðÚtbreiðsla eldhafsins hefur ekki verið heft nema um 30 prósent. Það er, ekki er búið að loka nema 30 prósentum þeirra átta sem eldurinn getur breiðst út í. Eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu Kaliforníu og slógu met elda sem geisuðu í Griffith Park árið 1933 og urðu 31 að bana. Woolsey-eldarnir geisa svo í suðurhlutanum á tæplega 400 ferkílómetra svæði. Þar hefur tvennt farist og 435 byggingar eyðilagst. Eldarnir ógna svo 57.000 byggingum til viðbótar. Útbreiðsla hefur verið heft um 35 prósent. Þótt slökkviliðsfólk hafi verið að störfum nærri upptökum Woolsey-eldanna, að berjast við Hill-eldana, og því komist tiltölulega snemma á vettvang náðu Woolsey-eldarnir að breiða hratt úr sér vegna mikilla þurrka og vinda. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu í gær og slökkvistarf því enn erfitt. Kory Honea, lögreglustjóri Butte-sýslu, sagði í fyrrinótt að stefnt væri að því að finna lík þeirra sem eru látnir eins fljótt og hægt er. „Af því ég veit hversu erfitt þetta getur verið fyrir aðstandendur,“ hafði AP eftir Honea. Lisa Jordan, viðmælandi AP frá Washington-ríki, sagðist hafa keyrt um þúsund kílómetra til að leita frænda síns, Nicks Clark, og MS-veikrar konu hans, Anne, í bænum Paradise. Hún sagði engan hafa getað veitt upplýsingar um hvort þau hefðu náð að yfirgefa svæðið né um hvort húsið þeirra stæði enn. „En ég held í vonina. Alveg þangað til maður fær síðustu fréttirnar verður maður að halda áfram að berjast.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Loftslagsmál Skógareldar Umhverfismál Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Það gæti tekið leitarhópa og rannsakendur vikur að finna lík allra þeirra sem hafa látist í skógareldum í Kaliforníu undanfarna daga. Þetta hafði BBC eftir embættismönnum í ríkinu í gær. Fjölmargir eldar geisa enn í þessu fjölmennasta ríki Bandaríkjanna og samkvæmt Los Angeles Times hefur útbreiðsla þeirra tveggja stærstu, sem kenndir eru við Camp og Woolsey, ekki verið heft nema um þriðjung. Tala látinna hélt áfram að hækka í gær og eins og embættismenn benda á mun sú þróun halda áfram enda er hundraða enn saknað. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær höfðu lík 44 fundist. Fréttaveitan AP fjallaði ítarlega um störf leitarfólks í gær. Í umfjölluninni kom fram að í bænum Paradise, þar sem Camp-eldarnir geisa enn, sé fjöldi hópa að störfum. Leitarmenn notast við einfalda hugmyndafræði. Tóm innkeyrsla er góðs viti, einn bíll vekur áhyggjur en fleiri brenndir bílar eru sagðir uggvænlegur fyrirboði. Camp-eldarnir hafa valdið mestu tjóni. Þeir geisa í Butte-sýslu í norðurhluta ríkisins á um 500 ferkílómetra svæði. Samkvæmt tölfræði sem Los Angeles Times birti hafa 42 farist í eldunum, 6.522 heimili eyðilagst og 260 byggingar með atvinnustarfsemi. Þá ógna eldarnir 15.500 byggingum til viðbótar.Grafík/FréttablaðiðÚtbreiðsla eldhafsins hefur ekki verið heft nema um 30 prósent. Það er, ekki er búið að loka nema 30 prósentum þeirra átta sem eldurinn getur breiðst út í. Eldarnir eru þeir mannskæðustu í sögu Kaliforníu og slógu met elda sem geisuðu í Griffith Park árið 1933 og urðu 31 að bana. Woolsey-eldarnir geisa svo í suðurhlutanum á tæplega 400 ferkílómetra svæði. Þar hefur tvennt farist og 435 byggingar eyðilagst. Eldarnir ógna svo 57.000 byggingum til viðbótar. Útbreiðsla hefur verið heft um 35 prósent. Þótt slökkviliðsfólk hafi verið að störfum nærri upptökum Woolsey-eldanna, að berjast við Hill-eldana, og því komist tiltölulega snemma á vettvang náðu Woolsey-eldarnir að breiða hratt úr sér vegna mikilla þurrka og vinda. Vindhraði var um 20 metrar á sekúndu í gær og slökkvistarf því enn erfitt. Kory Honea, lögreglustjóri Butte-sýslu, sagði í fyrrinótt að stefnt væri að því að finna lík þeirra sem eru látnir eins fljótt og hægt er. „Af því ég veit hversu erfitt þetta getur verið fyrir aðstandendur,“ hafði AP eftir Honea. Lisa Jordan, viðmælandi AP frá Washington-ríki, sagðist hafa keyrt um þúsund kílómetra til að leita frænda síns, Nicks Clark, og MS-veikrar konu hans, Anne, í bænum Paradise. Hún sagði engan hafa getað veitt upplýsingar um hvort þau hefðu náð að yfirgefa svæðið né um hvort húsið þeirra stæði enn. „En ég held í vonina. Alveg þangað til maður fær síðustu fréttirnar verður maður að halda áfram að berjast.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Loftslagsmál Skógareldar Umhverfismál Tengdar fréttir Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53 „Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00 Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Innlent „Elstu menn muna vart eftir svo miklum ís“ Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent „Vinstri vængurinn er í raun og veru úti“ Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent Bjarni og Sigmundur segja eðlilegt að Kristrún fái fyrst umboð Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Fangar vinna að slökkvistarfi í Kaliforníu Fangar í Butte-sýslu í Kaliforníu hafa aðstoðað slökkvilið við slökkvistarf við Camp-eldinn sem brunnið hefur undanfarna daga. Fangarnir fá einn dal á tímann fyrir starfið. 12. nóvember 2018 22:53
„Paradís er horfin“ Rex Stewart, íbúi í Paradís-bæ í norðurhluta Kaliforníu í Bandaríkjunum var á kúpunni þegar hann flutti í bæinn fyrir 40 árum. Hann er í sömu stöðu núna eftir að miklir skógareldar gjöreyðilögðu bæinn þar sem um 27 þúsund manns búa. 11. nóvember 2018 08:00
Orðinn mannskæðasti eldsvoði í sögu ríkisins Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur lýst yfir neyðarástandi vegna hamfara í ríkinu. 13. nóvember 2018 08:22