Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 10. nóvember 2018 19:00 Reykjanesbær hélt í dag menningarhátíð þar sem gestir gátu smakkað á pólskum þjóðréttum og kynnt sér pólska menningu og siði. Tilefnið er hundrað ára afmæli sjálfstæðis þjóðarinnar og segir skipuleggjandi hátíðarinnar áríðandi að fólk af erlendum uppruna fái tækifæri til þess að kynna uppruna sinn með þessum hætti. Blásið var til hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í dag og var húsið skreytt hátt og lágt með pólskum einkennum. Bæjarfélagið stóð að hátíðinni í samstarfi við starfshóp íbúa af pólskum uppruna.Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Reykjanesbæ.Vísir/Stöð 2„Við fórum að hugsa um leiðir til þess að auka þátttöku íbúa af erlendum uppruna í samfélaginu almennt og í viðburðum sem Reykjanesbær stendur frammi fyrir og þá kom upp þessi hugmynd að vera með svona hátíð sem væri eignarhald þessa stóra hóps sem býr hérna í Reykjanesbæ,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Reykjanesbæ. Hilma segir að næstum fjórðungur íbúa í Rekjanesbæ sé með erlent ríkisfang og næstum sextíu prósent af þeim hafi pólskt ríkisfang. Hún segir mikilvæg að samfélagið sem þannig búið að allir íbúar geti tekið þátt. Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjanesbær stendur fyrir hátíð sem þessari. „Við viljum hugsa þetta þannig að við séum eitt samfélag. Við viljum að erlendir ríkisborgarar geti tekið þátt í okkar samfélagi en þeir hafa sína menningu og við viljum líka kynnast henni og það gerir samfélagið bara svo miklu betra og ríkara að hér sé allskonar fólk, segir Hilma. Ungmenni af pólskum uppruna voru áberandi í dagskrá hátíðarinnar í dag sem var vel sótt. Skipuleggjendur voru ánægð með að fá tækifæri til þess að kynna sögu Póllands sem á svo margan hátt sem samofin íslensku samfélagi. Innflytjendamál Pólland Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira
Reykjanesbær hélt í dag menningarhátíð þar sem gestir gátu smakkað á pólskum þjóðréttum og kynnt sér pólska menningu og siði. Tilefnið er hundrað ára afmæli sjálfstæðis þjóðarinnar og segir skipuleggjandi hátíðarinnar áríðandi að fólk af erlendum uppruna fái tækifæri til þess að kynna uppruna sinn með þessum hætti. Blásið var til hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjanesbæjar í dag og var húsið skreytt hátt og lágt með pólskum einkennum. Bæjarfélagið stóð að hátíðinni í samstarfi við starfshóp íbúa af pólskum uppruna.Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Reykjanesbæ.Vísir/Stöð 2„Við fórum að hugsa um leiðir til þess að auka þátttöku íbúa af erlendum uppruna í samfélaginu almennt og í viðburðum sem Reykjanesbær stendur frammi fyrir og þá kom upp þessi hugmynd að vera með svona hátíð sem væri eignarhald þessa stóra hóps sem býr hérna í Reykjanesbæ,“ segir Hilma Hólmfríður Sigurðardóttir, verkefnastjóri fjölmenningar hjá Reykjanesbæ. Hilma segir að næstum fjórðungur íbúa í Rekjanesbæ sé með erlent ríkisfang og næstum sextíu prósent af þeim hafi pólskt ríkisfang. Hún segir mikilvæg að samfélagið sem þannig búið að allir íbúar geti tekið þátt. Þetta er í fyrsta sinn sem Reykjanesbær stendur fyrir hátíð sem þessari. „Við viljum hugsa þetta þannig að við séum eitt samfélag. Við viljum að erlendir ríkisborgarar geti tekið þátt í okkar samfélagi en þeir hafa sína menningu og við viljum líka kynnast henni og það gerir samfélagið bara svo miklu betra og ríkara að hér sé allskonar fólk, segir Hilma. Ungmenni af pólskum uppruna voru áberandi í dagskrá hátíðarinnar í dag sem var vel sótt. Skipuleggjendur voru ánægð með að fá tækifæri til þess að kynna sögu Póllands sem á svo margan hátt sem samofin íslensku samfélagi.
Innflytjendamál Pólland Reykjanesbær Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Dagur strikaður niður um sæti Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Ástand á Reykjanesbrautinni Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Biden náðar son sinn Erlent Fleiri fréttir Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Leita einstaklings sem grunaður er um líkamsárás Margir möguleikar á þriggja flokka stjórn Sjá meira