Bretar lýsa áhyggjum af meintum njósnara í haldi Rússa Kjartan Kjartansson skrifar 4. janúar 2019 12:40 Whelan var handtekinn í Moskvu fyrir viku. Vísir/EPA Utanríkisráðherra Bretlands varaði rússnesk stjórnvöld við því að nota einstaklinga sem peð í milliríkjadeilum í kjölfar þess að maður með tvöfalt ríkisfang var handtekinn í Moskvu á föstudag og sakaður um njósnir. Paul Whelan er með bandarískt og breskt ríkisfang. Öryggissveit Rússlands (FSB) tók hann höndum á föstudag og hóf rannsókn á honum vegna meintra njósna hans. Hún hefur ekki greint frekar frá hvað Whelan á að hafa gert af sér. „Við höfum miklar áhyggjur af Paul Whelan, við höfum boðið fram aðstoð ræðismanns,“ sagði Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, um mál Whelan í dag, að því er segir í frétt Reuters. Fjölskylda Whelan segir að hann hafi verið í Rússlandi fyrir brúðkaup og sé blásaklaus af njósnum. Vangaveltur hafa verið um að ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafi látið handtaka hann til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem hefur játað njósnir í Bandaríkjunum. Hunt sagði það til gagngerrar skoðunar hvort að breskir borgarar þyrftu að hafa áhyggjur af öryggi sínu í Bretlandi. Ráðuneyti hans endurskoði reglulega ráðleggingar sínar um ferðalög erlendis. „Ef við sjáum ástæðu til að breyta þeim þá gerum við það,“ sagði Hunt. Samskipti Bretlands og Rússlands hafa verið stirð síðustu mánuði og ár, ekki síst eftir að eitrað var fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars í fyrra. Breska ríkisstjórnin sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en því hafna þau algerlega. Bandaríkin Bretland Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira
Utanríkisráðherra Bretlands varaði rússnesk stjórnvöld við því að nota einstaklinga sem peð í milliríkjadeilum í kjölfar þess að maður með tvöfalt ríkisfang var handtekinn í Moskvu á föstudag og sakaður um njósnir. Paul Whelan er með bandarískt og breskt ríkisfang. Öryggissveit Rússlands (FSB) tók hann höndum á föstudag og hóf rannsókn á honum vegna meintra njósna hans. Hún hefur ekki greint frekar frá hvað Whelan á að hafa gert af sér. „Við höfum miklar áhyggjur af Paul Whelan, við höfum boðið fram aðstoð ræðismanns,“ sagði Jeremy Hunt, utanríkisráðherra Bretlands, um mál Whelan í dag, að því er segir í frétt Reuters. Fjölskylda Whelan segir að hann hafi verið í Rússlandi fyrir brúðkaup og sé blásaklaus af njósnum. Vangaveltur hafa verið um að ríkisstjórn Vladímírs Pútín forseta hafi látið handtaka hann til að knýja á um skipti á honum og Maríu Butina, rússneskri konu sem hefur játað njósnir í Bandaríkjunum. Hunt sagði það til gagngerrar skoðunar hvort að breskir borgarar þyrftu að hafa áhyggjur af öryggi sínu í Bretlandi. Ráðuneyti hans endurskoði reglulega ráðleggingar sínar um ferðalög erlendis. „Ef við sjáum ástæðu til að breyta þeim þá gerum við það,“ sagði Hunt. Samskipti Bretlands og Rússlands hafa verið stirð síðustu mánuði og ár, ekki síst eftir að eitrað var fyrir rússneskum fyrrverandi njósnara í bænum Salisbury í mars í fyrra. Breska ríkisstjórnin sakar stjórnvöld í Kreml um að hafa staðið að tilræðinu en því hafna þau algerlega.
Bandaríkin Bretland Rússland Tengdar fréttir Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45 Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30 Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07 Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23 Mest lesið Vaktin: Halla fær formenn flokkanna á sinn fund Innlent Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Innlent Biden náðar son sinn Erlent Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Innlent „En þá snappar Bjarni sem ég tel vin minn“ Innlent Inga geti ekki slegið af kröfum og ekki hægt að vinna með Sigmundi Innlent Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Innlent „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Innlent „Ég ætla að standa mig betur“ Innlent Vaxandi lægð og gular viðvaranir víða um land Veður Fleiri fréttir Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Sjá meira
Meintur njósnari sigldi um eyjar Breiðafjarðar Íbúar í Stykkishólmi urðu heldur en ekki hissa þegar þeir sáu meintan bandarískan njósnara í haldi Rússa sýndan í umhverfi Breiðafjarðar í heimspressunni í gærkvöldi. 2. janúar 2019 21:45
Fjölskylda meints njósnara segir hann saklausan Mögulegt er talið að Bandaríkjamaðurinn hafi verið handtekinn til að styrkja kröfu Pútín forseta um að rússneskur njósnari verði látinn laus vestanhafs. 2. janúar 2019 11:30
Whelan formlega ákærður fyrir njósnir Bandaríkjamaðurinn Paul Whelan hefur verið ákærður fyrir njósnir í Rússlandi. 3. janúar 2019 16:07
Bandaríkjamaður handtekinn fyrir njósnir í Moskvu Öryggisstofnun Rússlands, FSB, hefur handtekið bandarískan ríkisborgara og sakað hann um njósnir. 31. desember 2018 12:23