Svara Louis CK fullum hálsi eftir að hann gerði grín að Parkland-fórnarlömbum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. janúar 2019 20:00 Louis C.K. hefur viðurkennt að ásakanir um ósæmilega kynferðistilburði hans séu sannar og biður konurnar afsökunar. Vísir/Getty Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári, sem margir hverjir hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.„Bera vitni fyrir þinginu, þessi krakkar. Hvað í fjandanum. Hvað eruð þið að gera?“ má heyra Louis CK segja í upptökunni. „Þið voruð í skóla þar sem krakkar voru skotnir. Af hverju þýðir það að ég þarf að hlusta á ykkur. Af hverju gerir það ykkur áhugaverð? Þið voruð ekki skotin. Þið ýttuð einhverjum feitum krakka í skotlínuna og nú þarf ég að hlusta á ykkur tala?“Alls létust 17 og fjölmargir særðust ífebrúar á síðasta ári þegar Nikolas Cruzgekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa vakið mikla athygli eftir að þau hófu mikla baráttu fyrir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum yrði hert, svo koma mætti í veg fyrir árásir á borð við þá í Parkland.Louis CK hefur að mestu látið lítið fyrir sér fara síðan árið 2017 erhann var sakaður um að hafa áreitt fimm konurkynferðislega.Viðurkenndi hann skömmu síðarað sögur þeirra sem stigu fram gegn honum væru sannar.Hann hefur þó á undanförnu reynt að stíga aftur í sviðsljósiðmeð því að halda uppistand á grínklúbbum og er upptakan sögð vera frá því í desember síðastliðnum, er hann kom fram í Governor's Comedy Club í New York.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe Raedle„Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum?“ Ummæli hans um Parkland-eftirlifendurna hafa farið fyrir brjóstið á aðstandendum þeirra sem dóu eða komust lífs af í skotárásinni, sem og þeirra sem sluppu lifandi undan kúlum árásarmannsins. Svara þau grínistanum fullum hálsi.„Til allra þeirra sem þekkja Louis CK, vinsamlegast komið þessum skilaboðum frá mér til hans. Dóttir mín var myrt í Parkland-árásinni. Sonur minn hljóp undan kúlunum. Ég og eiginkona mín glímum við missinn á hverjum degi. Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum,“ skrifar Fred Guttenberg á Twitter.„Það er sorglegt að þurfa að leggjast svo lágt að áætlun þín um að snúa aftur sé að gera grín að þeim sem lifðu af skotárás í skóla og dirfast að berjast á móti,“ skrifaði Ryan Deitch, einn þeirra sem komst lífs af eftir árásina.„Jafnvel þó að það að taka hlaupskot og borða sveppi hafi verið fínt fyrir þig þegar þú varst átján ára er það ekki lúxus sem við fáum að njóta eftir að hafa orðið vitni að því að sjá vini og bekkjarfélaga okkar í líkkistum vegna skotárásar sem auðveldlega má koma í veg fyrir,“ skrifaði Kyra Parrow á Twitter, einnig ein af þeim sem komst lífs af.Fjölmiðlar á borð við CNN hafa reynt að ná tali af Louis vegna málsins undanfarna daga, án árangurs.To anyone who knows Louis CK, please deliver this message for me. My daughter was killed in the Parkland shooting. My son ran from the bullets. My wife and I deal with loss everyday. Why don't you come to my house and try out your new pathetic jokes? https://t.co/tZI9ThSciR — Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) December 31, 2018It’s a shame when you sink so low that your comeback plan is to make fun of school shooting survivors for speaking out. — Ryan Deitsch (@Ryan_Deitsch) December 31, 2018Louis C.K, although taking jello shots & eating mushrooms might have been ideal for you when you were 18, that is not the luxury that we have after having to see our friends and classmates in caskets because of preventable gun violence. https://t.co/Hx5cGoxOPn — Kyra Parrow (@longlivekcx) December 31, 2018 Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum. 22. október 2018 20:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Bandaríski grínistinn Louis CK virðist enn á ný hafa komið sér í vandræði eftir að hluta af atriði úr uppistandi hans var lekið á netið. Þar má heyra hann gera miskunnarlaust grín að þeim nemendum sem komust lífs af eftir skotárásina í Parkland á síðasta ári, sem margir hverjir hafa barist fyrir hertri skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum.„Bera vitni fyrir þinginu, þessi krakkar. Hvað í fjandanum. Hvað eruð þið að gera?“ má heyra Louis CK segja í upptökunni. „Þið voruð í skóla þar sem krakkar voru skotnir. Af hverju þýðir það að ég þarf að hlusta á ykkur. Af hverju gerir það ykkur áhugaverð? Þið voruð ekki skotin. Þið ýttuð einhverjum feitum krakka í skotlínuna og nú þarf ég að hlusta á ykkur tala?“Alls létust 17 og fjölmargir særðust ífebrúar á síðasta ári þegar Nikolas Cruzgekk inn í Marjory Stoneman grunnskólann í Parkland í Florída og hóf þar skothríð. Núverandi og fyrrverandi nemendur skólans hafa vakið mikla athygli eftir að þau hófu mikla baráttu fyrir því að skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum yrði hert, svo koma mætti í veg fyrir árásir á borð við þá í Parkland.Louis CK hefur að mestu látið lítið fyrir sér fara síðan árið 2017 erhann var sakaður um að hafa áreitt fimm konurkynferðislega.Viðurkenndi hann skömmu síðarað sögur þeirra sem stigu fram gegn honum væru sannar.Hann hefur þó á undanförnu reynt að stíga aftur í sviðsljósiðmeð því að halda uppistand á grínklúbbum og er upptakan sögð vera frá því í desember síðastliðnum, er hann kom fram í Governor's Comedy Club í New York.Fjölmargir minnstust þeirra sem létust í Parkland-árásinni.Getty/Joe Raedle„Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum?“ Ummæli hans um Parkland-eftirlifendurna hafa farið fyrir brjóstið á aðstandendum þeirra sem dóu eða komust lífs af í skotárásinni, sem og þeirra sem sluppu lifandi undan kúlum árásarmannsins. Svara þau grínistanum fullum hálsi.„Til allra þeirra sem þekkja Louis CK, vinsamlegast komið þessum skilaboðum frá mér til hans. Dóttir mín var myrt í Parkland-árásinni. Sonur minn hljóp undan kúlunum. Ég og eiginkona mín glímum við missinn á hverjum degi. Af hverju kemur þú ekki hingað heim til okkar og prófar einhvern af þessum ömurlegu nýju bröndurum,“ skrifar Fred Guttenberg á Twitter.„Það er sorglegt að þurfa að leggjast svo lágt að áætlun þín um að snúa aftur sé að gera grín að þeim sem lifðu af skotárás í skóla og dirfast að berjast á móti,“ skrifaði Ryan Deitch, einn þeirra sem komst lífs af eftir árásina.„Jafnvel þó að það að taka hlaupskot og borða sveppi hafi verið fínt fyrir þig þegar þú varst átján ára er það ekki lúxus sem við fáum að njóta eftir að hafa orðið vitni að því að sjá vini og bekkjarfélaga okkar í líkkistum vegna skotárásar sem auðveldlega má koma í veg fyrir,“ skrifaði Kyra Parrow á Twitter, einnig ein af þeim sem komst lífs af.Fjölmiðlar á borð við CNN hafa reynt að ná tali af Louis vegna málsins undanfarna daga, án árangurs.To anyone who knows Louis CK, please deliver this message for me. My daughter was killed in the Parkland shooting. My son ran from the bullets. My wife and I deal with loss everyday. Why don't you come to my house and try out your new pathetic jokes? https://t.co/tZI9ThSciR — Fred Guttenberg (@fred_guttenberg) December 31, 2018It’s a shame when you sink so low that your comeback plan is to make fun of school shooting survivors for speaking out. — Ryan Deitsch (@Ryan_Deitsch) December 31, 2018Louis C.K, although taking jello shots & eating mushrooms might have been ideal for you when you were 18, that is not the luxury that we have after having to see our friends and classmates in caskets because of preventable gun violence. https://t.co/Hx5cGoxOPn — Kyra Parrow (@longlivekcx) December 31, 2018
Bandaríkin Skotárás í Flórída Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53 Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum. 22. október 2018 20:51 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Kom óvænt fram í fyrsta sinn síðan „sögurnar reyndust sannar“ Eigandi Comedy Cellar, Noam Dworman, staðfesti fregnir af uppistandi C.K. í gær. 28. ágúst 2018 14:53
Sarah Silverman leyfði Louis C.K. að stunda sjálfsfróun fyrir framan sig Grínistinn og leikkonan Sarah Silverman tjáði sig um samband sitt við uppistandarann Louis C.K. í þætti Howard Stern nú á dögunum. 22. október 2018 20:51